Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 7

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 7
hér lieima, ef franileiðsluna yrði að selja á sama verði og tollfrjáls er- lend framleiðsla væri seld á. Hátt vinnsluvirði getur í ýmsum tilfellum stafað af vernd, ýmist af höftum, tollvernd eða fjarlægðar- vernd. Hrein tollvernd er í mörgum grein- um meiri hér en í iðnaðarlöndum heims. Er talið, að tollvernd og inn- flutningshömlur séu hér verulegar í greinum, sem ráða alls yfir 15—16% af heildarmannafla iðnaðar. Það er fyrst og fremst fataiðnaður- inn, sem er mjög tollverndaður, meg- inhluti hans um 55—85%. Um helm- ingur trésmíða (húsgögn) er toll- verndaður um 65—75%. Um helm- ingur vefjariðnaður (ekki hampiðja og netagerð ) er tollverndaður um 38 —58%. Hér er alls staðar átt við hreina tollvernd (nettó), þar sem tek- ið er tillit til tolla af innfluttum hrá- efnum og hjálparefnum. Tiltölulega lítill hluti annarra iðn- greina er verulega tollverndaður. Inn- an matvælaiðnaðar eru það greinarn- ar kexgerð, sykur- og súkkulaðigerð og smj örlíkisgerð, innan efnaiðnaðar eru það málningargerð og sápugerð, innan steinefnaiðnaðar er það sem- entsgerð, innan málmsmíði er það framleiðsla rafmagnsvara, og loks er skinna- og leðurvörugerð. Þessar upplýsingar um tollvernd miðast við ástandið eins og það var 1960—’62. í fljótu bragði virðastþær gefa til kynna, að tollvernd íslenzks iðnaðar hafi þá ekki verið eins gífur- leg og almennt var talið. Hér hefur ekki verið farið út í að reikna tollverndina til frádráttar vinnsluvirðinu í viðkomandi iðn- greinum, enda gerir Hagstofa Sam- einuðu þjóðanna það ekki í alþjóða- tölum sínum. Utkomur slíks reiknings væru þó fróðlegar til samanburðar og efalaust mundu einhverjar undir- greinar þá koma út með neikvætt vinnsluvirði! I flestum löndum eða tollabanda- lögum eru tollar á verulegum hluta innfluttrar iðnaðarframleiðslu. Yfir- leitt er hrein tollvernd í iðnaðarlönd- unum þó töluvert lægri en hér gerist. I þeim tilfellum gerir tollverndin ís- lenzku vinnsluvirðistölurnar og þar af leiðandi framleiðnitölurnar of há- ar í samanburði við tölur erlendra ríkja. Þegar 4. tafla er skoðuð, verður því að hafa í huga, að íslenzku fram- leiðnitölurnar eru ekki algildur mæli- kvarði á samkeppnishæfni viðkom- andi iðngreina. Þá nýtur nokkur hluti íslenzks iðn- aðar fjarlægðarverndar og á það fyrst og fremst við um þjónustu- og viðhaldsiðnaðinn. Stærsti liðurinn þar er málmsmíði, og prentun er einnig stór liður. Málmsmíði hér á landi er raunar að langmestu leyti viðgerðaþjónusta og prentunin er staðbundin. í fyrra tilfellinu er það hár flutningskostnaður til útlanda og til baka aftur, sem hindrar erlenda samkeppni, og í síðara tilfellinu er það tungumálaleg fjarlægð, — sér- stakt íslenzkt tungumál, sem hindrar samkeppnina. Með þessum fyrirvörum um vernd verður nú tekin fyrir framleiðni í ís- lenzkum iðnaði eins og hún kemur fram í l.töjlu. Allar fjárupphæðir eru taldar í íslenzkum krónum á verð- gildi ársins 1960 eða í Bandaríkja- dollurnum á verðgildi ársins 1958. Vinnuframleiðni 1950 Arið 1950 var vinnuframleiðni í íslenzkum iðnaði 80.000 krónur eða IÐNAÐARMÁL 41

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.