Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 32

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 32
næsta árs). Vinsamlegast mætiS, ef þér teljið, að þér þurfið á upplýs- ingum að halda, eða óskið að taka þátt í umræðum. Annars munið þér, að fundi loknum, fá í hendur yfirlit yfir umræðurnar og þær ákvarðanir, sem teknar verða, ásamt beiðni um athugasemdir yðar.“ Þar sem áður höfðu verið yfir tuttugu manns á fundi allan síðari hluta dagsins, gátu nú fjórir menn ásamt ritara lokið afgreiðslu máls- ins á einni klukkustund eða um það bil. Mörgum framkvæmdastjórum er vel kunnugt um þessar óvirku tíma- kröfur, er ég hef hér minnzt á. Samt sem áður ráðast þeir ekki í niður- skurð þeirra vegna þess, að þeir ótt- ast, að þeir kunni þá um leið að skera niður eitthvað mikilvægt, vegna mistaka. Ef við beitum niður- skurðinum of harkalega, finnum við alveg nógu fljótt leiðir til skjótrar leiðréttingar. En staðreyndin er sú, að við höfum tilhneigingu til að of- meta mikilvægi okkar. Jafnvel mjög mikilvirkir framkvæmdastj órar hyggja enn, að allt of mörg af verk- um þeirra séu þeir einir færir um að leysa af hendi. Bezta sönnunin fyrir því, að engin veruleg hætta er falin í of miklum niðurskurði, eru hin geysilegu afköst, sem menn ná svo oft, þótt þeir hafi við mikla erfiðleika að stríöa. Harry Hopkins, trúnaðarráðgjafi Roosevelts forseta í síðari heims- styrjöld, var fársjúkur maður, svo að hvert skref var honum óþolandi áreynsla. Hann gat aðeins unnið fáar klukkustundir, annan hvern dag eða svo. Árangurinn varð slíkur, að hann varð „lávarður höfuðatriðanna“, eins og Winston Churchill komst að orði, og hann afrekaði meira en flestir aðrir í Washington á stríðsárun- um. Sérhver framkvæmdastjóri ætti að íhuga þessar þrjár skilmerkilegu spurningar. Auk þess verða fram- kvæmdastjórar að gera sér grein fyr- ir þeirri tímasóun, er stafar af lé- legri stjórn og gölluðu skipulagi. Fyrsta hlutverk þeirra er að skil- greina tímaþjófana, sem fylgja skorti á reglu og fyrirhyggju. Sjúkdóms- einkennin, sem gefa þarf gaum, eru hin reglubundnu, síendurteknu erfið- leikatímabil. Slika öldutoppa er unnt að lægja og leggja í bönd venjunnar, því að með venjubundnum aðferð- um getur fólk, án sérþekkingar og dómgreindar, gert það, sem áður jjurfti næstum snilling til að gera. Allstórt fyrirtæki, sem ég rannsak- aði eitt sinn, lenti í erfiÖleikatíma- bili á hverju ári í byrjun desember. I mjög árstímabundnum viðskiptum, þar sem á síðasta ársfj órðungi mynd- aðist venjulega lægð, var ekki auð- velt að segja fyrir um sölu og hagnað þess ársfj órðungs. En stjórnendur fyrirtækisins gerðu hins vegar hagn- aðaráætlanir sínar við lok annars ársfj órðungs. Þremur mánuðum síð- ar voru allir í fyrirtækinu önnum kafnir við neyðarráðstafanir til að reyna að fylgja áætlun stjórnend- anna. Ekki þurfti nema eitt penna- strik til að koma í veg fyrir þessa úlfakreppu. I stað þess að segja fyrir ákveðna tölu, miðaða við árslok, segja stjórnendur nú aðeins fyrir um þann árangur, sem er innan seiling- arsviðs. Áður en Robert McNamara var skipaður varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, dundu sams konar vand- ræðatímabil jafnan yfir allt varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna, þegar leið að lokum reikningsársins. Sér- hver skrifstofustjóri reyndi í örvænt- ingu að finna leiðir til að eyöa því, sem eftir var af því fé, er þingiö hafði veitt jaað ár, þar eð hann ótt- aðist, að annars yrði hann að end- urgreiöa peningana. Þessi þansprett- ur var algjörlega óþarfur, eins og McNamara sá þegar. Lögin höfðu ávallt heimilað að geyma ónotað en nauðsynlegt fé á biðreikningi. Fyrir mörgum árum, þegar ég hyrjaði að starfa sem ráðunautur, varð ég að læra, hvernig greina mætti þau fyrirtæki, er byggju við góða stjórn, frá hinum, er illa væri stjórn- að, — án þess að hafa nokkra þekk- ingu á framleiöslu. Ég komst að því, að í vel stjórnuðu fyrirtæki er allt rólegt og tilbreytingarlaust. Þar skeður ekkert spennandi, því að þar hafa menn séð fyrir hvers konar skorputímabil og breytt þeim í venju- Jrjálfaða starfsemi. Hin síendurteknu erfiðleikatímabil eru algengustu einkennin á lélegri stjórn, en ofvöxtur í starfsliði er einnig hinn mesti tímaspillir. I fyrstu námsbók minni í reikningi var þetta dæmi: „Ef tveir menn grafa skurð á tveimur dögum, hve lengi eru þá fjórir menn að grafa skurðinn?“ í skólastofunni er rétta svarið auðvit- að: „Einn dag.“ En í starfi fram- kvæmdastj órans er rétta svarið senni- lega: „Fjóra daga“, ef ekki „enda- laust“. Sjúkdómseinkennin af offjölgun í starfsliði eru nokkuð áreiðanleg. Ef hinir eldri yfirmenn í hópnum eyða meira en einum tíunda af tíma sínum í vandamál, er snerta „mannleg sam- skipti‘% þá má telja nokuð öruggt, að starfsliðið sé of fjölmennt. Fólkið er þá oröið hindrun framkvæmda í stað þess að vera tæki til fram- kvæmda. Afsakanir fyrir offjölgun í starfs- liði eru jafnan eitthvað á þessa leið: „En við verðum að hafa hitasér- fræðing (einkaleyfissérfræðing, hag- fræðing) í starfsliöi okkar.“ Hann er ekki mikið notaður -—- og e. t. v. alls ekki. En hann þarf alltaf að vera „kunnugur vandamálum okkar“ og „meðlimur starfsliðsins frá upphafi.“ Sérfræðingar, sem aðeins þarf að leita til endrum og eins, ættu jafnan að standa utan fyrirtækisins. Það er óumdeilanlega hagkvæmara að leita 66 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.