Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 20

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 20
Undirbúningur virkjunarframkvæmda Fyrstu áætlanir um virkjun Þjórs- ár við Búrfell voru gerðar 1914—18 af norskum verkfræðingi, Sætersmo- en, og síðar voru gerðarmargvíslegar athuganir á þessum slóSum á vegum raforkumálastjórnarinnar. Frá 1961 hafa staðið yfir stöðugar rannsóknir og meir en 100 borholur verið grafn- ar þar. Einnig voru gerð þrjú líkön af veitumannvirkjunum til að finna hagkvæmasta fyrirkomulag þeirra, og má segja, að tilraunir þessar hafi borið góðan árangur. Fyrirkomulag virkjunar Fyrirkomulag virkjunarinnar er í höfuðdráttum það, að vatni er veitt úr Þjórsá um skurði og jarðgöng norður fyrir Búrfell og yfir í Fossá. Vegalengdin frá stíflunni í Þjórsá á að enda frárennslisskurSarins við Fossá er rúmlega 5 km. A þennan hátt er hægt að ná 115 m hreinu falli gegnum vélarnar. VirkjaS rennsli er 225 teningsmetrar á sek. eða um % hlutar meðalrennslis Þjórsár. Yfir- föll á stíflum eru reiknuð fyrir 4000 teningsmetra flóð á sek. Vélasam- stæður verða sex, hver meS 35 MW afli. I fyrsta áfanga verða 3 sam- stæður með samtals 105 MW, en síð- ar verður öðrum þrem bætt við. Fyrst í stað verður virkjunin hrein rennslisvirkjun, sem getur einungis nýtt það vatn, sem á hverjum tíma er í ánni. Við stækkun virkjunarinnar er gert ráð fyrir að byggja skurð með lokustíflu úr Þórisvatni norðan Vatnsfells, og verður þá hægt að veita vatni úr Þórisvatni yfir í Tungnaá og jafna þannig aðrennsliS til virkjunarinnar. Lýsing mannvirkja Yfir Þjórsá norðaustan við Búrfell verður um 370 metra löng steinsteypt stífla, og verður hún tengd Sölva- hrauni að austan og Skálarfelli að vestan með jarðstíflum, sem samtals eru 4,5 km á lengd. Fylling í þessum jarðstíflum er um 1 millj. tenings- metra. Á vestari bakka Þjórsár, þvert Valafe 3. mynd. Lojtmynd aj virkjunarsvœ&inu meS innteiknuSum mannvirkjum. 4. mynd. Vinna í aSalgöngum, sem eru 10 m í þvermál. 54 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.