Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 8

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 8
2100 dollarar á hvern heilan starfs- mann á ári. Framleiðnin í þunga- iðnaði var þó töluvert meiri en í létta- iðnaði, eða 2300 dollarar á móti 2000 dollurum. Stafaði sá munur fyrst og fremst af mikilli framleiðni í síldar- og fiskimjölsverksmiðjunum, eins og sést, þegar fiskiðnaður er tekinn sér. I honum var framleiðnin 2300 doll- arar, en í öðrum létta- og þungaiðn- aði var framleiðnin nokkuð jöfn, 2100 dollarar í öðrum léttaiðnaði og 2000 dollarar í öðrum þungaiðnaði. Af einstökum iðngreinum bar efna- iðnaðinn langhæst vegna síldar- og fiskimjölsverksmiðjanna, og var framleiðnin þar 4100 dollarar, næst- um helmingi meiri en í næstu iðn- greinum. [ pappírsiðnaði, lítilli iðn- grein, var framleiðnin 2300 dollarar. Matvælaiðnaður kom næstur með 2200 dollara, og er þar innifalinn all- ur fiskiðnaður annar en mjöl- og lýs- isvinnsla. Trésmíði var um meðallag með 2100 dollara, málmsmíði rétt neðan við það með 2000 dollara. Nokkru neðar voru vefjariðnaður með 1900 dollara, steinefnaiðnaður með 1800 dollara og prentun með 1700 dollara. Fataiðnaður rak lestina með minnstu framleiðnina, 1500 dollara. Um þetta leyti var framleiðni á ís- landi nokkru lægri en gerðist í heim- inum, en álíka mikil og í Evrópu og meiri en í ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, sbr. 4. töflu. (Hér er rétt að vekja athygli á, að stóru iðnaðar- löndin vega langþyngst á metunum, því eitt þeirra getur haft framleiðslu á við heila heimsálfu). Þegar fram- leiðnin var 2100 dollarar á Islandi, var hún 2700 dollarar almennt (þ. e. ekki miðað við fólksfjölda heldur framleiðslu) í heiminum, 2100 doll- arar í Evrópu og 1800 dollarar í EBE-löndunum. í fríverzlunarsvæð- isríkjunum var framleiðnin 2800 dollarar og enn hærri var hún í Bandaríkjunum og Kanada, 7200 dollarar, eða gott betur en þreföld á við íslenzka framleiðni. Á sama tíma var framleiðnin í þróunarlönd- unum aðeins 600 dollarar, en af þeim löndum var hún hæst í Suður-Ame- ríku, 1200 dollarar. Hin tiltölulega litla framleiðni í Evrópu og einkum í EBE-ríkjunum stafaði af því, að þessi lönd voru árið 1950 ekki búin að jafna sig eftir stríðið, og sízt þau lönd, þar sem stríðið var háð síðast, Frakkland, Ítalía og Vestur-Þýzkaland, aðallönd Efnahagsbandalagsins. Árið 1950 er við upphaf efnahagsundurs Evrópu, og Island stóð þá jafnfætis þeim löndum í framleiðni. Ef nánar er litið á sundurliðun 4. töflu, sést strax, hve óhagstæða út- komu þungaiðnaðurinn gefur Islandi, og gildir það raunar um öll árin. Þetta stafar af því, að þungaiðnaður er annars eðlis hér á landi en í iðn- aðarlöndunum. Þungaiðnaður erlend- is felst að töluverðu leyti í risastórum færibandaverksmiðjum, en hér er hinn svokallaði þungaiðnaður að mestu leyti fólginn í viðgerðarþjón- ustu. Nægir í því sambandi að minna á málmiðnaðinn. í þungaiðnaði var framleiðnin 2300 dollarar hér á landi en 2600 dollarar í Evrópu og 8500 dollarar í Bandaríkjunum og Kanada. íslenzki 42 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.