Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 25

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 25
þetta húsbyggingasvið, sem er svo rækilega undir eftirliti, eru nýjar iðn- væðingaraðferðir að leggj a undir sig. Af þeim byggingum, sem lán mun verða veitt til árið 1965, munu 60— 70% verða reistar með opna og lok- aða kerfinu. Ríkið hefur einnig séð fyrir tak- mörkuðum fjárupphæðum til rann- sókna og þróunar á iðnvæddum bygg- ingaraðferðum. Verðmæt framlög hafa komið frá Tæknirannsóknar- stofnun ríkisins (Finnish States Tech- nical Research Institute). Svipuð rannsóknarstarfsemi einkaðila og ráðgefandi fyrirtækja hefur og gefizt allvel. Þótt ekki hafi verið varið nema um 30.000 pundum árlega í þessu skyni síðan árið 1952, hefur það leitt til árangurs, sem hefur knú- ið byggingafélögin til að halda áfram þessu þróunarstarfi af eigin ramm- leik. Eitt meginrannsóknarefnið hef- ur verið framleiðnin. Rannsóknir á því sviði hafa smám saman verið færðar út, svo að þær ná yfir hin skipulagslegu vandamál og starfsemi alls byggingariðnaðarins. Ríkið hefur ekki enn séð fyrir nein- um beinum lánum eða fjárhagsaðstoð til þróunar vélvæðingu eða verk- smiðjuframleiðslu á húsum. 2.4 Nýjar byggingaraðferðir og tækni (innifelur iðnvæðingarkerfin og verksmiðjuframleiðslu, og endur- bætur á hefðbundnum aðferðum). Hinn öflugi framleiðnivöxtur staf- ar af tveimur meginþáttum: — Nýjum byggingaraðferðum, á- samt endurbótum hinna gömlu, og — skipulagsþróun byggingarstarf- seminnar í heild, bæði að því er snertir eigendur, verktaka og ráð- gjafa. Ég ætla að snúa mér að fyrri þætt- inum: Hefðbundnar byggingaraðferðir geta þróazt eftir margvíslegum leið- um. Sumir byggingamenn og verk- takar hafa haft samstarf við ráðu- nauta um að hreyta grundvallargerð- um, gera þær einfaldari og auðveld- ari í byggingu, en ávallt gengið út frá því, að burðarbyggingin sjálf skuli reist á staðnum. Síðan eru staðl- aðir hyggingahlutir með fullgerðu yfirborði festir við burðarbygging- una. Meðal hinna stöðluðu eininga eru dyr og gluggar, skápar, mið- stöðvarofnar, heilir stigar o. s. frv. Það hefur verið sagt, að þróunin stefni að því marki, að þessir sam- setningarhlutir verði settir á sinn stað af starfsliði í hvítum skyrtum og með hreinar hendur. Eftir að hin- ir „hefðbundnu" hafa öðlazt viðeig- andi, lítinn vélbúnað og stöðluð steypumót (fleka og skorður), hefur þeim tekizt að auka framleiðninameð undraverðum hraða. Gamlar bygg- ingaraðferðir hafa því dregizt saman í þessari „byltingu án blóðsúthelling- ar“, jafnvel þótt verkferillinn sé enn ekki hinn sami og í opna eða lokaða kerfinu. Annar hagnaður af hefðbundnu aðferðinni er þessi: Auðvelt er að ná miklum gæðum. Hlj óðeinangrun veld- ur t. d. engum erfiðleikum. Vér getum haldið áfram að færa oss í nyt hina miklu framleiðslugetu múrsteinaiðnaðarins. Undir lok sjötta áratugs aldarinnar minnkaði múr- steinanotkunin nokkuð, en nú er framleiðslan orðin hin sama og hún var fyrir tíu árum. Hefðbundna að- ferðin í sínu endurbætta formi hefur þannig haldið sínu, þó að útþenslan í byggingastarfseminni hafi orðið vegna notkunar nýrra aðferða. Opna kerjið aðgreinist frá hinu hefðbundna í notkun meiri fjölda verksmiðjuframleiddra eininga, sem sumar eru framleiddar í sérstökum byggingahlutaverksmiðjum. — Enda þótt engin greinileg markalína liggi milli hins hefðbundna og hins opna kerfis, auðkennist hið síðarnefnda af eftirfarandi einkennum: Styrkíarbyggingin er úr steinsteypu og er reist að nokkru leyti á staðnum og að nokkru leyti úr verksmiðju- framleiddum einingum. Hinir steinsteyptu yfirborðsfletir eru gerðir svo sléttir, að ekki er þörf á múrhúðun. Fyrir flekana eru yfir- leitt notuð veggmót með krossviðar- eða stályfirborði, sem auðveld eru í uppsetningu. Fletirnir eru svo sléttir, að unnt er að líma veggfóður beint IÐNAÐARMÁL 59

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.