Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 15

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 15
Frá C.P.M.-námslceiði S. F. 1. jyrir Re)'kjavíkurborg: Hjálmar Blöndal, hagsýslustjóri, Sveinn Ragnarsson, jélagsmálastjóri, Haukur Benediktsson, jramkvstj. sjúkrahúsnefndar, Hjörleijur Hjörleijsson, jjármálajulltrúi Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Sigurjón Sveinsson, byggingarjulltrúi, Þóroddur Th. Sigurðsson, Vatnsveitustjóri, Rúnar Bjarnason, Slökkvi- liðsstjóri, Ragnar Georgsson, skólajulltrúi, Aðalsteinn Richter, skipulagsstjóri, Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, Þór Sandholt, skólastjóri, Oskar Þórðarson, deildarstjóri, bygg- ingadeild, Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri. meðal þátttakenda. Er þetta í fyrsta skipti sem SFI hefur haldið sérstakt námskeið fyrir Reykjavíkurborg. Þann 1.—3. apríl var svo haldiS í Reykjavík C.P.M.-námskeiS fyrir sveitarstjóra víSs vegar aS meS þátt- töku 21 manns. Var námskeiS þetta haldiS í samvinnu viS Samband ís- lenzkra sveitarfélaga og er vonandi upphafiS að langri og góðri sam- vinnu milli þess og SFl. Dagana 25.—26.—27. maí var loks haldið C.P.M.-námskeiS að Hótel LoftleiSum undir leiðsögn Mr. Dwight A. Zink, ráðunautar frá Bandaríkjunum, sem verið hefur hér áður og er okkur að góðu kunnur frá fyrri námskeiðum hans hér, m. a. að Bifröst. Kynntar voru allar þær nýjungar í C.P.M., er fram hafa kom- ið til þessa, en jafnframt lögð sér- stök áherzla á kostnaðareftirlit með C.M.P. I þessu sambandi skal ég leyfa mér að segja frá því, að á ráðstefnu um ácetlanagerð á sviði opinberra jram- kvœmda, sem Efnahagsstofnunin stóð fyrir nú nýlega, ræddi sérfræðingur frá AlþjóSabankanum, Mr. Water- ston, um opinbera áætlunargerð. I er- indi sínu lagði hann áherzlu á, að framkvæmdaáætlanir væru ófull- komnar og næðu ekki tilgangi sínum, ef þær væru ekki svo úr garði gerð- ar, að auðvelt væri að nota þær til þess að fylgjast til hlítar með verk- inu og kostnaði þess, jafnóðum og því miðar áfram. Notkun C.P.M.- og PERT-aðferða við framkvæmdaáætl- anir tryggði einmitt þetta — sagði Mr. Waterston. Ráðsteína um opinberan rekstur I nóvember 1966 var, sem kunnugt er, haldin á vegum fjármálaráðu- neytisins ráðstefna um opinberan rekstur SFÍ veitti að ósk ráðuneyt- isins Hagsýslustofnun ríkisins nokkra aðstoð við undirbúning og fram- kvæmd ráðstefnu þessarar. Opinber viðurkenning ó fræðslu- starfsemi SFI Á fjárlögum ársins 1967 eru veitt- ar 100.000 kr. til stuðnings fræðslu- starfsemi SFl. Má líta á þessa fjár- veitingu sem opinbera viðurkenningu á fræðslustarfsemi félagsins. Metur stjórn SFÍ þá viðurkenningu mikils og þakkar öllum þeim velvildarmönn- um, sem þar eiga hlut að máli, og þá eigi sízt menntamálaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, sem hefur frá fyrstu tíð verið eindreginn styrktar- og stuðningsmaður Stj órnunarfélags íslands og starfsemi þess. Starfsmannabreytingar Snemma á árinu 1966 var samið við Jón Bjarklind um að taka að sér bókhald og gj aldkerastörf. í des. sl. var Árni Þ. Árnason, f ramkvæmdastj óri Stj órnunarfélags- ins, ráðinn sem deildarstjóri til iðn- aðarmálaráðuneytisins og lét því af framkvæmdastjórastörfum fyrir SFÍ, er hann hafði gegnt frá upphafi fé- lagsins. Árni hefur innt af hendi mikið og óeigingjarnt starf í þágu félags- ins og sýnt óþrjótandi áhuga á efl- ingu félagsins og framgangi þeirra mála, sem það hefur á dagsskrá sinni, og er honum þakkað hans á- gæta starf. I febrúar 1967 var ráðinn nýr framkvæmdastjóri SFl, Konráð Ad- olphsson, viðskiptafræðingur, er áð- ur hafði starfað hjá Coldwater Sea- food Corp., dótturfyrirtæki Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Banda- ríkjunum. Stjórnarfundir hafa verið haldnir viku- til hálfs- mánaðarlega. Eru nú bókaðir stjórn- arfundir orðnir alls 187 frá stofnun félagsins, en æði oft liafa stjórnar- menn þurft að hittast og ræðast við utan reglulegra funda. Aðild að CIOS (Connseil International de l'Organisation Scientiiique) Félagsmönnum SFÍ hefur á und- anförnum árum verið gefinn kostur á að sækja ýmsar ráðstefnur og al- þjóðlegt mól CIOS, þar sem stjórn- unarmenn frá öllum heimshlutum hafa borið saman bækur sínar og færustu rithöfundar og vísindamenn á stjórnunarvettvangi flutt erindi og haldið umræðufundi. Fjórtánda alþjóðaþing CIOS („CIOS XIV“) var haldið í Rotter- dam í september 1966. Frá íslandi sóttu þingið formaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri SFÍ, en aðrir ekki. Þeir þrír sátu jafnframt sem fulltrúar SFÍ eftirtalda fundi: 1) Framkvæmdastjórafund CIOS (All CIOS Staff Meeting) sótti ÁÞÁ. IÐNAÐARMÁL 49

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.