Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 5

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 5
(-------------\ 'Gfm Skýrsla um verkstjórnarnám- skeiffin veturinn 1966—’67 .. 38 Skipulagsbygging atvinnuveg- anna í sviffsljósi. — Forystu- grein ...................... 39 Þróun framleiðni á Islandi .... 40 Tæknibókasafn IMSÍ -— Nýjar bækur — Vinsæl tímarit .... 47 Skýrsla um starfsemi Stjórnun- arfélags íslands starfsárið 1966—1967 ..................... 48 Sala á húsgögnum á markaffi framtíðarinnar ............. 50 Orbylgjuhitun — ný tækni .... 51 Þjórsárvirkjun við Búrfell ____52 Vöxtur byggingariðnaffarins í Finnlandi (Framh. úr síffasta blaði) ..................... 58 Afköst í teppaiffnaffi tvöfaldast fyrir áhrif vinnurannsókna .. 63 Tímaskipulagning framkvæmda- stjórans ................... 64 Eitthvaff fyrir íslenzka skósala 68 Vísindamenn telja sig geta hindraff ölvunarakstur ......69 Stórrekstur í matvöruverzlunum í Svíþjóff ................. 69 Nytsamar nýjungar.............. 70 Nýjungar á næsta leiti ....... 71 Forsíða: Þjórsárvirkjun viff Búrfell. Hjálpargöng í klakaböndum. Ljósmynd: Leifur Þorsteinsson. Endurprentun háð leyfi útgefanda. Ritstjórn: Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.), Þórir Einarsson, Stefán Bjarnason. Utgefandi: ISnaðarmálastofnun Islands, Skipholti 37, Reykjavík. Sími 81533—4. Áskriftarverð kr. 200,00 árg. PRENTSMIÐJAN HOLAR HF. ______________________________________ Iðnaðarmal 14. ÁRG. 1967 . 3.-4. HEFTI Skipulagsbygging atvinnuvegamia i sviðsljósi Á síSastliðnu ári urðu á opinberum vettvangi nokkrar umræður um nauð- syn þess að styrkja samkeppnishæfni atvinnuveganna með því að víkja frá þeim smáu rekstrareiningum, sem sett hafa svip sinn á skipulagsbyggingu þeirra og efna til stækkunar rekstrareininga með samstarfi og samruna. Nýafstaðin ráðstefna Stjórnunarfélags Islands að Bifröst (31. 8,-—2. 9. 1967) um „Þróun í skipulagsbyggingu atvinnuveganna — samstarf, samruna og stækkun rekstrareininga“, markar tímamót í þessum málum hérlendis, því það er í fyrsta skipti, sem stjórnendur fyrirtækja og fræðimenn á sviði hagstjórnar og fyrirtækjastjórnunar setjast niður og gera sér skipulega grein fyrir hinni dreifðu skipulagsbyggingu atvinnuveganna í smáar einingar og hvernig megi ráða bót á þeim veilum. Á ráðstefnunni voru nefnd tvö nýleg dæmi, annars vegar um samruna (vélsmiðjur á Suðurnesjum) og hins vegar um samstarf (frystihús á Suður- eyri, Súgandafirði), en það eru þær tvær grundvallarleiðir, sem færar eru fyrir fyrirtæki er vilja samlagast í einhverri mynd. Hið makverðasta við ráðstefnuna mun þó einkum verða talið það, að hún dró upp mynd af því, hvernig haganlegast verði í framtíðinni unnið að hag- ræðingu í skipulagsbyggingu atvinuveganna, á þann hátt að örva fyrirtækin til samstarfs og samruna í þeim tilgangi að auka samkeppnishæfni þeirra. Þannig áleit ráðstefnan, að frumkvæði að slíkum endurbótum yrði að koma frá fyrirtækjunum sjálfum, þau yrðu ekki þvinguð til samstarfs eða samruna með valdboði. Hlutverk hinna einstöku samtaka atvinnuveganna yrði fyrst og fremst að beita sér fyrir umfangsmikilli fræðslu- og upplýsingastarfsemi fyrir meðlimi sína, um kosti þess að samlagast í einni eða annarri mynd, hvernig aðdrag- anda þess verði bezt hagað, hvaða sérfræðilegrar aðstoðar þeir þurfa að vera aðnjótandi og hvaðan hún geti komið. Hlutverk ríkisvaldsins skyldi að áliti ráðstefnunnar vera að tryggja hin almennu skilyrði fyrir samruna og samstarfi með löggjöf, s. s. á sviði skatta- mála og með þjónustustofnunum, sem veitt gætu fyrirtækjum, sem áhugr hefðu á að samlagast, nauðsynlega sérfræðilega aðstoð. I þessu sambandi upplýsi Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra, sem var gestur ráðstefnunnar, að auk þess að veita sérfræðilega aðstoð við samruna vélsmiðja á Suðurnesjum, hefði ráðuneyti hans og Jðnþróunarráð farið þess á leit við ríkisstjórnina, að varið yrði nokkru fé á næstu fjárlögum til þess að styrkja í ríkari mæli sérfræðivinnu við undirbúning að samstarfi eða samruna fyrirtækja. Þá lagði ráðstefnan mjög mikla áherzlu á þýðingu peningastofnana, bæði viðskiptabanka og lánasjóða fyrir þróun til samruna eða samstarfs, að þær séu hverju sinni dómbærar á mikilvægi ráðstafana til samlögunar, bæði út frá hagsmunum viðkomandi fyrirtækja og þjóðarheildar. Þ.E. IÐNAÐARMÁL 39

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.