Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 31

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 31
Þetta skilur hinn raunverulega mikilvirki stjórnandi, og þess vegna er hann kunnur fyrir þá alúð, sem hann leggur við þann hluta vinnu- dagsins, er hann getur sjálfur haft á valdi sínu. Hann mun hafa upp- götvað, að það er aðeins þrennt, sem hann getur gert til að vera öruggur um, að tíminn, sem hann hefur til umráða, sé notaður eins og bezt verður á kosið. Þessi þrjú ráð virð- ast einföld, en það er ekki auðvelt að beita þeim. En séu þau notuð ræki- lega, eru þau mjög árangursrík — í hvers konar fyrirtækjum, opinber- um stofnunum, bönkum, lögfræði- skrifstofum, ráðuneytum eða verk- smiðjum. Það vill svo til, að þetta fær staðizt, ekki aðeins í okkar þjóð- félagi, þar sem einkaframtakið er ríkjandi, heldur og í sósíalískum þjóðfélögum — já, jafnvel hjá Mafí- unni, ef því er að skipta. Fyrsta skrefið er, að framkvæmda- stjórinn fullvissi sig um, eftir ritaSri skýrslu, hvernig tíma hans er raun- verulega varið. Sumir framkvæmda- stjórar halda slíkar bækur sjálfir. Aðrir hafa ritara til að annast þetta. Höfuðatriðið er, að skýrslan sé gerð sjálfan vinnudaginn, þannig að sér- hver starfsemi sé skráð á þeim tíma, er hún á sér stað, en ekki síðar, eftir minni. Allmargir framkvæmdastjórar halda stöðugt slíkar bækur og fara yfir þær með gagnrýni í hverjum mánuði. Aðrir gera skýrslu fyrir þrjár eða fjórar vikur í einu með reglulegu sex mánaða millibili. Eftir sérhverja skýrslugerð um tímanotk- unina endurmeta þeir og endursemja áætlanir sínar. En sex mánuðum síð- ar komast þeir ætíð að raun um, að þeir hafa enn einu sinni látið leiðast út í að sóa meiri tíma en þeir gerðu sér grein fyrir. Þegar framkvæmdastj órinn hefur eitt sinn tamið sér þá venju að skrá og meta tímanotkun sína, er hann til- búinn að stíga næsta skref -— kerfis- bundna stjórn vinnustunda sinna. Bezt er þá, að hann leggi fyrir sjálf- an sig nokkrar skilgreinandi spurn- ingar. IÐNAÐARMÁL a) HvaS er ég aS gera, sem er alls ckki nauSsynlegt aS ég geri — né nokkur annar? Hann ætti að athuga alla starfsemi á tímaskrá sinni og gera sér grein fyrir, hvað gerðist, ef hann sleppti einhverju og enginn annar tæki það upp. Það er furðu- legt, hve önnum kafnir menn fást við marga hluti, sem enginn myndi sakna, ef þeir væru látnir eiga sig. Forstöðumaður fyrir bandarísku stór- fyrirtæki sagði mér eitt sinn, að í tvö ár hefði hann, sem aðalframkvæmda- stjóri, borðað úti á veitingastöðum öll kvöld nema jóla- og nýársdag. Allir þessir kvöldverðir voru „emb- ættisverk“, svo sem að heiðra starfs- mann, er þjónað hafði fyrirtækinu í 50 ár eða ríkisstjóra í einhverju fylki, þar sem fyrirtækið átti í stór- viðskiptum —- og honum fannst, að hann yrði að vera þarna og horða af mestu náð. En þegar hann fór að sundurgreina þessa kvöldverði, komst hann að þeirri niðurstöðu, að a. m. k. þriðjungur þeirra hefði farið al- veg jafnvel fram, þótt engir af yfir- stjórnendum fyrirtækisins hefðu ver- ið viðstaddir. Satt að segja uppgötv- aði hann, sér til nokkurrar gremju, að margir af gestgjöfum hans höfðu boðið honum aðeins fyrir siða sakir, en alls ekki gert ráð fyrir, að hann þægi boðið. Þeir vissu raunar ekki alveg, hvað þeir áttu að gera við hann, þegar hann birtist. b) Hver af störfunum á límaskrá minni gcetu aSrir leyst af hendi alveg jafnvel — ef ekki betur? Hinn kvöld- verðarglaði framkvæmdastjóri komst t. d. að þeirri niðurstöðu, að annan þriðjung kvöldverðanna hefði mátt fela á hendur einhverjum öðrum af yfirmönnum fyrirtækisins. Tilefnið krafðist aðeins, að nafn fyrirtækisins væri á gestalistanum. Sérhver framkvæmdastj óri, hver svo sem stofnun hans eða fyrirtæki er, hefur verið hvattur til þess árum saman að vera betri „framseljandi“. En ég á enn eftir að sjá árangurinn af öllum þeim predikunum, og á- stæðan fyrir því, að menn skella skollaeyrum við þeim er einföld: Framsal verka er kynnt á þann hátt, að lítið vit er í. Ef það merkir, að einhver annar eigi að gera hluta af „mínu verki“, er það rangt. Og ef það gefur í skyn, að latasti fram- kvæmdastjórinn sé sá bezti, er það ekki aðeins fjarstæða, heldur siðlaus fjarstæða. En fyrsta athugun á tímabókinni leiðir greinilega í Ijós, að eina leiðin fyrir framkvæmdastjórann til að geta snúið sér að hinum mikilvægu störfum er sú að fela öðrum allt það, sem þeir geta tekið að sér. Það þarf t. d. að fara í allmörg ferðalög, en yngri mennirnir geta tekið flest þeirra á sínar herðar. Fyrir ungan mann er ferðalag ennþá nýjung. Hann er enn nógu ungur til að fá ágæta næturhvíld í hótelrúmi, og þess vegna mun hann skila hetra starfi en hinn eldri maður, sem er reyndari og e. t. v. betur þjálfaður, en þreyttari. Með því að létta af sér öllu því, er aðrir geta eins vel gert, svo að maður geti raunverulega tek- izt á við sitt eigið starf — þannig má bæta afköstin, svo að um munar. c) HvaS geri ég, sem eySir tím- anum fyrir öSrum? Mikilvirkir fram- kvæmdastjórar leggja þessa spurn- ingu fyrir sjálfa sig, reglulega og feimnislaust. Eldri yfirmaður í stórri opinberri stofnun komst að því hjá undirmönnum sínum, að fundir á skrifstofu hans færu illa með tímann fyrir þeim. Þessi yfirmaður boðaði alla sína heinu undirmenn á hvern einasta fund — hvert sem fundar- efnið var. Afleiðingin varð sú, að fundirnir voru allt of fjölmennir. Og þar sem öllum fannst, að þeir yrðu að „sýna áhuga“, báru þeir fram a. m. k. eina spurningu hver, og þá oft málinu óviðkomandi. Og fundirnir drógust á langinn í það óendanlega. Yfirmaðurinn hafði óttazt, að þeir, sem ekki yrðu boðaðir á fundinn, myndu móðgast eða sárna, en þegar hann komst að því, að menn litu á fundina sem tímaþjóf, tók hann að senda út rituð fundarboð á þessa leið: „Ég hef beðið þá (hr. Smith, hr. Jones og hr. Robinson) að eiga fund með mér (miðvikudaginn kl. 3 e. h.) til að ræða (fjárhagsáætlun 65

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.