Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 18

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 18
Útdráttur úr ritgerð ejtir dr. GUNNAR SIGURÐSSON, •yjirverkjrœðing Landsvirkjunar Hver feiknaöfl um auðnarlöndin stór, sem öllum drekkir hafsins dauði sjór! En framtíð á vor þjóð — með þessa fossa, með þessi römmu tröll í samhljóms kór. Úr „Dettifoss“ eftir Einar Benediktsson. Inngangur: íslendingum var lengi ljóst, að mikil auðlegð bjó í fallvötnum lands- ins. Lengst af var þessi hugmynd draumsýn framsýnna manna og skálda, og einna bezt hefur Einar Benediktsson túlkað þessar vonir landsins sona. Nú er liðin rétt hálf öld, síðan raforkufélög hans létu gera fyrstu áætlanir um virkjun Þjórsár, en það var ekki fyrr en á síðasta ári, að draumurinn tók á sig mynd veruleikans, þegar Alþingi og ríkisstjórn tóku ákvörðun um virkj- un Þjórsár við Búrfell og hafizt var handa um framkvæmdir. Þessi virkjun er langsamlega stærsta og vandasamasta mannvirki, sem íslendingar hafa ráðizt í að byggja. Virkjunin á að skila um 2,4 sinnum meira afli en öll orkuverin við Sogið. Byggingarkostnaður allra mannvirkja, orkuvers og raflína, er áætlaður nálega 1700 milljónir ís- lenzkra króna og með vaxtakostnaði um 2000 milljónir. Þessi framkvæmd á tvímælalaust eftir að verða lyfti- stöng stórfellds iðnaðar á íslandi í framtíðinni, auk fyrirhugaðrar ál- bræðslu. Þjórsárvirkjunin er athyglisvert dæmi um jákvæða samvinnu margra þjóða við nútíma tækniframkvæmdir. Islendingar sjálfir eiga stærstan þátt í rannsóknum og undirbúningi virkj- unarinnar. Norðmenn gerðu líkön af virkj unarmöguleikum, bandarískt firma hannaði verkið og hefur eftir- lit með framkvæmdum, Danir, Svíar og íslendingar byggja það, hverfla, rafala og spennistöðvar gera Japanir, Frakkar gera rafbúnað í háspennu- línu, Italir stöðvarkranann, Þjóð- verjar lokur í göngum og fóðrun ganga, Finnar íbúðarhús væntanlegs starfsfólks, og íslendingar borga að lokum brúsann með velviljaðri að- stoð Alþjóðabankans í Washington. Þjórsá Þjórsá, ásamt þverám, er orku- mesta fallvatn landsins. Vatnasvæði hennar er um 6350 ferkílómetrar of- an Búrfells, þar af 16% jöklar. Lengd hennar frá upptökum til sjávar er um 230 km og fallhæð um 600 m. Áætl- 1. mynd. Boranir í hjálpargöngum. pjórsároirkjiM oib j3úr fell 52 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.