Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 30

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 30
A Frá vettvangi stjórnunarmála (|D Ud Tímaskipulagning framkvæmdastjórans Efftir Peter Drucker „Einkaritarinn minn hefur strangar fyrirskipanir um að veita engum aðgang nema for- seta Bandaríkjanna og konunni minni“, segir bandarískur bankaforseti. „Forsetinn hringir mjög sjaldan, og konan mín hefur vit fyrir sér“. Fáir framkvæmdastjórar geta gert sér vonir um að jafnast á við þennan stranglega agaða mann eða aðra mikla tíma- skipulagsmenn á borð við Alfred P. Sloan hjá General Motors — sem ávallt og ein- göngu gaf sér nægan tíma við ákvarðanir varðandi starfsliðið. En sérhver framkvæmda- stjóri getur bætt mjög nýtingu sína á þessum dýrmætu og einstæðu gæðum — tímanum. stjóri — hvort heldur í viðskiptalíf- inu, opinberri stofnun eða háskóla — segir mér, að hann ráði yfir meira en helmingi af vinnutíma sínum, er ég nokkurn veginn viss um, að hann hefur raunverulega enga hugmynd um, í hvað tími hans fer, því að tími til frjálsra afnota er meðal sjaldgæf- ustu og dýrmætustu gæða lífsins. Það er sá tími, sem framkvæmdastjórinn hefur til eigin umráða til að verja, samkvæmt eigin mati, til þeirra mála, sem eru raunverulega mikilvæg. í starfi með tugum manna úr við- skiptalífinu hef ég sjaldan rekizt á meiri háttar yfirmann, sem hefur á valdi sínu svo mikið sem fjórða hluta af tíma sínum. Og því hærra sem yfirmaðurinn er settur í fyrir- tækinu, þeim mun stærri er sá hluti af tíma hans, er hann hefur ekki vald yfir og er ekki varið á hagkvæman hátt. Flestir framkvæmdastjórar vita þetta ekki. Einn forstöðumaður fyrir- tækis var t. d. algjörlega viss um, að hann skipti tíma sínum í nokkurn veginn þrjá jafna hluta — einum þriðjungnum eyddi hann með fram- kvæmdastjórum sínum, öðrum með meiri háttar viðskiptavinum, og hinn þriðji væri helgaður þjóðfélagsleg- um störfum eða málefnum. En þegar ritara var falið að gera skrá yfir það, sem hann raunverulega gerði á sex vikna tímabili, komst hann að raun um, að hann eyddi næstum því eng- um tíma á þessum sviðum. Skýrslan leiddi í ljós þá staðreynd, að hann varði mestum tíma sinum sem nokk- urs konar hjálparsnati við að rekja slóð pantana frá viðskiptavinum, er hann þekkti persónulega, og gera mönnum sínum í verksmiðjunni gramt í geði með eilífum símhring- ingum varðandi þessar pantanir. (Flestar þessar pantanir gengu sína leið, hvort sem var, og afskiptasemi hans hafði aðeins tímasóun í för með sér, bæði í verksmiðjunni og hjá honum sjálfum). Þegar hann fyrst sá tímaskýrsluna, neitaði hann að trúa henni og kallaði stúlkuna lyg- ara. Það þurfti tvær skýrslur í við- bót til að sannfæra hann um, að ekki sé unnt að treysta á minnið, þegar um tímanotkun er að ræða. Þetta tilfelli er alls ekki óvenjulegt. Það veldur mér stöðugri undrun að hitta fyrir framkvæmdastjóra, sem blekkja siálfa sig í þeim efnum, hvernig þeir áætla tíma sinn, jafnvel þótt tíminn sé augljóslega þeirra mikilvægasti forði. Tíminn er, þegar á allt er litið, einstæður, þar sem framrás hans er algjörlega ósveigjan- leg. Flest stór fyrirtæki ráða yfir all- miklu fé, hægt er að ráða fólk til starfa, unnt er að auka hráefni og verksmiðjupláss með einhverjum hætti — en tíminn er það, sem eng- inn framkvæmdastjóri getur tekið á leigu, ráðið til starfa, keypt eða safn- að í birgðageymslu. Auk þess er óhj ákvæmilegt, að mikill hluti vinnudagsins hjá sér- hverjum framkvæmdastjóra fari for- görðum. Hann er undir stöðugu á- lagi að verja tíma sínum á óhagnýt- an hátt, og þetta álag fer vaxandi með stærð fyrirtækisins. Sumu af þessu er ekki hægt að spyrna gegn. Þegar bezti viðskiptavinur fyrirtækis- ins hringir, getur sölustjórinn ekki sagt: „Ég er upptekinn“. Hann verð- ur að hlusta, jafnvel þótt viðskipta- vinurinn vilji helzt ræða um efni eins og bridge-spilið kvöldið áður eða möguleika einkasonarins til að kom- ast í hinn eina rétta skóla. Ef for- stöðumaður sjúkrahúss sækir ekki fundi allra sinna starfsliðsnefnda, geta læknar, hjúkrunarkonur eða tæknimenn fundið til móðgunar. Og sérhver forstjóri opinberrar stofnun- ar verður að sýna vakandi athygli, þegar ráðherrann hringir til að biðja um upplýsingar, sem hann gæti feng- ið á fljótari hátt með því að fletta upp í viðeigandi handbók. Slíkir tímaþjófar gleypa mikinn hluta af lífi sérhvers forstöðumanns. 64 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.