Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 33

Iðnaðarmál - 01.04.1967, Blaðsíða 33
ráða hjá þeim fyrir sérstaka borgun en að hafa þá á launalistanum — hvort sem litið er á bein fjárútlát eða hin óheppilegu áhrif, sem vel mennt- aður en iðjulítill maður hefur á starfsliðið og afköst þess. Þriðji algengi tímaþjófur fram- kvæmdastj órans er lélegt skipulag. Sj úkdómseinkennin þar eru óhóflega margir fundir. Það er ekki hægt að vinna og sitja á fundi samtímis. Fé- lagssamtök og fyrirtæki munu alltaf krefjast fundahalda, vegna þess að reynsla sú og þekking, er á þarf að halda við hinar breytilegu aðstæður, finnst aldrei í einu heilabúi, heldur þarf að tína þetta saman úr reynslu- og þekkingarforða fleiri manna. En hvarvetna þar sem tímabókin sýnir bruðlun og hófleysi í fundahöldum — t. d. þar sem fólk kemst að raun um, að það eyðir fjórða hluta af tíma sínum í fundasetur -—- er þörf endurbóta. Verkefni, sem dreift er á fleiri störf, ætti að vera falið í einu starfi. Ábyrgðinni ætti að þjappa saman og upplýsingum að beina að- eins til þeirra, sem þurfa á þeim að halda. Slæm upplýsingastarfsemi snertir mjög tímavandamál stjórnenda. For- stöðumaður fyrir stóru sjúkrahúsi var árum saman plágaður af sím- hringingum lækna, er báðu hann að finna rúm handa sjúklingum, er þurftu á sjúkrahúsvist að halda. Starfsmennirnir, sem áttu að sjá um aðgang og móttöku á sjúkrahúsinu, „vissu“, að engin auð rúm voru til. Samt tókst forstöðumanninum ávallt að finna einhver auð rúm. Deildar- hjúkrunarkonan vissi af þeim og einnig fólkið á skrifstofunni, sem af- greiddi reikningana til þeirra sjúk- linga, er yfirgáfu sjúkrahúsið. En þeir, sem stjórnuðu þessum málum, treystu á „rúmtalninguna“, sem gerð var á hverjum morgni. En í raun- inni voru margir sjúklingar jafnan sendir heim seinna um morguninn, eftir að læknar höfðu lokið stofu- gangi. Allt, sem hér þurfti til lag- færingar, var eitt aukaafrit af seðl- unum, sem deildarhjúkrunarkonan sendi til aðalskrifstofunnar. Ennþá meiri tímatöf — og jafn- algeng — stafar af upplýsingum í röngu formi. Það bitnar á verk- smiðjufyrirtæki, þegar þarf að „þýða“ framleiðslutölurnar, áður en þær eru nothæfar í verksmiðjunni. Bókhaldsdeildin gefur upp meðaltöl- ur, en í verksmiðj unni þurfa þeir venjulega upplýsingar um þensluna og hæstu og lægstu tölur. Þeir eyða klukkustundum við aðlögun talna eða þeir byggja upp sitt eigið levnd- arkerfi. Bókhaldarinn hefur allar þær tölur, sem þeir þurfa á að halda, en engum hefur dottið í hug að biðja hann um þær. Framkvæmdastjóri, sem hefur skráð og sundurgreint allan sinn tíma og reynt að ráða niðurlögum tímaþjófanna, getur síðan snúið sér að sínum frjálsa tíma. Því miður mun hann aldrei fá mikið af honum. Einn færasti tímastjórnandi, sem ég hef þekkt, var æðsti maður í stórum banka. Ég hitti hann einu sinni í mánuði um tveggja ára skeið. Við- talstíminn var alltaf ein og hálf klukkustund, og það var aldrei meira en eitt mál til umræðu. Þegar ég hafði verið hjá honum í eina klukku- stund og tuttugu mínútur, sneri hann sér jafnan að mér og sagöi: „Herra Drucker, nú held ég að þér ættuð að gera þeita allt upp og semja höfuð- dræiti að því, sem við tökum fyrir næst.“ Og einni klukkustund og þrjá- tíu mínútum eftir að mér hafði verið vísað inn á skrifstofuna til hans, stóð hann við opnar dyrnar og kvaddi mig. Að lokum spurði ég hann, hvers vegna samtölin tækju alltaf eina og hálfa klukkustund. Hann svaraði: „Það er einfalt mál. Ég hef tekið eft- ir því, að bezti athyglistími minn nær yfir um það bil eina og hálfa klukkustund. Ef ég vinn lengur að einhverju máli, byrja ég að endur- taka sjálfan mig. En ég hef einnig komizt að því, að ekki er hægt að ná verulegum tökum á neinu mikil- vægu máli á öllu skemmri tíma.“ Meðan ég var inni á skrifstofu hans, hringdi síminn aldrei, og einka- ritari hans stakk aldrei kollinum inn um dyrnar til að tilkynna komu ein- hvers málsmetandi manns, er nauð- synlega þyrfti að ná af honum tali. Eitt sinn minntist ég á þetta við hann. Hann sagöi: „Einkaritari minn hefur strangar fyrirskipanir um að veita engum aðgang nema forseta Banda- ríkjanna og konunni minni. Forset- inn hringir mjög sjaldan, og konan mín hefur vit fyrir sér. Þegar við höfurn lokið viðræðum okkar, tek ég mér hálfa klukkustund til að svara öllum símhringingum. En nú verð ég að Ijúka því, sem ekki getur beðiö í 90 mínútur.“ En jafnvel þessi stranglega agaði maður varð að sætta sig við það, að a. m. k. helmingur af vinnutima hans færi í ýmis konar léttvægari störf, er höfðu vafasamt gildi. En hinn mikilvirki framkvæmda- stjóri veit, að einn fjórði hluti dags- ins nægir venjulega til að koma hin- um mikilvægari málum frá, ef þessi tími er vandlega sameinaður í eina heild. Það eru margar leiðir til að tryggja sameiningu tímans. Sumir menn, einkum hinir eldri, vinna einn dag í viku heima hjá sér. Þessi að- ferð er sérstaklega vinsæl meðal út- gefenda og vísindamanna, er fást við rannsóknir. Aðrir raða stjórnarstörf- um eins og fundum, yfirlitsstörfum o. fl. á tvo daga vikunnar, en taka frá morgna þeirra daga, sem eftir eru, til að vinna óslitið og af ein- beitni að meiri háttar málum. Onnur algeng aðferð er sú að ætla sér vinnu- stund heima að morgni. Jafnvel þótt þetta krefjist þess að vakna mjög snemma til að geta komið á skrif- stofuna í tæka tíð, er það ákjósan- legra en sú algenga aðferð að taka mikilvæg verkefni með sér heim að kvöldi. Á þeim tíma dags eru flestir framkvæmdastjórar of þreyttir til að geta skilað góðu verki. Og ástæðan til þess, að heimavinna að kvöldlagi á svo miklu gengi að fagna, er raunar hin versta: Hún gerir framkvæmda- stjóranum fært að koma sér hjá öll- um tímavandamálum yfir daginn. Aðferðin sjálf, sem menn nota til að sameina tíma til eigin umráða, er ekki jafnmikilvæg og það, hvernig tekið er á vandamálunum. Flestir IÐNAÐARMÁL 67

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.