Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.01.2005, Qupperneq 18
FORSÍÐUGREIN 18 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 Nafn fyrirtækis Jóns og hins þekkta netvafra sem það framleiðir, Opera, er dregið af tónlistinni sem Jón ólst upp við á tónelsku heim- ili afa síns og ömmu úti á Seltjarnarnesi. Opera keppir við sjálfan Bill Gates og Microsoft í gerð netlesara – eða vafra fyrir Internetið – og Opera er nú talin fremst meðal fyrirtækja í heiminum í gerð netlesara fyrir farsíma og sjónvörp. Björgólfur Thor er auðvitað miklu þekktari á Íslandi en Jón. Hann ólst upp í Vesturbænum og er sonur Björgólfs Guðmunds- sonar og Þóru Hallgrímssonar. Hann er stúdent frá Verslunarskóla Íslands. Thor Jensen athafnamaður var langafi hans og þaðan er Thors nafnið hjá Björgólfi komið. Þeir Björgólfur og Jón Tetzchner ólust upp ekki langt frá hvor öðrum og eru báðir komnir af þjóð- kunnum Íslendingum; athafnaskáldum og tónskáldum. Kunnir athafnamenn Það er ánægjulegt fyrir Íslendinga að eiga þessa tvo verðugu fulltrúa í heimsráði ungra leiðtoga, Forum of Young Global Leaders. Þeir eru báðir kunnir athafnamenn, hvor á sínu sviði. Björgólfur Thor er fjárfestir sem kemur við sögu í nokkrum alþjóðlegum stórfyrirtækjum, m.a. á Íslandi, Tékkó- slóvakíu og Búlgaríu. Lyf, fjármál og fjarskipti eru hans svið. Jón heldur sig hins vegar við eitt fyrirtæki – Opera Software ASA í Noregi. Hann stofnaði Opera og hefur fyrirtækið öðlast frægð um allan heim vegna keppni þess við Bill Gates og Microsoft. Það framleiðir vafrann Opera, sem allir tölvumenn þekkja og keppir við Internet Explorer vafrann. Þekktustu viðskiptatímarit Bandaríkjanna hafa margoft skrifað um Jón og Opera. Þá hafa stórblöðin New York Times og Washing- ton Post skrifað um vafrann og hælt honum í hástert. Þau hafa lofað hann fyrir smæð, einfaldleika og hraða. Hann hefur verið nefndur „litli vafrinn með stóra hjartað“. Það var stór rós í hnappagat Jóns þegar tímaritið Business Week valdi hann sl. haust sem einn af 25 framsæknustu leiðtogum í Evrópu og var hann þar í ekki ómerkari félagsskap en Helmut Pankes, forstjóra BMW í Þýskalandi, og Fred Goodwins, forstjóra Royal Bank of Scotland svo einhverjir séu nefndir. Umfjöllun Business Week var undir yfirskriftinni „Stjörnur Evrópu – 25 leiðtogar í forystu breytinga“. Jón tók við viðurkenningu Business Week við hátíðlega athöfn á blaðamannafundi í París í desember sl. Á meðal krónprinsa Þeir Björgólfur og Jón S. von Tetzchner eru á meðal krónprinsa og stjórnmálamanna í hópi hinna „Ungu leiðtoga“. Þarna er t.d. Hákon krónprins Noregs, Viktoría prinsessa Svía og Rania drottning Jórdaníu sem er formaður hópsins. Í hópnum er einnig að finna stofnendur Google, þá Sergel Brin og Larry Page, og sömuleiðis Bjørn Lomborg, danskan tölfræðing og forstöðumann dönsku umhverfismatsstofnunarinnar sem m.a. flutti erindi á fundi Frjálsrar verslunar og Fiskifélags Íslands í endaðan september árið 2000. Yfirskrift fundarins var „heimsendir“, hvorki meira né minna. Tilefni fundarins var að Fiskifélagið gaf út bók Lomborgs sem ber hið stóra nafn: „Hið sanna ástand heimsins.“ Í bókinni fjallar Bjørn Lomborg um ástand fiskistofna í heim- inum, þverrandi auðlindir, eyðingu ósonslagsins, hækkandi hitastig jarðar, mengun, fólksfjölgun, sjúkdóma, hungursneyð og hvað eina er mun setja hagvexti og lífi manna hugsanlegar skorður í náinni framtíð. Bók Lomborgs vakti heimsathygli þegar hún kom út. Jón S. von Tetzchner er skráður á lista Young Global Leaders sem Norðmaður og titlaður framkvæmdastjóri og annar tveggja stofnenda Opera Software ASA. Hákon krónprins Noregs er hinn fulltrúi Norðmanna. Björgólfur Thor er sagður eini Íslendingurinn á listanum. Hann er titlaður stjórnarformaður Actavis Ltd. „Erft vandamál örra breytinga síðustu 150 ára“ Þeir Jón og Björg- ólfur segja báðir að það sé þeim mikill heiður að vera valdir úr röðum 8 þúsund manna í þennan 237 manna hóp. Þegar listinn var tilkynntur var þetta haft eftir Björgólfi Thor: „Ég lít á það sem mikinn heiður að fá að taka þátt í þessu starfi. Ég hef unnið í alþjóðlegum viðskiptum eftir að ég lauk námi og Business Week fjallaði um Stjörnur Evrópu og valdi Jón S. von Tetzchner sem einn af framsækn- ustu leiðtogum í Evrópu, leiðtoga sem væru í forystu breytinga. Jón tók við viðurkenningunni á miklum blaðamannafundi í París í desember sl. Það var stór rós í hnappagat Jóns þegar tímaritið Business Week valdi hann sl. haust sem einn af 25 framsæknustu leiðtogum í Evrópu og var hann þar í ekki ómerkari félagsskap en Helmut Panke, forstjóra BMW í Þýskalandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.