Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 26

Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 er stórkostlegur árangur og um 5 milljörðum meiri hagnaður en greiningardeildir bankanna höfðu spáð nokkrum dögum áður. Nokkur hluti þessa mikla hagnaðar er gengishagnaður af hlutabréfaviðskiptum og hluta- bréfaeign – sem og vaxtatekjur vegna aukinna útlána. Bankarnir hafa óumdeilanlega styrkt sig á alla kanta og umfangsmikil bankaviðskipti þeirra erlendis setja svip sinn á rekstur þeirra. Hagnaður bankanna eftir skatta er meiri en velta fjórða stærsta fyrirtækis á Íslandi á síðasta lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins. Hagnaður KB banka eftir skatta samsvarar veltu 15. stærsta fyrir- tækis landsins. 1. febrúar Teather & Greenwood Þennan dag var tilkynnt að Landsbankinn ætlaði sér að yfirtaka allt hlutafé breska fjár- málafyrirtækisins Teather & Greenwood og að bankinn hefði þegar tryggt sér 57,8% eignar- hlut í félaginu. Tilboð bankans í allt hlutaféð nemur um 5 millj- örðum króna. Meðal verkefna sem fyrirtækið hefur unnið að var að aðstoða Bakkavör við kaup á 20% hlut í Geest auk þess að aðstoða Flugleiðir við kaup á 10% hlut í EasyJet. 4. febrúar Keppa við Jón Helga Það kom flestum á óvart þegar tilkynnt var að Hannes Smárason, starfandi stjórnar- formaður Flugleiða, hefði eign- ast 18,3% í Eignarhaldsfélagi Húsasmiðjunnar. Meðfjárfestar Hannesar í Húsasmiðjunni eru Saxhóll, sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar fyrr- verandi, og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Þessir þrír fjárfestar eru með jafnstóran hlut hver, eða samtals 55% eignarhlut í Húsasmiðjunni. Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson áttu þennan hlut áður. Það vekur hins vegar athygli að Hannes Smárason er fyrrverandi tengdasonur og viðskiptafélagi Jóns Helga Guðmundssonar í Byko. Ennfremur hafa þeir Gylfi og Gunnar, sem eru þekktir verktakar, unnið að nokkrum verkefnum með Jóni Helga undanfarin ár. Þá á Jón Helgi Nóatúnsverslanirnar. Þessir þrír fjárfestar fara hins vegar núna gegn honum í sölu bygginga rvara. Eignarhaldsfélag Húsasmiðjunnar á Húsasmiðjuna að fullu. Baugur Group á 45% hlut í Eignarhaldsfélaginu á móti 55% hlut hinna nýju fjárfesta. 7. febrúar Níu Toyota-menn segja upp Hún vakti mikla athygli fréttin um að níu lykilstjórn- endur hjá P. Samúelssyni, umboði Toyota á Íslandi, hefðu sagt upp störfum frá og með 1. mars vegna óánægju með að forstjóri félagsins, Emil Grímsson, sé hættur hjá félaginu. Í yfir- lýsingu frá stjórnendunum sagði m.a.: „Djúpstæður ágreiningur innan fjölskyldu og meiri- hlutaeigenda P. Samúelssonar hefur nú leitt til þess að Emil Grímsson hefur þurft að láta af störfum hjá fyrirtækinu.“ Emil hefur fengið tilboð um starf hjá Toyota í Evrópu. Ennfremur hefur hann keypt meirihluta í Arctic Trucks sem sérhæfir sig í breyt- ingum á jeppum. 8. febrúar „Sprengidagar“ á hlutabréfamarkaði Viðskipti í Kauphöllinni hafa verið lífleg það sem af er árinu og hefur úrvalsvísitalan verið á hrað- ferð upp á við frá áramótum og er að nálgast óðfluga hápunktinn sem hún náði sl. haust. Hún hefur hækkað um 16% frá ára- mótum og er núna í um 3.900 stigum, en hún var 3.350 í byrjun ársins. Sérfræðingar nota stundum orðalagið „rúss- D A G B Ó K I N 29. janúar Kári út úr Norðurljósum Kári Stefánsson upplýsti það í grein í Fréttablaðinu þennan laugardag þar sem hann var að skrifa um áramótaannál Hallgríms Helgasonar í blaðinu að hann hefði selt hlut sinn í Norðurljósum, en hann átti þar 15% hlut. Það vakti furðu margra þegar Kári fór óvænt inn í Norðurljósin á sínum tíma eftir að hafa sagt í véfréttastíl í sjónvarpsviðtali að hann hefði engan áhuga á „norðurljósunum“. Kári Stefánsson. Emil Grímsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.