Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 30

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 D A G B Ó K I N Frjáls verslun valdi Ragnhildi Geirsdóttur, nýráðinn forstjóra Flugleiða, sl. vor sem eina af tíu áhrifamestu konum íslensks við- skiptalífs. Þar sagði meðal ann- ars um hana: „Ragnhildur er ein af nýstirnunum í viðskiptalífinu. Frami hennar hefur verið mikill innan Flugleiða á skömmum tíma.“ Ragnhildur Geirsdóttir er 33 ára og hóf störf hjá Flugleiðum árið 1999. Hún vann áður hjá FBA. Hún er verkfræðingur og hefur síðastliðið ár verið framkvæmda- stjóri rekstrarstýringarsviðs Icelandair sem hefur verið eitt af fjórum meginsviðum félagsins. Þá settist hún óvænt í stjórn Flugleiða sl. vor. Ragnhildur er fyrsta konan til að gegna starfi for- stjóra Flugleiða. Núna starfar 21 kona sem forstjóri fyrirtækja á 300 stærstu lista Frjálsrar verslunar. Í viðtali við Frjálsa verslun sl. vor sagði hún: „Ég hef alltaf verið mjög metnaðarfull, þó ekki þannig að ég hafi ætlað mér eitt- hvað sérstakt. En ég hef alltaf viljað hafa áhrif á það sem ég hef starfað við og lagt áherslu á að gera það vel sem ég geri. Ég ráðlegg öllu ungu fólki að hugsa um sitt áhugasvið þegar það velur sér starfsvettvang. Maður eyðir svo miklum tíma í vinnunni að maður verður að hafa gaman af því sem maður er fást við. Og svo verður maður að átta sig á því að það kostar mikla vinnu ef mann langar til að komast áfram.“ Frjáls verslun birti afar skemmti- lega nærmynd af Jóni Karli Ólafssyni í fjórða tölublaði síðasta árs þar sem sagt var að hann væri gjarnan nefndur til sögunnar sem arf- taki Sigurðar Helgasonar sem næsti forstjóri Icelandair. Jón Karl var þá nýkjörinn formaður Verslunarráðs. Í nærmyndinni kom fram að samferðamenn teldu hann hæfan leiðtoga. Þeir tóku sérstaklega fram að ekki væri átt við að hann væri þessi dæmigerði sterki leiðtogi heldur hefði hann einstakt lag á að drífa fólk áfram með sér. Jón Karl er fæddur á þeim ágæta degi, 12. september 1958. Hann gekk í Melaskóla, Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Hann lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1984 og réði sig strax til Flugleiða. Hann varð forstjóri Flugfélags Íslands árið 1999 og hefur snúið þar hálfvonlausum rekstri í hagnað. Eiginkona hans er Valfríður Möller og eiga þau fjögur börn. Jón Karl þykir yfirleitt hrókur alls fagnaðar þar sem hann kemur og þykir mikill gleðigjafi. Hann var á námsárum sínum í hljómsveitunum Basil fursti og Nátthröfnum. Þá spilaði Jón Karl með hljómsveit á þorrablótum í Frankfurt en hann var svæðis- stjóri Flugleiða í Þýskalandi til margra ára. Frjáls verslun valdi Ragnhildi sl. vor sem eina af tíu áhrifamestu konum við- skiptalífsins. Í þrælskemmtilegri nærmynd Frjálsrar verslunar af Jóni Karli fyrir um ári var sagt frá því að hann væri gjarnan nefndur sem arftaki Sigurðar Helgasonar. 16. febrúar Nærmynd af Jóni Karli 16. febrúar Ein af tíu áhrifamestu – Dregur úr s‡rumyndunAs‡ran Notkunarsvi›: As‡ran inniheldur ranitidín sem er nota› vi› sárasjúkdómum í meltingarfærum, s.s. maga- og skeifugarnasárum og er fyrirbyggjandi gegn slíkum sárum. Lyfi› er nota› vi› bólgum í vélinda sem stafa af flví a› magas‡ra kemst úr maga upp í vélinda. Varú›arreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir ranitidíni, barnshafandi konur og konur me› börn á brjósti mega ekki nota lyfi›. Fólki me› skerta n‡rnastarfsemi er bent á a› rá›færa sig vi› lækni á›ur en lyfi› er teki›. Aukaverkanir: Um 3-5% sjúklinga finna fyrir einhverjum aukaverkunum af völdum As‡ran‚ eins og t.d. höfu›verk, útbrotum, flreytu, ni›urgangi og svima. Skömmtun: Nákvæmar lei›beiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta en mælt er me›. Lesi› vandlega lei›beiningar sem fylgja lyfinu. 15.10.01 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A C TA V IS 4 0 6 0 6 1 www.actavis.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.