Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 32

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 E nn einu sinni mælist Bónus hæst í skoðanakönnun Frjálsrar verslunar um vinsælasta fyrirtækið. Útkoman í þetta sinn er að tvennu leyti svipuð og í fyrra; fyrirtækið er með álíka miklar vinsældir í prósentum talið og það er langt fyrir ofan öll önnur. Ekkert fyrirtæki virðist ógna því í vinsældum um þessar mundir. Skoðanakönnunin var gerð dagana 31. janúar til 3. febrúar. Alls svöruðu 638 manns spurningunum: „Getur þú nefnt 1-3 fyrirtæki sem þú hefur jákvætt viðhorf til?“ og „getur þú nefnt 1-2 fyrirtæki sem þú hefur neikvætt viðhorf til?“ Sem fyrr voru menn miklu vilj- ugri að svara fyrri spurningunni en þeirri seinni. Bankarnir raða sér í 3. til 5. sæti Í 2. sæti að þessu sinni voru Flug- leiðir. Fyrirtækið hefur oft verið í hópi vinsælustu fyrirtækja lands- ins. Það var í 3. sæti í fyrra og 5. sæti árið 2003. Landsbankinn lendir svo í 3. sæti, aðeins á undan Íslandsbanka. Fyrirtækin í 2.-4. sæti eru nokkuð jöfn. Það er athyglisvert að bankarnir raða sér í sæti númer þrjú til fimm, þannig að fregnir af miklum hagnaði þeirra virðast ekki hafa haft neikvæð áhrif á vinsældir þeirra. Bónus hefur verið í efsta eða næstefsta sæti list- ans um vinsælustu fyrirtæki lands- ins nánast óslitið síðan árið 1992. Vinsældir Bónuss eru nokkru meiri meðal kvenna en karla eða um 30% á móti 24% hjá körlum. Engu að síður gnæfir fyrirtækið upp úr öðrum hjá báðum kynjum. Í ljósi umræðunnar um fjölmiðlafrum- varpið og deilur formanns Sjálfstæðisflokksins við fyrirtækið þótti áhugavert að sjá hvernig vinsældir skiptust eftir flokkum. Í ljós kom BÓNUS ENN Á TOPPNUM Ekkert virðist ógna vinsældum Bónuss um þessar mundir. Þriðja árið í röð mælist það langvinsælasta fyrirtæki landsins. Landsbankinn bætir verulegu fylgi við sig. V I N S Æ L U S T U F Y R I R T Æ K I N Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans. „Menn ársins“ og vinsælustu fyrirtækin MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Það er áhugavert hve margir „menn ársins“ hjá Frjálsri verslun á undanförnum árum koma við sögu í fyrirtækjum sem raða sér ofarlega á listann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.