Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 38

Frjáls verslun - 01.01.2005, Page 38
38 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 fengið af þorskkvóta fyrirtækisins sem hluta af söluverðinu. Hann vildi hins vegar ekki gefa upp hve mikinn kvóta hann hefði farið með út úr fyrirtækinu, það væri trúnaðarmál á þessari stundu eins og kaupverðið. Framtíðin björt Eskja á og gerir nú út þrjú fiskiskip; Hólmaborg og Jón Kjartansson, sem eru aðallega á loðnu og kolmunna, og togarann Hólmatind. Fyrirtækið rekur mjöl- og lýsisvinnslu og frystihús. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 140 manns. „Við erum bjart- sýn á gott gengi fyrirtækisins í framtíðinni. Loðnukvótinn hefur nú verið aukinn og mun það koma okkur væntanlega til góða. Vinnslugetan í landi er mikil, verksmiðjan afkastar þúsund tonnum af loðnu til bræðslu á sólarhring. Þá eigum við afkastamikil skip til að sækja fiskinn. Framtíðin er því björt.“ Fyrirtækið á nú 8,9% hlut í loðnu- kvótanum, sem nemur um 65 þúsund tonnum á þessu fiskveiðiári. Þá á Eskja 20% af kolmunnakvótanum og auk þess þorsk- kvóta, sem Kristinn vissi ekki alveg hver staðan væri á eftir að Elfar gekk út úr fyrir- tækinu með hluta af honum. „Það er alltaf sárt að sjá á eftir þorskkvóta, en þegar sala fer fram á stórum hlut í fyrirtækinu þá verða menn að gefa eitthvað eftir og finna mála- miðlun. Við eigum von á því að geta bætt við þorskkvótann í framtíðinni, þessi ráðstöfun er aðeins hugsuð til bráðabirgða.“ Óttast ekki samkeppnina frá Alcoa um vinnuafl Eskja hefur um árabil verið lang- stærsti vinnustaðurinn á Eskifirði, en nú er von á öðrum stórum vinnustað í næsta nágrenni þar sem Alcoa er að reisa álverk- smiðju í Reyðarfirði. Kristinn segist ekki óttast að starfsfólk Eskju hópist til vinnu í álverksmiðjunni. „Ég er ekki hræddur við samkeppnina frá Alcoa um vinnuaflið hér á svæðinu. Ég held að þessi fyrirtæki eigi bæði eftir að njóta góðs hvort af annars veru. Þau koma til með að styrkja búset- una hér enn frekar og fólki á eftir að fjölga hér í Fjarðabyggð með til- komu álverksmiðjunnar. Hér verða einnig til ýmis ný þjónustufyrirtæki sem ella hefðu ekki verið sett á fót. Búsetuskilyrðin breytast til hins betra með tilkomu álverksmiðjunnar í Reyðarfirði, að mínu mati,“ segir Kristinn. Hraðfrystihús Eskifjarðar var stofnað 1944 og var tilgangurinn með stofnun þess að skjóta stoðum undir fábreytt atvinnulíf Eskifjarðar. Fyrsti framkvæmdastjóri félags- ins var Leifur Björnsson. Seinni hluta sjötta áratugarins hafði reksturinn gengið erfiðlega, og leiddi það til þess að tveir aðilar komu með nýtt hlutafé inn í félagið árið 1960, þeir bræður Aðalsteinn og Krist- inn Jónssynir, og eignuðust 2/3 hlutafjár í félaginu, og tóku við stjórn þess. Aðalste- inn Jónsson (oft nefndur Alli ríki) tók þá við starfi forstjóra og Kristinn varð stjórnarformaður. Það er ekki ofsögum sagt að forstjóratíð Aðalsteins hafi verið tími mikillar uppbyggingar hjá fyrir- tækinu þar sem kjarkur og áræði eldhugans breytti nánast gjaldþrota félagi í eitt stærsta og öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Aðalsteinn gegndi forstjórastarfinu í 40 ár, sem eru án vafa ein mestu uppgangsár í sögu Eskifjarðar. Fylgist með aflabrögðum Aðalsteinn er nú orðinn 83 ára og fylgist enn vel með, að sögn Kristins. Hann hefur símasamband við skip fyrirtækisins nær daglega og fær fréttir af aflabrögðum. „Við sem stjórnum fyrirtækinu fáum oftast fiskifréttirnar frá honum. Það má segja að hann sé enn með puttana í þessu hvað þetta varðar, annars kemur hann ekkert nálægt rekstrinum, enda búinn að skila sínu hlutverki vel. Enn eru sömu lög- málin og voru áður hjá fyrirtækinu, að fiska og vinna fiskinn.“ Á aðalfundi 2003 var samþykkt að breyta nafni félagsins, úr Hraðfrysti- húsi Eskifjarðar hf. í Eskja hf. Var þetta gert til að svara kröfum um þjálla nafn til að nota í samskiptum við erlenda viðskiptaaðila og til að auka möguleika fél- agsins til að selja framleiðslu sína undir vörumerki. Tildrög nafnsins má rekja til öskjulaga lautar er fyrirfinnst í hlíðum Esk- ifjarðarheiðar og þá hét Eskifjörður í árdaga Eskjufjörður. Þetta var í annað sinn á átta mánaða tímabili sem félagið fer í gegnum breytingar á eignarhaldi. Í byrjun ársins 2004 keypti Eskja upp hlutafé 237 hluthafa. Aðalsteinn er nú orðinn 83 ára og fylgist enn vel með, að sögn Kristins. Hann hefur símasamband við skip fyrirtækisins nær daglega og fær fréttir af aflabrögðum. E L F A R S E L D I Ó V Æ N T S I N N H L U T
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.