Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Side 69

Frjáls verslun - 01.01.2005, Side 69
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 69 H elgi Bernódusson tók nýlega við starfi skrifstofustjóra Alþingis af Friðriki Ólafssyni. Skrifstofustjóri Alþingis er eins konar framkvæmdastjóri stofnunarinnar og starfar í umboði forseta þingsins. Helgi hefur starfað hjá Alþingi samfleytt 22 ár í fullu starfi en hafði áður unnið þar með námi í 5 ár. Hann ætti því að vera orðinn nokkuð vel hnútum kunnugur á vinnustaðnum. Starf skrifstofustjóra Alþingis má rekja allt aftur til ársins 1593,“ segir Helgi og vísar til þess að þá var embætti „alþingisritara“ fyrst stofnað. „Við endurreisn þingsins árið 1845 voru ráðnir sérstakir „skrifarar“ fyrir forseta og árið 1875, þegar þingið fékk löggjafarvald að nýju, var titlinum breytt í „skrifstofustjóra“ og hann ráðinn tíma- bundið meðan þing stóð. Árið 1915 var embættið gert að fullu starfi og síðan hafa aðeins fimm menn gegnt því. Fyrstur þeirra var Einar Þorkelsson sem var skrifstofustjóri til ársins 1921 þegar Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi tók við. Hann gegndi starfinu allt til ársins 1956 en þá var Friðjón Sigurðsson ráðinn. Friðrik Ólafsson tók síðan við af Friðjóni árið 1984 og lét af því fyrir aldurs sakir nú í ár. Þessir menn gegndu starfinu lengi, sem að mörgu leyti er kostur því með því skapast nauðsynleg samfella í starfseminni. Veturinn 1993-94 var Ólafur Ólafsson skrifstofustjóri í forföllum Frið- riks en Ólafur starfaði á skrifstofunni í um 40 ár,“ segir Helgi. Miklar breytingar undanfarin ár Helgi Bernódusson er fæddur í Vest- mannaeyjum árið 1949 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hans voru þau Aðalbjörg Bergmundsdóttir verkakona og Bernódus Þorkelsson skipstjóri. Að loknu gagnfræðaprófi fór Helgi einn vetur á lýðháskóla í Danmörku en settist síðan í Kennaraskólann og lauk þaðan kennara- og stúdentsprófi. Að loknu BA-prófi og kandídatsnámi í íslensku og málvísindum, og vetrardvöl við nám í Bandaríkjunum, var Helgi um skeið bókavörður í Vestmannaeyjum. Meðfram háskólanámi starfaði hann við prófarkalestur og fleiri störf hjá Alþingi og 1983 sótti hann um starf deildarstjóra á skrifstofu þingsins og fékk það. Síðast- liðinn rúman áratug hefur Helgi verið aðstoðarskrifstofustjóri, eða þar til hann tók við embætti skrifstofustjóra 20. janúar sl. HELGI ER TEKINN VIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.