Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 79

Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 79
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 79 Þegar Páll Magnússon, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, bætti á sig starfi fréttastjóra stöðvarinnar í kjölfar brottreksturs Sigríðar Árnadóttir, var hann að taka við starfinu í þriðja sinn. „Ég kem alltaf aftur,“ gæti verið slagorð Páls. svona. Lífið er samansafn af tilviljunum. Þetta er auðvitað hálf skoplegt, en svona hefur þetta bara verið. Ég á sjálfur ekkert svar við því hvers vegna ég kem alltaf aftur. Þetta er bara svona.“ Virkar stjórnunarfyrirkomulagið, að vera bæði sjónvarpsstjóri og fréttastjóri? „Já, það held ég. Maður deilir verkefn- unum öðruvísi en ég var vanur að gera þegar ég var eingöngu fréttastjóri eða sjónvarps- stjóri. Þetta þýðir meiri ábyrgð og meiri þátt- töku varafréttastjóra í stjórnunarstörfum inn á fréttastofunni. Þetta þýðir einnig að hlutverk þeirra sem næst mér vinna í sjón- varpsstjórapartinum breytist og þeir þurfa að bæta á sig einhverjum störfum meðan ég er að deila mér í þessi tvö störf.“ Fréttastjóri er andlit fréttastofunnar Nú ert þú mjög sýnilegur sem fréttalesari, er mikilvægt að fréttastjóri lesi fréttirnar? „Það er ekkert sem segir að fréttastjóri þurfi endilega að vera fréttalesari. Þegar ég kom aftur til starfa hjá fyrirtækinu sem sjónvarpsstjóri í febrúar 2004 undirgekkst ég það að lesa fréttirnar. Þeir sem héldu um stjórnvölinn töldu þá að fyrirtækinu væri einhver akkur í því að ég læsi fréttirnar og höfðu það með í ráðningarsamningnum. Á erlendum sjónvarpsstöðvum er allur gangur á því hvort fréttastjóri lesi fréttirnar eða ekki. Það er engin algild regla til í þessu. Það má að sumu leyti líta á það sem kost að fréttastjóri sé jafnframt fréttalesari þar sem hann beri ábyrgð á fréttastofunni. Hann persónugerir fréttastofuna með því að vera andlit hennar út á við.“ Hvað með hlutleysi fréttastofunnar gagn- vart eigendum sínum? „Fréttastofan er hlutlaus og sjálfstæð gagnvart eigendum sínum. Það hafa komið upp mál, eins og fyrir tveimur árum eða svo, að einn af eigendunum reyndi að hafa áhrif á fréttaflutning, krafðist þess að tiltekinni frétt yrði sleppt. Um þetta atvik var mikið fjaðra- fok og eigandanum tókst ekki að stöðva fréttina og hún var flutt, reyndar tveimur dögum síðar en upphaflega var gert ráð fyrir. Það má segja að fréttastofunni hafi á þessum tíma tekist að hrinda þessari atlögu og staðið upprétt eftir. Þetta sýnir að menn verða alltaf að vera á varðbergi. Það koma upp mál endrum og eins sem gætu orkað tvímælis í þessu sambandi. En í gegnum öll þessi átök og djöfulgang í kringum eignar- haldið á fyrirtækinu síðan það var stofnað, þá hefur það verið gæfa fréttastofunnar að geta haldið sig fyrir utan þessi átök og haldið sér óspilltri af þeim. Í fréttastjórastarfinu hef ég oft þurft að berjast um á hæl og hnakka MÆTTUR TIL LEIKS Í ÞRIÐJU LOTU F J Ö L M I Ð L A R TEXTI: VALUR JÓNATANSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON Fjölmiðlaferill Páls Starfsferill Páls við fjölmiðla hófst 1979 er hann réðst til sumarstarfa hjá dagblaðinu Vísi eftir að hann lauk námi í stjórnmála- og hagsögu við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Síðan er starfsferill hans eftirfarandi: • 1980: Blaðamaður á Vísi. • 1981: Fréttastjóri á Tímanum. • 1982: Aðstoðarritstjóri á Iceland Review. • 1984: Þingfréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu og umsjónarmaður með morgunþætti RÚV. • 1985: Aðstoðarfréttastjóri Ríkissjónvarpsins. • 1986: Fréttastjóri Stöðvar 2. • 1991: Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. • 1994: Aðstoðaði við að koma á fót Morgunpóstinum. • 1995: Sjónvarpsstjóri Sýnar. • 1996: Fréttastjóri Stöðvar 2. • 2000: Framkvæmdastjóri samskipta- og upplýsinga- sviðs ÍE. • 2004: Framkvæmdastjóri dagskrársviðs ÍÚ. • 2004: Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. • 2005: Sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, gegnir jafnframt stöðu fréttastjóra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.