Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 104

Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 104
104 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR EJS hf. setti nýlega á laggirnar deild innan fyrirtækisins þar sem hægt er að fá leigðan flestan þann tækjabúnað sem þarf vegna ráðstefnu- og fundahalds. „Meginstarfsemi EJS hefur hingað til verið á fyrirtækjamarkaði og viðskiptavinir okkar voru talsvert farnir að þrýsta á um þjónustu af þessum toga. Hvers konar fundir, sem fyrirtæki standa fyrir, verða æ umfangsmeiri og kalla á flóknari tæknibúnað. Hótel og fundarstaðir bjóða yfirleitt grunnbúnað sem þarf, en síðan þarf að vera hægt að prjóna við með sértækari tækjum í hverju til- viki fyrir sig. Í slíkum tilvikum er leiga á búnaði skynsamleg lausn á málunum. Jafnframt nýtur æ meiri vinsælda að halda fundi á óvenjulegum stöðum þar sem enginn tæknibúnaður er til staðar og þá getur jafnvel þurft að leigja allan pakkann,“ segir Halldór Jón Jóhannesson, sölu- stjóri hljóð- og myndlausna hjá EJS. Þarfagreining mikilvæg Halldór segir að þegar halda skuli ráð- stefnu eða fund sé ágætt að viðskiptavinirnir leiti til EJS með nokkrum fyrirvara og reifi óskir sínar og hvernig standa skuli að ráðstefnunni. „Út frá þessu má þarfagreina hlutina og finna út hvaða tæknibúnað raunverulega þarf. Fyrstu spurningarnar eru auðvitað hve fjölmenn samkoman verði; hvort þar verða 40 manns eða jafnvel á annað þúsund eins og stundum gerist hér á landi. Af gestafjölda og salarkynnum og öðru slíku sést svo hverjar þarfirnar eru.“ Meðal hljóð- og myndlausna sem EJS býður eru til dæmis mynd- varpar, flatskjáir, hljóð- og myndkerfi, hátalarar, túlkabúnaður og fleira. Einnig afspilunar- og myndsendibúnaður en í vöxt færist að ráðstefnur og fundir séu sendir út á Netinu. „Stórar og fjölmennar ráðstefnur eru gjarnan í líkingu við viðamikla sjónvarpsútsendingu. Hvert smáatriði er nákvæmlega skipulagt og tæknilegu úrlausnar- efnin eru mörg. Ekki er óalgengt að tveir til þrír tæknimenn annist sumar ráðstefnur,“ segir Halldór. Starfsemi í sókn Fjölmenn ráð- stefna krefst þess sömuleiðis að þar sé sett upp eins konar skrif- stofa með öllum þeim búnaði sem slíku tilheyrir. „Heil skrif- stofa kallar á öflugan tölvubúnað, prentara, ljósritunar- vélar og fleira slíkt. Þetta er búnaður sem við eigum tiltækan og við getum sett saman einingu í samræmi við óskir viðskiptavina hverju sinni. Yfirleitt getum við brugðist nokkuð fljótt við þegar viðskiptavinir hafa samband, en nokkur fyrirvari er samt sem áður nauðsynlegur fyrir báða aðila. Þó hefur það gerst að haft hefur verið haft samband við okkur að morgni vegna ráðstefnu sem skal hefjast að kvöldi og þá hefur málinu að sjálfsögðu verið bjargað,“ segir Halldór. Starfsstöð hljóð- og myndlausna EJS er í bakhúsi að Síðumúla 31 í Reykjavík. „Að hasla sér völl á þessu sviði er hluti af þeirri meðvituðu stefnu fyrirtækisins að mæta þörfum markaðarins á hverjum tíma og stækka við okkur. Meðal starfsmanna fyrirtækisins er valinn maður í hverju rúmi og við ættum því að geta brugðist við óskum viðskiptavina á þessu sviði sem öðrum. Að minnsta kosti hefur þessi starfsemi farið afskaplega vel af stað og ég sé ekki annað en hún muni vaxa og stækka, rétt eins og ráðstefnumarkaðurinn á Íslandi sem er í sífelldri sókn og ekki útlit fyrir að það muni neitt breytast í næstu framtíð,“ sagði Halldór Jón Jóhannesson. Tækni fyrir fullkominn fund EJS Allur tækjabúnaður fyrir ráðstefnuna er til leigu hjá EJS. Ólíkar lausnir í hverju tilviki. Mynd- búnaður, túlkakerfi og jafnvel heil skrifstofa. „Stórar og fjölmennar rá›stefnur eru gjarnan í lík- ingu vi› vi›amikla sjónvarps- útsendingu,“ segir Halldór Jón Jóhannesson, sölustjóri hljó›- og myndlausna hjá EJS.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.