Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 116

Frjáls verslun - 01.01.2005, Síða 116
116 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 5 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR Af langri starfsreynslu á sviði stefnumótunar og ráðgjafar með fyrirtækjum þekki ég að fundir utan borgarinnar í þægilegu og afslöppuðu umhverfi verða oft margfalt árangursríkari en þegar fundað er í bænum. Á stundum verður árangur margfalt betri,“ segir Hansína B. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hótel Glyms. Fjögur ár eru síðan hún og eiginmaður hennar, Jón Rafn Högnason, eignuðust þetta fallega hótel í Hvalfirði og hafa byggt starfsemina upp síðan. Markhópur þeirra er ekki síst viðskiptalífið með sínar fjölbreyttu þarfir, en frá hausti til vors er sérstök áhersla lögð á að ná til vinnuhópa. Hansína segir Hótel Glym þá einmitt ákjósanlegan kost, enda er hótelið í aðeins 40 mínútna fjarlægð frá borginni og alltaf fært á milli. Þrír salir og tæknilausnir Sal- irnir á Hótel Glym eru tveir. Blái salurinn svonefndi tekur allt að sjötíu manns í sæti er sérstaklega ætlaður fyrir fundahöld ýmiss konar og þykir góður sem slíkur. Hann er málaður í bláum litum sem Hansína segir að skapi þægi- leg hughrif meðal fólks sem geri aftur fundarstörfin árangursrík. Rauði salurinn er borðsalur og tekur um 40 manns í sæti. Minnstur er Guli salurinn, sem tekur átta gesti og hentar vel fyrir til dæmis fámenna stefnumótunar- eða stjórnarfundi. Á nokkrum stöðum á hótelinu geta fámennari hópar komið sér fyrir; svo sem í setustofu, á barnum eða bóka- safni hússins – þar sem finna má hundruð bókatitla, meðal annars um þau efni sem helst og mest snerta viðskiptalífið. „Við ráðstefnuhald er nauðsynlegt að hótelin geti boðið allar helstu tæknilausnir, svo sem tölvur, skjá- varpa, flettitöflur, háhraðatengingu við Netið, ljósritunarvélar og fleira,“ segir Hansína. Fjórir fundir á ári „Við erum með tugi fyrirtækja í reglulegum viðskiptum og reynslan sýnir að hvert fyrirtæki fer út á land og fundar með starfsfólkinu allt að fjórum sinnum á ári. Flest fyrirtæki hygg ég að fari eitthvað út fyrir bæinn að minnsta kosti einu sinni á ári,“ sagði Hansína. Það er ekki síst á fyrstu mánuðum ársins sem fyrir- tæki og stjórnendur þeirra efna til stefnumótunarfunda með starfsfólki sínu. Þetta er jafnframt sá árstími þegar fólk er gjarnan í aðhaldi og hefur sett sér markmið um að fækka aukakílóum. „Á ráðstefnum hjá okkur hefur verið vinsælt að vera með hlaðborð þar sem fólk getur valið úr fjölbreyttu úrvali rétta. Í hádeginu erum við gjarnan með léttan mat en eitthvað þyngra á kvöldin, en vitaskuld er þetta einsog annað sniðið að þörfum gestanna sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir.“ Herbergin fallega búin Hótel Glymur er í skóglendi við norðanverðan Hvalfjörð og er umhverfi staðarins ægifagurt og ekki spillir útsýnið allt innan úr Botnsdal og suður á Skipa- skaga. Ekki er því ofsögum sagt að staðsetningin sé frábær. „Auk viðskiptalífsins höfum við einnig gert okkur far um að ná til fólks sem vill koma í sveitina til þess að slappa af; eiga rómantískar stundir og hafa það virkilega gott,“ segir Hansína. Herbergin á hótelinu eru 22, tveggja til þriggja manna. Heitir pottar eru í kjarri rétt við hótelið og er þaðan gott útsýni yfir allan Hvalfjörð. Vinsælt er að fara í pottana og slappa af eftir annasaman en árangurs- ríkan fund. Öll eru herbergin fallega búin – rétt eins og hótelið sjálft, en þar er að finna fjölda listaverka frá öllum heimshornum, íslenska hönnun og gamlan íslenskan húsbúnað. Þá er einnig rétt að geta vefsetursins www.hotelglymur.is, en viðmót þess er fal- legt og upplýsingar ítarlegar. Glymur fyrir góðan fund HÓTEL GLYMUR HVALFIRÐI „Auk viðskiptalífsins höfum við einnig gert okkur far um að ná til fólks sem vill koma í sveitina til þess að slappa af,“ segir Hansína B. Einarsdóttir. Þjónusta fyrir viðskiptalífið á Hótel Glym í Hvalfirði. Fallegt hótel. Sveitasælan gerir fundinn árangursríkan. Hótel Glymur í Hvalfirði er með fyrirtaks fundaaðstöðu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.