Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5
Í tilefni 70 ára afmælisárs SÍB,
Samtaka starfsmanna fjármála-
fyrirtækja, var haldinn fjölmennur
fundur trúnaðarmanna félagsins
11. nóvember síðastliðinn á
Grand hótel við Sigtún. Alls
mættu um 140 manns til fund-
arins og fór þátttaka fram úr
vonum forráðamanna félagsins.
Til fundarins voru boðaðir allir
aðaltrúnaðarmenn SÍB og for-
ystumenn starfsmannafélaga.
Efni fundarins var að undirbúa
starfsmenn fjármálafyrirtækja
fyrir framtíðina og voru framsögu-
menn valdir með tilliti til þess.
Hannes G. Sigurðsson,
aðstoðarframkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, fjallaði
um nýútkomna skýrslu um
samkeppnisstöðu norræns
atvinnulífs, Þór Sigfússon, fyrrum
framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Íslands og núverandi for-
stjóri Sjóvár, fjallaði um útrás
íslenskra fyrirtækja, árangur
hennar og aðferðafræði, og
Eyþór Eðvarðsson vinnusálfræð-
ingur fjallaði um hlutverk trúnað-
armannsins sem álitsgjafa og þá
hugsun og eiginleika sem hann
þarf að temja sér. Þá kynnti
Ásdís G. Ragnarsdóttir frá Gallup
niðurstöður viðhorfskönnunar
meðal félagsmanna SÍB.
Framsögumönnum var vel
tekið og greinilegt að fundar-
mönnum þótti margt merkilegt
kom fram í máli þeirra og var
almenn ánægja með fundinn.
Einn framsögumanna var Eyþór Eðvarðsson, vinnusálfræðingur og
stjórnendaþjálfari hjá Þekkingarmiðlun.
Fjölmennur fundur trúnaðarmanna SÍB
Eftir tvo fyrirlestra var fundar-
mönnum skipt niður í hópa til að
ræða innhald og boðskap fram-
söguerinda.
Eins og sjá má af andlitum trúnaðarmanna
hefur alvaran verið blönduð húmor.
Starfsmenn fjármálafyrirtækja
undirbúnir fyrir framtíðina