Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 18

Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 18
FORSÍÐUGREIN • GRÁÐUSNOBB „Líklega teljumst við Íslendingar gráðu- snobbarar,“ segir Guðný Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri ráðningarstofunnar STRÁ MRI ehf. Hún bendir á að nú sé mikið fram- boð menntunar. „Miðað við höfðatölu hefur orðið umtals- verð fjölgun vel menntaðra einstaklinga, sérstaklega hin síðari ár. Háskólum lands- ins hefur fjölgað og aukið framboð mennta- leiða.“ Guðný segir að menntunin sé jafnframt ólíkt uppbyggð hjá háskólunum og því miður megi halda því fram að offramboð sé í menntun í sumum greinum en í aðrar greinar vanti fólk. „Það sem gerist við slíkar aðstæður er að störfin breytast í takt við framboð menntunar. Nú eru ráðnir betur menntaðir einstaklingar í þau störf þar sem áður voru ráðnir minna menntaðir einstaklingar.“ Guðný bendir á að Háskóli Íslands hafi framan af verið eini háskólinn sem útskrif- aði viðskiptafræðinga. „Í dag eru fleiri háskólar að útskrifa viðskiptafræðinga og námsleiðir hafa styst. Háskólarnir útskrifa sína nemendur með BS-gráðu eftir þriggja ára nám en áður tók viðskiptafræðinámið fjögur ár. Vinnuveitendur átta sig ekki allir á að viðskiptafræðinámið er ekki eins upp- byggt hjá þessum skólum. Til að mynda eru nemendur frá Samvinnuháskólanum, áður taldir rekstrarfræðingar, sem og frá háskólanum á Akureyri, nú nefndir við- skiptafræðingar. Það sama er að segja um áðurnefnda markaðsfræðinga frá Tækniháskólanum. Menntunargráðu frá erlendum háskólum skarta margir Íslend- ingar og rýna þarf vel í uppbyggingu þess náms. Auk þess skiptir virðingarsess skól- ans líka máli.“ STRÁ MRI er í samstarfi við elstu og stærstu ráðningarstofu í heimi, MRI WORLDWIDE. Guðný segir að erlendir kollegar sínir verði hissa þegar þeir heyra að hér séu átta skólar með kennslu á háskólastigi. „Þeir eiga það jafnvel til að efast um ágæti þessarra skóla og gæði námsins. Við státum af ágætum háskólum í okkar litla landi, gerum kröfur til okkar sjálfra og skilum þeim ágætlega út í atvinnulífið. Það vantar hins vegar fleiri iðn- menntaða einstaklimga.“ Guðný segir að gráður geti verið góðar þegar þær eru nýttar sem skyldi. „Gráða frá einum skóla þarf ekki að vera jafngóð og frá öðrum skóla. Þekkt er að erlendir háskólar veiti gráður sem eru ekki endi- lega hátt skrifaðar, gæðaeftirlitið vill fara forgörðum. Hægt er að fá alls konar gráður í gegnum Internet-skóla, jafnvel að kaupa ýmsar gráður og diplómur.“ Hún bendir á grein sem birtist í tímarit- inu Tölvuheimi á sínum tíma. Þar segir að saksóknari nokkur í Bandaríkjunum hafi kært Internetháskóla fyrir að selja falsaðar háskólagráður. Við rannsókn málsins gátu yfirvöld meðal annars orðið sér úti um MBA-viðskiptagráðu fyrir kött. Í greininni segir: „Þeir sem rannsökuðu málið greiddu 299 dollara (um 20.000 krónur) fyrir MBA gráðu handa Colby nokkrum Nolan - sem er sex ára gamall köttur yfirmanns dóms- mála í Pennsylvaníu. Í umsókninni sögðu þeir köttinn hafa reynslu í barnaumönnun og verslunarstjórnun.“ Guðný bendir enn fremur á að Íslend- ingar séu ekki alltaf að skoða hvaða nám sé í raun og veru að baki prófgráðanna. „Við hjá STRÁ MRI förum alltaf fram á að útskriftargögn fylgi umsóknum nýútskrif- aðra og jafnvel þó viðkomandi hafi faglega reynslu. Oft bregður umsækjendum við ósk þeirri og sumir viðurkenna að þeir eigi lokaritgerðina eftir. Meira að segja ,,stúd- entinn“ á kannski eftir að taka nokkur próf. Þetta hefur því miður gerst allt of oft í áranna rás.“ Að mati Guðnýjar eru það ekki bara gráðurnar sem fleyta manni í gegnum lífið. Guðný Harðardóttir, ráðningarstof- unni STRÁ MRI, segir að háskólarnir útskrifi nemendur sína með BS-gráðu eftir þriggja ára nám, en áður hafi við- skiptafræðinámið tekið fjögur ár. Guðný Harðardóttir, ráðningarstofunni STRÁ MRI ehf.:,,Það má halda því fram að við Íslendingar séum bæði gráðu- og titlasnobbarar.“ Líklegast teljumst við gráðusnobbarar 18 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.