Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 41 S E N D I H E R R A Í S L A N D S Í B A N D A R Í K J U N U M verulegan kostnað af Keflavíkurflugvelli. Bandaríkjamenn hafa óskað eftir meira framlagi frá okkur, að við tökum meiri þátt í kostnaðinum. Þeir benda á að það hafi orðið eðlisbreyting í öryggisumhverfinu; að það mæði minna á vörnum í Norður-Atlantshafi frá því á tímum kalda stríðs- ins. Þess vegna vilja þeir breyta framkvæmd varnarsam- starfsins út frá skiptingu kostnaðar. Meira get ég ekki tjáð mig um viðræðurnar. Þegar rætt er um varnir landsins verðum við líka að hafa hugfast, að við Íslendingar erum í NATO, Atlantshafsbandalaginu, og það veitir okkur mikla tryggingu - þó auðvitað ekki þá sömu og að hafa Varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli.“ Leiðtogafundurinn haustið 1986 Þegar hinn sögulegi leiðtogafundur Reagans og Gorba- tsjovs var haldinn hér á landi haustið 1986 var Helgi sendi- fulltrúi við sendiráð Íslendinga í Washington - en í einu vetfangi var honum falið af forsætisráðherra að annast undirbúning og fyrirgreiðslu fyrir fjölmiðla vegna leiðtoga- fundarins. Hann hafði yfirstjórnina og vann þetta verk með Jóni Hákoni Magnússyni fjölmiðlamanni. „Ég var hér í sendiráðinu úti í Washington og þurfti að fara út og færa bílinn minn. Ég kveikti á útvarpinu af algjörri rælni og heyrði þá fréttirnar. Þegar ég kom inn hringdi ég í utanríkisráðherrann, Matthías Á. Mathiesen, og sagði honum að það væri mikið verk framundan að vinna með erlendum blaðamönnum. Ég bauð mig fram og sagði að ég væri vanur að vinna með erlendum blaðamönnum frá því ég starfaði í sendiráðinu í London. Það liðu ekki nema nokkrar mínútur þar til Matthías hringdi í mig út og sagði mér að taka næstu vél heim og vann ég þetta með Jóni Hákoni Magnússyni og fleirum. Það er margbúið að segja frá því hve undirbúningur var skammur og hvernig það gekk fyrir sig að koma öllum erlendu blaðamönn- unum fyrir. Það var aðeins rúm vika til stefnu og hingað komu allir nafntoguðustu fréttamenn heims á þeim tíma, eins og Peter Jennings og Dan Rather. Það þurfti að skrá- setja fréttamannaliðið og fjarskiptin voru heilmikið mál á þessum tíma. Það var erfitt að koma þessu öllu í kring. Þegar lítið var að gerast og frétta af sjálfum fundinum gekk allt starf okkar út á að kynna Ísland og nýta okkur þetta einstaka tækifæri. Ég nefni sem dæmi viðtal sem tekið var við Halldór Laxness, þá sjónvarpaði Peter Jennings beint frá Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið - hann er langur listinn sem hægt væri að nefna í þessu kynningarstarfi.“ Er nægileg arðsemi af utanríkisþjónustunni? Mikil umræða hefur farið fram á Íslandi um að utanrík- isþjónusta Íslendinga sé alltof dýr og vangaveltur hafa verið uppi um það hvort nauðsynlegt sé að halda úti svo mörgum sendiráðum á tímum bættra fjarskipta og flugsam- gangna. Svo þetta sé sett í viðskiptabúning - er nægileg arðsemi af utanríkisþjónustunni? „Það er mín dýpsta sannfæring að svo sé. Nú kann ein- hver að segja að þetta sé hræsni í mér og ég geti ekki sagt neitt annað sem sendiherra. En starf sendiráða hefur auk- ist með auknum viðskiptum Íslendinga erlendis og aukinni hnattvæðingu. Auðvitað mæðir mest á þeim fyrirtækjum sjálfum sem eru í erlendum viðskiptum. En sendiráðin liðka oft mjög til við að koma á viðskiptum, rækta jarðveginn, veita beina aðstoð og viðskiptaþjónustu, veita aðgang að stofnunum, kynna meginlínurnar í lögum og reglum, veita jafnvel aðgang að þarlendum stjórn- málamönnum sem geta aðstoðað viðkomandi fyrirtæki. Sendiráðin gæta hagsmuna Íslendinga erlendis, eins og í stjórnmálum, menningu og öryggismálum. Íslendingar búa alls staðar og þeir eiga sér skjól í sendi- ráðunum fyrir mál sín; bjáti eitthvað á. Sendiráðin veita þjónustu og það er með þá þjónustu eins og aðra að það getur verið erfitt að reikna út og fá hreinar tölur um arðsemina. En það er einu sinni svo að utanrík- isþjónustan samræmir stefnuna í utanríkismálum og annast hagsmunagæslu. Ég hef stundum orðað það svo að með aukinni hnatt- væðingu séu utanríkismál í reynd orðin innanríkismál,“ segir Helgi Ágústsson með nokkrum þunga. Við látum hér staðar numið í spjalli okkar við þessa glæsilegu fulltrúa Íslands í Washington DC. Borgin er síð- asti áningastaður Helga erlendis sem sendiherra. Sú regla er í utanríkisráðuneytinu að þeir sem eru orðnir 65 ára hefja ekki dvöl í öðru landi sem sendiherrar. Áður en við kveðjum þau hjón sýna þau okkur húsa- kynni sendiherrabústaðarins sem hefur hýst margan Íslend- inginn á þeim fjörutíu árum sem liðin eru frá því að Pétur J. Thorsteinsson lét kaupa það. Þetta er glæsilegt hús, tígulegt, þægilega stórt, ekki hokið af íburði, en virðulegt og vel við haldið. Það er sómi Íslands í þessu ágæta hverfi sendiherrabústaða, á Kalorama-hæðum. Við kveðjumst og á leið okkar til baka ökum við fram hjá húsi Donalds Rumsfelds. Svarti jeppinn er á sínum stað - sem og verðirnir í honum sem fylgjast haukfránum augum með öllum mannaferðum, hvort sem fólk er gang- andi eða í leigubílum; þeir eru tákn breyttra tíma. „Þegar inn kom gerði ég það sem ég hafði aldrei gert áður, ég gekk til bassaleikarans og spurði hvort hann vildi ekki spila lagið Love Walked In. Hann svaraði: „Þú hefur góð- an smekk.“ Kannski átti hann við lagið, en ég held að hann hljóti að hafa séð Hebu fyrir aftan mig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.