Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 99

Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 99
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 99 Þeir félagar rekast á söngleikinn Springtime For Hitler, sem að þeirra mati er vonlausasta verk sem nokkurn tímann hefur verið skrifað. Þeir ráða leikstjóra sem aldrei hefur leikstýrt verki sem hefir fengið góða aðsókn og sænska leikkonu í aðalhlutverkið, sem heitir Ulla og er með 15 stafa eftirnafn, sem enginn getur borið fram. Bragð þeirra getur ekki klikkað. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og örvæntingarfullir sitja þeir félagar á frumsýningunni og sjá áhorfendur veltast um af hlátri ... Ef vel tekst til, og ekki er hægt að búast við öðru, ætti The Producers að verða óhemju vinsæl kvikmynd, ekki síður en söngleikurinn. Hvað Mel Brooks gerir næst er ekki vitað, en hann verður áttræður á næsta ári og missti nýverið eiginkonu sína til margra ára, Anne Bancroft. Ef hann hefur enn fulla starfsorku væri ekki svo vitlaust að hann tæki annað kvikmyndaverk sitt og breytti því í leikhúsverk, af nógu mörgu frumlegu og skemmtilegu er að taka. KVIKMYNDIR Eina jólamyndin Það er af sem áður var þegar kvikmyndahúsin í Reykjavík geymdu það allra besta fram að jólum og frumsýndu á annan dag jóla. Í ár verður aðeins ein kvikmynd frumsýnd 26. desember, er það ævin- týramyndin The Chronicles of Narnia: The Lion, The Witch and The Wardrope, sem gerð er eftir hinum þekktu bókum C.S. Lewis, um ævintýralandið Narníu. Þetta er fyrsta myndin og vonast framleiðendur til að feta í spor Hringadróttinssögu hvað vinsældir snertir. Myndin fjallar um umkomulaus börn í Englandi í seinni heimsstyrjöldinni. Til að forða börnunum frá loftárásum þýska flughersins er ákveðið að senda þau Lucy, Edmund, Susan og Peter til frænda síns í sveit- inni sem er vísindamaður og upp- finningamaður. Þegar börnin fara í feluleik á sveitasetrinu komast þau í snertingu við galdraklæði sem gerir þeim kleift að hverfa til ævintýralandsins Narníu, þar sem góð og ill öfl berjast um völdin. Í myndinni er blandað saman tölvuteiknuðum persónum og leiknum persónum. Við stjórn- völinn stendur Nýsjálendingurinn Andrew Adamson, sem státar af Óskarsverðlaunum fyrir Shrek og Shrek 2. Dýrasta mynd ársins Annar Nýsjálendingur kemur mikið við sögu í kvikmyndaheim- inum í desember, það er Peter Jackson, en stórvirki hans King Kong er að líta dagsins ljós um þessar mundir. Jackson, sem komst á spjöld sögunnar þegar hann gerði Hringadróttinssögu- myndirnar þrjár, fékk ótakmarkað leyfi til að kafa ofan í sjóði Universal og notfærði hann sér leyfið til fulls og fór 32 milljónir dollara fram úr áætluðum kostn- aði. Er heildarkostnaðurinn 207 milljónir dollarar, sem gerir King Kong að langdýrustu kvikmynd ársins. Þessi upphæð er fyrir utan þann kostnað sem mun fara í markaðssetningu myndarinnar, sem gera má ráð fyrir að verði ekki minni en 30 milljónir dollara. Ráðamenn hjá Universal gera sér þó vonir um að fá allt féð til baka og vel það, þrátt fyrir að myndin sé rúmlega þriggja klukkustunda löng. Svo er bara að sjá hvort Jackson standi undir þeim vænt- ingum sem gerðar eru til hans. King Kong verður frumsýnd hér á landi 16. desember. Tveimur dögum áður verður hún frumsýnd í Bandaríkjunum. BÍÓMOLAR FRAMLEIÐENDURNIR MAX OG LEO Titilpersónan King Kong er ekki árennileg. Í ævintýralandinu Narníu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.