Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 101

Frjáls verslun - 01.10.2005, Side 101
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 101 Uppáhaldsvínið: EFTIRBRAGÐIÐ MJÖG, MJÖG LANGT „Eftirlætisvínið mitt er Tignanello sem kemur frá vínekrum Anti- nori fjölskyldunnar í Toskana en þar hefur hún stundað vín- rækt í 26 kynslóðir samfleytt,“ segir Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna rík- isins. „Tignanello, sem var hið fyrsta svonefndra „ofurvína“ frá Toskana, er að stofni til gert úr þrúgunni sangiovese (80%) en bragðbætt bæði með cabernet sauvignion (15%) og carbernet franc (5%). „Ofurvínin“ frá Tosk- ana brjóta strangar reglur sem gilda um hvaða vínþrúgur má nota í vínin svo þau megi kenna við svæðið sem þau koma frá, t.d. Chianti Classico. Vegna þess eru þau opinberlega flokkuð sem „vino da tavola“ eða „borðvín“ sem er ansi neðarlega í gæða- flokkun vína frá Toskana. Óháð opinberri flokkun eru „ofurvínin“ frá Toskana í hópi bestu vína hér- aðsins ef ekki þau bestu. Besti árgangur Tignanello í seinni tíð er 1997 sem var einstaklega gott ár í Toskana. Tignanello 1997 er stórfenglegt vín sem einkennist af góðu jafn- vægi dökkra berja, þroskaðra ávaxta og mikillar fyllingar. Tannínin eru mjúk og eftirbragðið mjög, mjög langt. Dásamlegt vín í einu orði sagt og mikill gleði- gjafi með góðum mat í góðra vina hópi.“Sigurður M. Magnússon, forstöðumaður Geislavarna ríkisins. Tónlist: LA TRAVIATA Í UPPÁHALDI Faðir Kristínar Rafnar, forstöðu- manns skráningarsviðs Kaup- hallar Íslands hf., var vanur að koma heim í hádeginu á æskuárum hennar og ef tími gafst til settist hann gjarnan við píanóið. „Hann var mjög músíkalskur og spilaði bókstaf- lega allt - jafnt klassíska tónlist sem og „Fjárlögin“ eða Íslenskt söngvasafn. Stundum spilaði hann líka fyrir okkur á kvöldin og þetta eru ákaflega góðar minningar.“ Auk píanósins áttu foreldrar Kristínar grammófón sem hún segir að hafi ekki verið algengt á þessum tíma. Hún ólst upp við að hlusta á tónlist og hefur það áhrif á tónlistarsmekk hennar í dag. Hún hlustar aldrei á tónlist í vinnunni en þeim mun meira heima; jafnvel þegar hún er að vinna heima. Þá velur hún helst létta söngleiki eða íslenska tón- list. „Helsti gallinn er sá að ég hlusta alltaf á það sem ég þekki en lítið sem ekkert á nýtt. Óperur eru í uppáhaldi af sígildri tónlist og er ég sérstak- lega hrifin af Verdi. Það eru svo miklar melódíur í óperutónlist og er La Traviata í algjöru uppá- haldi.“ Hún nefnir líka söngleiki og karlakóra. „Tónlist er eitt af því allra besta sem við höfum í lífinu.“ Kristín nam hagfræði í Ohio í Bandaríkjunum. „Þegar ég fékk heimþrá setti ég píanókonsert nr. 1 eftir Tschaikowskij á fóninn og setti allt í botn. Þá hresstist ég öll við. Það róar og hreinsar hug- ann og kemur á jafnvægi þegar hlustað er á tónlist.“ Kristín Rafnar, forstöðumaður skráningarsviðs Kauphallar Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.