Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 23
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 23
FORSÍÐUEFNI • EIGNATENGSL Í ATVINNULÍFINU
Magnús Þorsteinsson í Avion Group, Þorsteinn Vil-
helmsson í Atorku, Magnús Kristinsson, útgerðarmaður
í Vestmannaeyjum, Kristinn Björnsson, Gunnlaugur
M. Sigmundsson í Kögun, frændurnir Þorsteinn Már
Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, Árni Vilhjálms-
son í Granda og Kristján Loftsson í Venusi, Gunnar og
Gylfi, bræðurnir Benedikt og Einar Sveinssynir, Jón
Snorrason, fyrrum Húsasmiðjumaður, Jón Kristjánsson
í Sundi, Guðbjörg Matthíasdóttir í Ísfélagi Vestmanna-
eyja og Tryggingamiðstöðinni, Saxhóll sem er í eigu
gömlu Nóatúnsfjölskyldunnar, feðgarnir Árni Oddur
Þórðarson og Þórður Magnússon í Eyri Investment,
Magnús Ármann og Sigurður Bollason í Mogs, Skúli Þor-
valdsson á Holti, Þorsteinn Jónsson í Vífilfelli, Róbert
Melax, áður í Degi Group, Frosti Bergsson, áður Opnum
kerfum - svo nokkrir séu nefndir.
Við setjum Pálma Haraldsson í Fons og Hannes
Smárason í FL Group hins vegar inn í viðskiptasam-
steypu Baugs - svo náið vinna þeir með Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni. Það sama er að segja um Ingibjörgu
Pálmadóttur sem er hluthafi í Baugi Group og raunar
unnusta Jóns Ásgeirs.
Karl Wernersson og systkini, Steingrímur og Ingunn,
í Milestone hafa sömuleiðis unnið náið með Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni og Baugi að undanförnu í kringum eign-
arhaldið á Íslandsbanka. Milestone (80%)og Baugur
(20%) eiga saman eignarhaldsfélagið Þátt sem aftur
er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka og Sjóvá (67%).
Þrátt fyrir það teljum við Karl og systkini enn óháða
fjárfesta í aðgerðum sínum - þar sem þau eru ekki háð
Jóni Ásgeiri við stjórnun Íslandsbanka, auk þess sem
þau vinna með öðrum hluthöfum þar, eins og Einari
Sveinssyni, formanni bankaráðsins, og Jóni Snorrasyni
bankaráðsmanni.
Kaupþing banki hefur um nokkurt skeið verið með
eignatengsl við Baug Group. Fyrir rúmu einu ári átti
Kaupþing banki 22% í Baugi Group og vann náið með
fyrirtækinu í útrás þess. Núna á Kaupþing banki 11,5%
Árni Vilhjálmsson. Einar Sveinsson.