Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 40

Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 D A G B Ó K I N 17. janúar Pepsi Max til Danmerkur Þetta var skemmtileg frétt í Morgunblaðinu um Pepsi Max hjá Ölgerðinni. Þar sagði að frá því í haust hefði Ölgerðin flutt út um þrjár milljónir lítra af Pepsi Max til Danmerkur og aðrar þrjár milljónir lítra væru á leiðinni þangað - en vinsældir Pepsi Max hafa farið fram úr framleiðslugetu heimamanna. 17. janúar Hverjir eiga Ísland? Gamli þreytti brandarinn um „Hverjir eiga Ísland?“ kemur alltaf upp þegar sagt er frá versl- unarkeðjunni Iceland í Bretlandi sem Baugur Group og Fons eru stærstu eigendurnir að. Þennan dag var sagt frá því að Marks & Spencer væri að kaupa 28 verslanir af Iceland matvörukeðj- unni fyrir um 4 milljarða króna. Jafnframt var sagt frá því að ætlunin væri að verslanirnar yrðu hluti af keðjunni Simply Food og opni undir því vörumerki næsta sumar. Stefnt er að því að af kaupunum verði í mars nk. Þrátt fyrir söluna hyggur Iceland á mikla sókn og áætlar að opna 60 nýjar Iceland-verslanir í Bret- landi en engin matvörukeðja vex þar eins hratt um þessar mundir. 18. janúar Vilhjálmur tekur við af Ara Það kom verulega á óvart að stjórn Samtaka atvinnulífsins hefði ákveðið að ráða Vilhjálm Egilsson, ráðuneytisstjóra í sjávar- útvegsráðuneytinu, í stöðu fram- kvæmdastjóra í stað Ara Edwals. Ekki það að Vilhjálmur hefði ekki reynsluna, heldur héldu menn að róið yrði á önnur mið. Vilhjálmur var þing- maður um árabil sem og fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs. Þá vann hann hjá Vinnuveitendasam- bandi Íslands í fimm ár á níunda áratugnum og því má segja að hann sé kominn heim. Hann er „hokinn af reynslu“ og hefur til margra ára verið áberandi þátt- takandi í þjóðfélagsumræðunni á Íslandi - en augljóslega ekki getað beitt sér sem skyldi á þeim vettvangi sem ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins. 19. janúar YFIRTÖKUNEFNDIN: Allt í lagi Þennan dag var sagt frá því að yfirtökunefnd Kauphallar Íslands teldi að ekki bæri að telja með þá 10% hluti, sem Eignarhalds- félagið Oddaflug ehf. og Baugur Group hf. seldu til Landsbanka Íslands hf. um miðjan desember, þegar metið væri hvort umræddir aðilar hefðu sameiginlega yfirráð yfir 40% eða meira af eignar- hlutum í FL Group. Taldi nefndin því ekki tilefni til að endurskoða álit frá 14. desember sl. þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að með sölu á hlutum í FL Group væru ekki lengur skilyrði fyrir yfir- tökuskyldu. 20. janúar Hagnaður Baugs 28 milljarðar Góður dagur fyrir Baug. Félagið til- kynnti að hagn- aður félagsins hefði verið 28 milljarðar króna eftir skatta á síðasta ári, þar af hefði 15 milljarðar verið innleystur hagn- aður. Heildareignir Baugs Group voru bókfærðar á 145 milljarða króna í lok desember 2005. Eigið fé var 62,9 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall félagsins 43%. Arðsemi eigin fjár nam 78,7% á árinu 2005. Í tilkynningu frá Baugi sagði að góð afkoma félagsins stafaði af innleystum og óinnleystum hagnaði af fjárfestingum félags- ins í Bretlandi, Danmörku og Íslandi. Félagið er kjölfestufjárfestir í nærri 30 fyrirtækjum. Velta þeirra nam á síðasta rekstrarári um 950 milljörðum króna og hagnaður þeirra fyrir afskriftir og fjármagnskostnað var um 40 milljarðar króna. Í eigu þessara fyrirtækja eru 3500 verslanir og Vilhjálmur Egilsson. Kauphöllin. „Ekki yfirtökuskylda Oddaflugs og Baugs í FL Group.“ 18. janúar JÓN HELGI KAUPIR BANKA Í LETTLANDI Íslendingar sækja í að kaupa banka um þessar mundir. Margeir Péturs- son var í Úkraínu í byrjun ársins og tilkynnti um kaup Íslendinga á banka þar. En nú var komið að Jóni Helga Guðmundssyni í Byko. Sagt var frá því þennan dag að félag í hans eigu, Straumborg, hefði keypt meirihlutann, 51%, í lettneska bankanum Lateko-banka. Jón Helgi Guðmunds- son í Byko. Ennfremur að Ice-Balt Invest, félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, hefði keypt 9%. Lateko- banki er viðskiptabanki með eignir upp á 30 milljarða króna og rekur 10 útibú og 67 minni afgreiðslu- staði. Þess má geta að Jón Helgi er með umtalsverð viðskipti í Lettlandi og rekur fyrirtæki hans, Byko-Let, þar timburverksmiðjur. Jón Ásgeir Jóhannesson. Hagnaður Baugs 28 milljarðar á síðasta ári.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.