Frjáls verslun - 01.01.2006, Qupperneq 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
D A G B Ó K I N
inu, en þó hefur
verið upplýst
að það liggi á
bilinu 15 til 20
milljarðar króna.
Eignarhalds-
félag í eigu
Benedikts
Sveinssonar,
fyrrum stjórn-
arformanns
Eimskipafélagsins og Sjóvár-
Almennra, er stærsti hluthafinn í
Bílanausti. Bjarni Benediktsson
alþingismaður og sonur Bene-
dikts er stjórnarformaður Bíla-
nausts.
Hermann Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Bílanausts, verður
framkvæmdastjóri eignarhaldsfé-
lagsins sem á bæði Olíufélagið
og Bílanaust. Nýr forstjóri Olíufé-
lagsins verður ráðinn á næstunni
í stað Hjörleifs Jakobssonar sem
mun snúa sér að öðrum verk-
efnum í samstarfi við Ólaf Ólafs-
son í Keri.
Bílanaust fjárfesti á síðasta
ári í Bretlandi og hyggst auka
umsvif sín þar enn frekar.
7. febrúar
Jákup fjárfestir í
Bandaríkjunum
Jákup Jacob-
sen, eigandi
Rúmfata-
lagersins,
hefur keypt
tæp 9,9% hlut
í bandaríska
fyrirtækinu
Pier 1 Imports
fyrir um 5,9
milljarða króna, en það rekur
húsgagnaverslanir undir vöru-
merkjunum Pier 1 og The Pier.
Fyrirtækið var stofnað í Kali-
forníu árið 1962 og rekur nú um
1.200 verslanir í Bandaríkjunum,
Kanada, Mexíkó og Bretlandi.
Það veltir um 118 milljörðum
króna.
Áður hefur verið sagt frá því
að Jákup hefði keypt 13,6% hlut
í Linens Things verslunarkeðjunni
í Bandaríkjunum en markaðsvirði
þess hlutar er nálægt 11 millj-
örðum. Sá hlutur verður seldur á
næstunni vegna yfirtökutilboðs í
félagið.
7. febrúar
Skuldabréf Kaup-
þings fá hæstu
lánshæfiseinkunn
Moody’s
Forráðamenn Kaupþings banka
héldu blaðamannafund og
greindu frá því að fyrirhuguð
skuldabréfaútgáfa Kaupþings
banka vegna fjármögnunar á
íbúðalánum bankans á Íslandi
fengi hæstu mögulegu lánshæfis-
einkunn, Aaa, frá lánshæfismats-
fyrirtækinu Moody’s Investors
Service.
Þetta er sama lánshæfis-
einkunn og skuldabréf útgefin
af íslenska ríkinu og skuldabréf
með ríkisábyrgð hafa fengið. Sú
tegund skuldabréfa, sem Kaup-
þing banki mun gefa út, kallast
á ensku „Structured Covered
Bonds“, eða „sérvarin skulda-
bréf“.
9. febrúar
Avion Group kaupir
Star Airlines
Tilkynnt var
þennan morgun
að Avion
Group hefði
keypt franska
leiguflugfélagið
Star Airlines,
annað stærsta
leiguflugfélag
Frakklands. Star
Airlines flýgur
til tuttugu áfangastaða í Afríku,
Mið-Austurlöndum og við Miðjarð-
arhaf. Kaupverðið er trúnaðarmál
en kaupin eru fjármögnuð með
eigin fé og lánsfé.
Star Airlines er eina franska
leiguflugfélagið sem flýgur bæði
á styttri og lengri áfangastaði
og er flugfloti félagsins einn sá
nýjasti meðal leiguflugfélaga í
Evrópu en meðalaldur flugvéla er
fimm ár. Flotinn samanstendur af
sex Airbus vélum, fjórum Airbus
320 og tveimur Airbus 330-200.
11. febrúar
BJÖRN:
84 milljónir
fyrir 120 daga
Björn Ingi Sveins-
son, fyrrverandi
sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar, fékk
greiddar 84
milljónir vegna
starfsloka á síð-
asta ári, að því
er fram kemur
í ársreikningi
Sparisjóðsins. Björn Ingi gegndi
starfinu í fjóra mánuði en í ráðn-
ingarsamningi var fallist á að
hann hlyti ríflegar bætur ef breyt-
ingar yrðu á yfirstjórn sjóðsins.
Björn var borgarverkfræðingur
áður en hann var ráðinn til SPH
sem sparisjóðsstjóri.
Það tók Björn ekki svo
langan tíma að fá vinnu eftir
brotthvarfið frá sparisjóðnum
því hann var í lok janúar sl. ráð-
inn framkvæmdastjóri Saxbygg
- sem er fjárfestingarfélag í sam-
eiginlegri eigu Saxhóls ehf. og
Byggingarfélags Gylfa og Gunn-
ars (BYGG) ehf.
Jákup Jacob-
sen í Rúmfata-
lagernum.
Hermann
Guðmunds-
son, forstjóri
Bílanausts.
11. febrúar
ICELANDAIR GROUP SKRÁÐ Í KAUPHÖLLINA
Hún var mjög óvænt
fréttin um að FL
Group ætlaði að gera
Icelandair að Icelandair
Group og skrá félagið í
Kauphöll Íslands til að
selja hluta af því og fá
nýja meðeigendur að
félaginu. Hannes Smára-
son, forstjóri FL Group,
sagði að tilgangurinn
með þessu væri sá að
efla fjárhagslegan styrk
FL Group þar sem stór
verkefni væru í burðar-
liðnum hjá FL Group.
Hann sagði jafnframt
að FL Group myndi inn-
leysa tugi milljarða sölu-
hagnað í tengslum við
þessi viðskipti, gangi
þau eftir.
Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group,
kynntu fyrirhugaða skráningu Icelandair.
Magnús Þor-
steinsson,
aðaleigandi
Avion Group.
Björn Ingi
Sveinsson
fékk 84 millj-
ónir í starfs-
lokasamning.