Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
K Ö N N U N F R J Á L S R A R V E R S L U N A R
Vöruverð hefur svo sannarlega lækkað, segir Guðmundur Mart-
einsson, framkvæmdastjóri Bónusverslananna.
SIGURJÓN Þ. ÁRNASON, BANKASTJÓRI
LANDSBANKA ÍSLANDS
TRAUST OG VINSÆL
„Okkur í Landsbankanum finnst það auðvitað mikið gleðiefni að
bankinn komi svo vel út úr þessari könnun. Bankinn hefur lagt mikla
áherslu á að styðja við menningu, listir og íþróttalíf og ég held að
Íslendingar kunni vel að meta framtak bankans á þeim sviðum. Bank-
inn hefur verið í forystu um að sýna samfélagslega ábyrgð og láta
gott af sér leiða. Þetta á sérstaklega við núna þegar vel gengur og
geta okkar til að styðja góð mál er með besta móti,“ segir Sigurjón
Þ. Árnason, bankastjóri.
„Kannanir hafa einnig sýnt að Landsbankinn er það íslenska fyrir-
tæki sem landsmenn bera mest traust til. Það er ekki síður mikilvægt
því öll starfsemi banka byggist á trausti. Við hljótum að vera mjög
ánægð með að vera bæði álitin traust og vinsæl og túlkum þetta
sem skilaboð um að bankinn sé á réttri leið í áherslum sínum og
markaðssetningu. Landsbankinn hefur meðal annars staðið fyrir sparn-
aðarherferðum og lagt mikla áherslu á að viðskiptavinir hugi vel bæði
að tryggingum og lífeyrismálum. Við viljum leggja áherslu á að byggja
upp traust langtímasamband við viðskiptavini okkar og veita þeim
ábyrga fjármálaráðgjöf. Ég held að þessi afstaða okkar skili sér bæði í
trausti og jákvæðu viðhorfi.“
GUÐMUNDUR MARTEINSSON, BÓNUS
GOTT KLAPP Á BAKIÐ
„Við erum fyrst og fremst þakklát og afskaplega ánægð með
þessa velvild neytenda enn eitt árið. Alla daga leggjum við hart
að okkur og reynum að gera eins vel og við getum fyrir viðskipta-
vini okkar. Því er svona niðurstaða afar gott klapp á bakið fyrir
allt okkar fólk. Liðið ár var annasamt í meira lagi og gríðarleg
athygli á matvörumarkaðnum, og því miður ekki alltaf jákvæð.
Mikil umræða hefur verið um hátt matvöruverð á Íslandi og henni
höfum við reynt að mæta með því að leita uppi góðar vörur á
frábæru verði. Það hefur tekist,“ segir Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bónusverslananna.
„Sú velvild sem endurspeglast í þessu kjöri á vinsælasta fyr-
irtæki landsins er að sjálfsögðu tilkomin af því að okkur hefur
tekist að halda okkur 35 til 45% lægri í verði en þeir sem dýrast
selja á markaðnum. Vöruverð á Íslandi hefur svo sannarlega
lækkað, þótt stjórnmálamenn haldi öðru fram á stundum. Um það
vitna margar kannanir og við munum gera okkar til að sú þróun
haldi áfram. Nú berast fréttir af því að erlendir kaupmenn horfi
til Bónusar um hvernig reka skuli matvöruverslanir og að jafnvel
opnist einhverjar dyr fyrir fyrirtækið á erlendri grund. Það er okkur
mikil hvatning til að gera enn betur.“
Í forystu um að sýna samfélagslega ábyrgð, segir Sigurjón Þ. Árna-
son, bankastjóri Landsbanka Íslands.