Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Qupperneq 46

Frjáls verslun - 01.01.2006, Qupperneq 46
46 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 K Ö N N U N F R J Á L S R A R V E R S L U N A R Vöruverð hefur svo sannarlega lækkað, segir Guðmundur Mart- einsson, framkvæmdastjóri Bónusverslananna. SIGURJÓN Þ. ÁRNASON, BANKASTJÓRI LANDSBANKA ÍSLANDS TRAUST OG VINSÆL „Okkur í Landsbankanum finnst það auðvitað mikið gleðiefni að bankinn komi svo vel út úr þessari könnun. Bankinn hefur lagt mikla áherslu á að styðja við menningu, listir og íþróttalíf og ég held að Íslendingar kunni vel að meta framtak bankans á þeim sviðum. Bank- inn hefur verið í forystu um að sýna samfélagslega ábyrgð og láta gott af sér leiða. Þetta á sérstaklega við núna þegar vel gengur og geta okkar til að styðja góð mál er með besta móti,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri. „Kannanir hafa einnig sýnt að Landsbankinn er það íslenska fyrir- tæki sem landsmenn bera mest traust til. Það er ekki síður mikilvægt því öll starfsemi banka byggist á trausti. Við hljótum að vera mjög ánægð með að vera bæði álitin traust og vinsæl og túlkum þetta sem skilaboð um að bankinn sé á réttri leið í áherslum sínum og markaðssetningu. Landsbankinn hefur meðal annars staðið fyrir sparn- aðarherferðum og lagt mikla áherslu á að viðskiptavinir hugi vel bæði að tryggingum og lífeyrismálum. Við viljum leggja áherslu á að byggja upp traust langtímasamband við viðskiptavini okkar og veita þeim ábyrga fjármálaráðgjöf. Ég held að þessi afstaða okkar skili sér bæði í trausti og jákvæðu viðhorfi.“ GUÐMUNDUR MARTEINSSON, BÓNUS GOTT KLAPP Á BAKIÐ „Við erum fyrst og fremst þakklát og afskaplega ánægð með þessa velvild neytenda enn eitt árið. Alla daga leggjum við hart að okkur og reynum að gera eins vel og við getum fyrir viðskipta- vini okkar. Því er svona niðurstaða afar gott klapp á bakið fyrir allt okkar fólk. Liðið ár var annasamt í meira lagi og gríðarleg athygli á matvörumarkaðnum, og því miður ekki alltaf jákvæð. Mikil umræða hefur verið um hátt matvöruverð á Íslandi og henni höfum við reynt að mæta með því að leita uppi góðar vörur á frábæru verði. Það hefur tekist,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónusverslananna. „Sú velvild sem endurspeglast í þessu kjöri á vinsælasta fyr- irtæki landsins er að sjálfsögðu tilkomin af því að okkur hefur tekist að halda okkur 35 til 45% lægri í verði en þeir sem dýrast selja á markaðnum. Vöruverð á Íslandi hefur svo sannarlega lækkað, þótt stjórnmálamenn haldi öðru fram á stundum. Um það vitna margar kannanir og við munum gera okkar til að sú þróun haldi áfram. Nú berast fréttir af því að erlendir kaupmenn horfi til Bónusar um hvernig reka skuli matvöruverslanir og að jafnvel opnist einhverjar dyr fyrir fyrirtækið á erlendri grund. Það er okkur mikil hvatning til að gera enn betur.“ Í forystu um að sýna samfélagslega ábyrgð, segir Sigurjón Þ. Árna- son, bankastjóri Landsbanka Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.