Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 47
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 47
K Ö N N U N F R J Á L S R A R V E R S L U N A R
MOGGINN ER GÆÐABLAÐ
BANKINN HEFUR BÆTT
HAG LANDSMANNA
„Þetta er ánægjuleg þróun. Mér sýnist að landsmenn kunni
vel að meta hve mjög bankinn hefur bætt hag þeirra á hinum
ýmsu sviðum. Til dæmis þegar við áttum frumkvæði að veru-
legri lækkun vaxta af húsnæðislánum. Húsnæðiskaup eru jafnan
stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu og með bættum kjörum á
húsnæðislánum hefur staða fjölmargra landsmanna batnað til
muna. Þá er bankinn stærsta almenningshlutafélag landsins
með 32 þúsund hluthafa sem hafa notið góðs af árangri bank-
ans með beinni eignaraðild. Enn fleiri njóta svo góðs af arðsemi
hans í gegnum eignahluta lífeyrissjóða í bankanum. Þá er þáttur
bankans í vexti og útrás íslenskra fyrirtækja á síðari árum
flestum kunnur. Loks held ég að öflugur stuðningur bankans við
líknarmál, íþróttir og menningu sé vel metinn, enda er bankinn
afar meðvitaður um samfélagslegt hlutverk sitt og leggur því
umtalsverða fjármuni til góðra málefna.“
Margir njóta góðs af arðsemi banka, segir Ingólfur Helgason,
forstjóri KB-banka á Íslandi.
INGÓLFUR HELGASON,
FORSTJÓRI KB-BANKA Á ÍSLANDI
HALLGRÍMUR GEIRSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ÁRVAKURS
Fólki líkar Morgunblaðið, segir Hallgrímur Geirsson, fram-
kvæmdastjóri Árvakurs.
„Að ná 10. sæti sem vinsælasta fyrirtæki landsins er
ánægjulegt fyrir okkur á Morgunblaðinu. Ég man raunar
ekki til þess að við höfum áður komist jafnlangt í mæl-
ingum sem þessari,“ segir Hallgrímur B. Geirsson, fram-
kvæmdastjóri Árvakurs.
„Síðustu misseri hefur ríkt hörð samkeppni á fjölmiðla-
markaði og við fengið keppninauta sem ekki voru til
staðar áður, en í þessari könnun tel ég að fólk sé beinlínis
að segja að því líki Morgunblaðið; efni þess og áherslur.
Mogginn er gæðablað. Við höfum eflt þjónustuþáttinn í
starfseminni, það er gagnvart auglýsendum, áskrifendum
og öðrum og slíkt skilar sér í velvild og viðskiptatryggð.
Sömuleiðis er mbl.is stöðugt að eflast og nýlega fékk vef-
urinn verðlaun sem sá besti á landinu. Þau verðlaun voru
með sérstakri skírskotun til leitarvélarinnar Emblu, en hún
er meðal nýjunga á vefnum og fleiru verður hleypt af stokk-
unum á næstunni. Ljósvakamiðlun á Netinu hefur tvímæla-
laust eflt prentútgáfu Morgunblaðsins og aftur öfugt.“