Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 47

Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 47
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 47 K Ö N N U N F R J Á L S R A R V E R S L U N A R MOGGINN ER GÆÐABLAÐ BANKINN HEFUR BÆTT HAG LANDSMANNA „Þetta er ánægjuleg þróun. Mér sýnist að landsmenn kunni vel að meta hve mjög bankinn hefur bætt hag þeirra á hinum ýmsu sviðum. Til dæmis þegar við áttum frumkvæði að veru- legri lækkun vaxta af húsnæðislánum. Húsnæðiskaup eru jafnan stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu og með bættum kjörum á húsnæðislánum hefur staða fjölmargra landsmanna batnað til muna. Þá er bankinn stærsta almenningshlutafélag landsins með 32 þúsund hluthafa sem hafa notið góðs af árangri bank- ans með beinni eignaraðild. Enn fleiri njóta svo góðs af arðsemi hans í gegnum eignahluta lífeyrissjóða í bankanum. Þá er þáttur bankans í vexti og útrás íslenskra fyrirtækja á síðari árum flestum kunnur. Loks held ég að öflugur stuðningur bankans við líknarmál, íþróttir og menningu sé vel metinn, enda er bankinn afar meðvitaður um samfélagslegt hlutverk sitt og leggur því umtalsverða fjármuni til góðra málefna.“ Margir njóta góðs af arðsemi banka, segir Ingólfur Helgason, forstjóri KB-banka á Íslandi. INGÓLFUR HELGASON, FORSTJÓRI KB-BANKA Á ÍSLANDI HALLGRÍMUR GEIRSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ÁRVAKURS Fólki líkar Morgunblaðið, segir Hallgrímur Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs. „Að ná 10. sæti sem vinsælasta fyrirtæki landsins er ánægjulegt fyrir okkur á Morgunblaðinu. Ég man raunar ekki til þess að við höfum áður komist jafnlangt í mæl- ingum sem þessari,“ segir Hallgrímur B. Geirsson, fram- kvæmdastjóri Árvakurs. „Síðustu misseri hefur ríkt hörð samkeppni á fjölmiðla- markaði og við fengið keppninauta sem ekki voru til staðar áður, en í þessari könnun tel ég að fólk sé beinlínis að segja að því líki Morgunblaðið; efni þess og áherslur. Mogginn er gæðablað. Við höfum eflt þjónustuþáttinn í starfseminni, það er gagnvart auglýsendum, áskrifendum og öðrum og slíkt skilar sér í velvild og viðskiptatryggð. Sömuleiðis er mbl.is stöðugt að eflast og nýlega fékk vef- urinn verðlaun sem sá besti á landinu. Þau verðlaun voru með sérstakri skírskotun til leitarvélarinnar Emblu, en hún er meðal nýjunga á vefnum og fleiru verður hleypt af stokk- unum á næstunni. Ljósvakamiðlun á Netinu hefur tvímæla- laust eflt prentútgáfu Morgunblaðsins og aftur öfugt.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.