Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 51

Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 51
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 51 N Ý R E I G A N D I T O Y O T A - U M B O Ð S I N S Hvenær kom fyrst til greina að kaupa Toyota-umboðið, og af hverju? „Það er í byrjun síðasta árs sem ég fer að velta því fyrir mér. Viðræður hófust ekki fyrr en í október 2005. Niðurstaðan varð svo upp úr miðjum desember. Þú spyrð af hverju. Þetta er einfaldlega eitt mest spenn- andi umboðið hjá okkur Íslendingum í dag.“ Magnús Kristinsson segir að að kaup hans á Toyota-fyrir- tækinu byggist á því að þetta sé vel rekið fyrirtæki með gott starfsfólk sem hann beri fyllsta traust til. Hann vonar að það haldi áfram störfum. „Toyota-umboðið hefur ávallt lagt sig fram um að veita afburðaþjónustu og áherslan verður á að viðhalda og styrkja þann þátt starfseminnar auk þess að efla umboðið til lengri tíma. Toyota-bílar hafa verið þeir sölu- hæstu á Íslandi í mörg ár og það felast mörg sóknarfæri í Lexus-bílum sem hafa komið mjög sterkir inn á markaðinn undanfarin ár. Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem eru framundan í samvinnu við starfsmenn,“ segir Magnús Kristinsson. Nú var árið 2005 eitt það stærsta í bílasölu á Íslandi og nýskráningar liðlega 18 þúsund bílar. Hlutur Toyota er sem fyrr stærstur, eða 23,7% af heildinni. Ýmsir gera ráð fyrir að úr bílasölu dragi á árinu 2006. Mun Toytota gera einhverjar ráðstafanir til þess að selja sama fjölda bíla á þessu ári og þá hugs- anlega auka hlutdeild sína í heildarsölunni sem er sú langstærsta í dag? „Það er alltaf stefnan hjá mér og mínu fólki að stækka og auka starfsemina, ekki minnka og draga saman seglin. Þannig að við stefnum að því að halda okkar hlutdeild hjá Toyota í heildarbílasölunni hérlendis.“ Engar breytingar fyrirhugaðar á rekstrinum Verða gerðar einhverjar breytingar á rekstri Toyota- umboðsins á árinu og mun jafnvel verða skipt um nafn á fyrirtækinu? „Það eru engar breytingar fyrirhugaðar á rekstrinum, en nafni fyrirtækisins verður hugsanlega breytt.“ Hvernig hefur bílaeign þinni verið háttað gegnum tíð- ina? Hefur þú átt margar Toyotur? Hver var þinn fyrsti bíll og hvað varstu gamall þegar þú eignaðist hann? Hvernig er bílaeign þinni háttað í dag? „Nei, ég hef ekki átt margar Toyotur. Ég eignaðist fyrst Toyotu fyrir átta árum síðan, og svo Lexus. Í dag á ég Land Cruiser og Lexus og því til viðbótar á frúin Lexus og Toyotu. Auk þessa á ég svo Ford Mercury 1956 og breskan taxa frá árinu 1990. Fyrsti bíllinn sem ég keypti var Volkswagen bjalla. Það var stoltur 19 ára unglingur sem eignaðist þann bíl.“ Happatalan 44 Daginn eftir að Magnús tók við stjórnartaumum í Toyota afhenti hann Toyota-bíl nr. 4.544 á árinu, og kl. 13:44! Þetta var Toyota Avensis Sedan. Magnúsi til fulltingis var Björg- vin Njáll Ingólfsson, deildarstjóri hjá P. Samúelssyni hf., en hann átti 44 ára afmæli þennan sama dag. Talan 44 spilaði stórt hlutverk við afhendingu þessa Avensis-bíls eins og sjá má, en Magnús er m.a. eigandi fjárfestinga- fyrirtækisins MK44, netfangið hans byrjar á 44, símanúmerið endar á 44 og þannig má eflaust lengur telja. Magnús segir töluna 44 mikla happatölu hjá sér og fjölskyldunni. „Það má segja að þegar ég kom til starfa hjá fyrirtæki föður míns um 1970 hafi fyrir- rennari minn, sem var móðurbróðir minn, verið byrjaður að 44-væða félagið. Hann vann á skrifstofu fjölskyldufyrirtækisins, og reyndi að koma tölunni 44 fyrir alls staðar þar sem hægt var að velja. Forsaga þessa er kannski sú að langafi minn gerði út skútu frá Hafnarfirði, Surprise GK-4, og þaðan kemur talan fjórir inn í fjölskylduna. Ég hef haldið þessu merki hátt á loft síðan. Þar sem ég get valið töluna 44 geri ég hiklaust. Kannski er ég forfallinn 44-aðdáandi þannig að ef ég get gert eitthvað sem snertir 44 geri ég það og tel mikla lukku vera yfir því. Allt sem ég hef getað valið fyrirtæki mínu hefur byggst á 44, númer, nafn og símanúmer o.þ.h. T.d. heitir eitt fyrirtækja minna MK44. Svona hefur þetta verið alla tíð. Þessi tala hefur aldrei brugðist mér og mun aldrei gera!“ Stoke mun lafa í 1. deildinni! Magnús er formaður stjórnar Stoke Holding, hlutafélags- ins sem á um 60% hlut í enska knattspyrnufélaginu Stoke City. Fyrrihluta árs 2005 var haft eftir Magnúsi að á meðan Tony Pulis væri knattspyrnustjóri félagsins hefði hann ekki áhuga á að veita meira fjármagni til félagsins. Sú yfirlýsing var gefin út í tilefni ákvörðunar stjórnar Stoke City að end- urráða Tony Pulis sem knattspyrnustjóra, sem Magnús var mjög ósáttur við. Magnús taldi að Pulis hefði komið mjög illa fram gagnvart Íslendingunum sem komu að Stoke City og nánast hæðst að þeim með því að nota landsliðsmanninn Þórð Guðjónsson alls ekkert. Á miðju síðasta ári var skipt um knattspyrnustjóra, og tók Hollendingurinn Johan Boskamp við stöðu knattspyrnu- stjóra. Kannski er ég forfallinn 44-aðdáandi þannig að ef ég get gert eitthvað sem snertir 44 geri ég það og tel mikla lukku vera yfir því. Allt sem ég hef getað valið fyrir- tæki mínu hefur byggst á 44, númer, nafn og símanúmer o.þ.h.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.