Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 Þú ert einn aðaleigandi enska 1. deildarfélagsins Stoke (Stoke-holding). Verður sú eignaraðild óbreytt eða verða gerðar einhverjar breytingar þar á ef árangur félagsins verður ekki samkvæmt væntingum? Hverjar eru áætl- anir eða væntingar um það að Stoke spili í efstu deild á Englandi, og hvað hyggjast eigendur gera til þess að þær áætlanir gangi eftir? „Það verða engar breytingar á Stoke, a.m.k. ekki í bili. Auðvitað vorum við að vona að betur myndi ganga. Félagið er búið að ná í eitt stig í síðustu sex eða sjö leikjum, þannig að ég held að við löfum í 1. deild- inni eitt ár í viðbót.“ Eyjamaður ársins 2005 Þann 4. janúar sl. veittu Fréttir, frétta- blað í Vestmannaeyjum, hina árlegu við- urkenningar sínar, Fréttapýramídann. Að þessu sinni varð Magnús Kristins- son fyrir valinu. Rökstuðningurinn var kaupin á Toyota-umboðinu, að hann hefði skrifað undir samning um smíði nýs skips fyrir útgerð sína, Berg-Hugin, og einnig verið mjög öflugur á öðrum sviðum viðskiptalífsins. Nýtt skip árið 2007 Undirritaður hefur verið smíðasamningur milli Bergs-Hugins og BP Skipa ehf., um smíði á nýju fiskiskipi sem er hannað af Nautic ehf. í Reykjavík og verður byggt í Póllandi. Skipið verður afhent í janúar 2007. Um er að ræða 29 metra langan ísfisktogara, 10,4 m breiðan. Lest skipsins er um 235 rúmetrar og er hönnuð fyrir um 75 tonn af ísfiski í körum. Í íbúðum skipsins er gert ráð fyrir sex tveggja manna klefum og tveimur eins manns klefum, sem allir verða mjög vel útbúnir. Eldhús, matsalur og setukrókur verða útbúin þannig að öll aðstaða fyrir mann- skap verður til fyrirmyndar. Fiskvinnslurými skipsins er um 90 fermetrar að stærð, sem er mjög góð vinnuaðstaða í skipi af þessari stærð. Olíu- tankarnir rúma um 100 tonn. Skipið er sérstaklega hannað með hliðsjón af orkusparnaði og hafa í því sambandi verið gerðar ítarlegar prófanir á skrokkformi og skrúfubúnaði skipsins. Áætlaður ganghraði verður um 11,5 sjómílur. Allur fiskileitarbúnaður, vélbúnaður, vindubúnaður og annað sem lýtur að útbúnaði verður af vönduðustu gerð. Skipið verður zinkhúðað að utan niður að sjólínu og á opnum þilförum. Nú ert þú mjög umsvifamikill í útgerð í Vestmannaeyjum, gerir út skipin Smáey og Vestmannaey. Verður einhver breyting á þeim rekstri, mun bátafloti fyrirtækisins taka einhverjum breytingum á árinu umfram það sem fylgir nýsmíðinni? Verða jafnvel breytingar breytingar á útgerðar- mynstrinu, t.d. farið að stunda veiðar á öðrum fisktegundum eða á öðrum miðum? „Það verða engar breytingar á útgerðarfyrirtæki mínu, Bergi-Hugin ehf., nema að ég er búinn að skrifa undir nýsmíði eins og þú nefnir. Skipið mun koma um næstu ára- mót.“ Ertu hlynntur núverandi fiskveiði- stefnu? „Auðvitað er ég hlynntur núverandi fiskveiðistefnu þar sem ég hef unnið eftir þessari stefnu stjórnvalda nú í yfir tuttugu ár.“ Þú ert fjölskyldumaður. Tekur fjöl- skyldan þátt í rekstrinum, og þá með hvaða hætti? „Ég er fjölskyldumaður, á eiginkonu og fjögur börn, tvö tengdabörn og sex barnabörn. Fjölskyldan kemur hins vegar ekki nálægt neinum þeim rekstri sem ég stunda nema að ég er studdur dyggilega af eiginkonu og börnum.“ - Hvernig eyðir þú helst þínum frístundum? Er það frekar erlendis en innanlands? „Frístundum eyði ég m.a. með því að fara í útreiðatúra og geri þó nokkuð af því, enda virkilega gaman. Þar til viðbótar get ég nefnt að ég fór í veiði á síðasta ári í Norðurá, Þverá og Selá.“ UMSVIF MAGNÚSAR: 1. Aðaleigandi og framkvæmda- stjóri Bergs-Hugsins í Vest- mannaeyjum. 2. Varaformaður stjórnar Straums-Burðaráss. 3. Starfandi stjórnarformaður og aðaleigandi P. Samúels- sonar, Toyota-umboðsins. 4. Einn af aðaleigendum Stoke. 5. Eigandi Bílaleigu Flugleiða. FJÁRFESTU Í SJÓÐUM Margrét Sveinsdóttir Forstöðumaður hjá Eignastýringu Íslandsbanka. KLASSÍSKA LEIÐIN – ������������������������������ UPPSÖFNUÐ FJÁRHÆÐ** – ����������������������� 15% 6 5 4 3 2 1 0 20.000 kr á mánuði 50.000 kr á mánuði Ef þú átt sjóð og vilt ávaxta hann vel þá er mikilvægt að hafa í huga hvenær á að nýta hann. Því fyrr sem þú þarft að nota peningana, því minni áhættu borgar sig að taka. Sjóður, sem á ekki að nota fyrr en eftir einhver ár, er hins vegar ekki jafn viðkvæmur fyrir skammtímasveiflum. Með slíkri fjárfestingu geturðu sett markið hærra, tekið meiri áhættu og stefnt að hærri ávöxtun. Sérfræðingar hjá Íslandsbanka hafa sett saman þrjár leiðir í fjárfestingum. Ein þeirra er Klassíska leiðin. Hún tekur miðlungs mikla áhættu, stefnir að góðri ávöxtun og er vænlegur kostur til að láta peningana þína vaxa. ������������������������ ��������������� ������������������������������������� ��������������������� ���������������������� ��������������� ������� �������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������ ���������������������������� ��������������� ���������������������������������������� ���������������� Byrjaðu núna! Farðu inn á www.isb.is og kláraðu málið������������������������������� �������������������������������������������� �������������������������� ����������� ���������������������������������������������� ��������������������������������������������� ��� ������������������������� ���������������� 1.872.430,- 4.681.076,- N Ý R E I G A N D I T O Y O T A - U M B O Ð S I N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.