Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 60

Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 Landrými á Íslandi er takmarkað og því lík- legt að verð á góðum bújörðum haldi áfram að hækka. Hins vegar er verð á sumarbú- staðalöndum teygjanlegra, því sú þróun er tiltölulega skammt á veg komin að skipta jörðum upp í smærri skika og því auðvelt að bæta þar við. Af þeim sökum má ætla að stærri lendur hækki á næstu árum meira en hinar smærri. Þá er líklegt að samgöngu- bætur, svo sem lagning Sundabrautar, ýti undir aukið framboð á löndum í talsverðri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Fórnarkostnaðurinn er minni Þetta segir dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur í nýlegri úttekt fyrir KB-banka á þróun fast- eignamarkaðarins. Hann segir ennfremur að erlendar rannsóknir sýni að þegar greina skuli virði lands í annarri notkun en til hús- bygginga sé landbúnaður alla jafna hafður sem viðmiðun. „Hins vegar er staðreyndin sú - a.m.k. hérlendis - að land í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er nú í auknum mæli nýtt til frístunda fremur en landbúnaðar og á undanförnum árum hefur mikill fjöldi jarða farið úr ábúð bænda,“ segir í úttekt Ásgeirs. Þar segir ennfremur að þær breytur sem ráði mestu um verð á landi séu laun og vextir enda séu þeir fórnarkostnaður eiganda. Ef raunlaun á móti vöxtum séu svo borin saman sjáist að hlutfallið hafi rúmlega tvöfaldast frá 1992. „Þetta þýðir að sú fjárhæð sem Íslendingar geta varið til frí- stundaiðkunar - mælt sem launahækkanir - hefur vaxið verulega á sama tíma og fórn- arkostnaður þess að eiga land til slíkrar iðju - mælt sem vaxtakostnaður - hefur stórum minnkað. Þarf því ekki að koma á óvart hvað það hefur færst í vöxt að höfuðborgar- búar festi kaup á sumarbústöðum eða eigi sér annað heimili úti á landi.“ Margir litlir landpartar Samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins, sem KB-banki vitnar til, snúast langflestar jarðasölur um litla landparta „sem líklega eru ætlaðir fyrir sumarbústaðalóðir,“ eins og komist er að orði. Segir að athyglis- vert sé að fleiri lendur hafi verið seldar á árunum 2003 og 2004 en í fyrra. Á hinn bóg- inn hafi sala stærri landssvæða og einstaka bújarða aukist mjög á sl. ári og verðið hafi hækkað sömuleiðis. Á óvart komi því að sala sumarbústaðalendna skuli hafa dregist saman milli þessara tímabila, í ljósi aukins framboðs, ef marka megi auglýsingar. Framboð á jörðum langt frá borginni mun aukast að mati KB-banka. VERÐ BÚJARÐA MUN ÁFRAM HÆKKA Þróunin þarf ekki að koma á óvart, segir dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.