Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 60
60 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
Landrými á Íslandi er takmarkað og því lík-
legt að verð á góðum bújörðum haldi áfram
að hækka. Hins vegar er verð á sumarbú-
staðalöndum teygjanlegra, því sú þróun er
tiltölulega skammt á veg komin að skipta
jörðum upp í smærri skika og því auðvelt
að bæta þar við. Af þeim sökum má ætla
að stærri lendur hækki á næstu árum meira
en hinar smærri. Þá er líklegt að samgöngu-
bætur, svo sem lagning Sundabrautar, ýti
undir aukið framboð á löndum í talsverðri
fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.
Fórnarkostnaðurinn er minni
Þetta segir dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur
í nýlegri úttekt fyrir KB-banka á þróun fast-
eignamarkaðarins. Hann segir ennfremur
að erlendar rannsóknir sýni að þegar greina
skuli virði lands í annarri notkun en til hús-
bygginga sé landbúnaður alla jafna hafður
sem viðmiðun. „Hins vegar er staðreyndin
sú - a.m.k. hérlendis - að land í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins er nú í auknum mæli
nýtt til frístunda fremur en landbúnaðar
og á undanförnum árum hefur mikill fjöldi
jarða farið úr ábúð bænda,“ segir í úttekt
Ásgeirs.
Þar segir ennfremur að þær breytur
sem ráði mestu um verð á landi séu laun
og vextir enda séu þeir fórnarkostnaður
eiganda. Ef raunlaun á móti vöxtum séu
svo borin saman sjáist að hlutfallið hafi
rúmlega tvöfaldast frá 1992. „Þetta þýðir að
sú fjárhæð sem Íslendingar geta varið til frí-
stundaiðkunar - mælt sem launahækkanir
- hefur vaxið verulega á sama tíma og fórn-
arkostnaður þess að eiga land til slíkrar iðju
- mælt sem vaxtakostnaður - hefur stórum
minnkað. Þarf því ekki að koma á óvart
hvað það hefur færst í vöxt að höfuðborgar-
búar festi kaup á sumarbústöðum eða eigi
sér annað heimili úti á landi.“
Margir litlir landpartar
Samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins,
sem KB-banki vitnar til, snúast langflestar
jarðasölur um litla landparta „sem líklega
eru ætlaðir fyrir sumarbústaðalóðir,“ eins
og komist er að orði. Segir að athyglis-
vert sé að fleiri lendur hafi verið seldar á
árunum 2003 og 2004 en í fyrra. Á hinn bóg-
inn hafi sala stærri landssvæða og einstaka
bújarða aukist mjög á sl. ári og verðið hafi
hækkað sömuleiðis. Á óvart komi því að
sala sumarbústaðalendna skuli hafa dregist
saman milli þessara tímabila, í ljósi aukins
framboðs, ef marka megi auglýsingar.
Framboð á jörðum langt frá borginni mun aukast að mati KB-banka.
VERÐ BÚJARÐA MUN ÁFRAM HÆKKA
Þróunin þarf ekki að koma á óvart, segir dr.
Ásgeir Jónsson hagfræðingur.