Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 66

Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 FERILL OG FRAMLAG PETERS F. DRUCKERS P E T E R F . D R U C K E R P eter F. Drucker er fæddur í Austurríki 19. nóvember 1909. Um mótunarár hans er fjallað í bók eftir John Flaherty frá árinu 1999. Þar segir m.a. að þrjú atriði í æsku Druckers hafi haft mikil áhrif: Fyrst tveir grunnskólakennarar. Annar kennarinn brýndi fyrir Drucker að gæta að fágun og ögun í ritun meðan hinn hvatti Drucker til að fara út fyrir rammann og fyrirliggjandi hefðir í hugsun og nálgun að vandamálum. Í annan stað að mestu áhrifavaldar í menntun Druckers hafi verið foreldrar hans og það fólk sem kom á heimili hans. Í samskiptum við þetta fólk, sem var í fremstu röð innan mennta og lista, lærði Drucker góða siði og mikilvæga færni á mörgum sviðum. Í þriðja lagi sjálfs- nám Druckers þar sem hann tók snemma þátt í vísindalegri umræðu og tileinkaði sér klassísk fræði og mannvísindi. Eftir menntaskólapróf yfirgefur Drucker Vínarborg. Á sautjánda ári fer hann til Ham- borgar og fær vinnu í útflutningsfyrirtæki. Þaðan fer hann til Frankfurt 1928 að vinna í banka. Ári síðar fór hann að skrifa um fjármál í leiðandi blaði í Frankfurt. Hann varð fljótlega ritstjóri blaðsins á sviði við- skipta- og utanríkismála og gegndi því starfi til 1933. Samhliða ritstjórastörfunum stundaði Drucker nám í lögum og stjórn- málafræði við Háskólann í Frankfurt. Hann lauk doktorsprófi 1931. Drucker sá ekki framtíð fyrir sig í Þýska- landi og hélt til Bretlands árið 1933. Hann starfaði í fjárfestingabanka næstu þrjú árin. Til marks um það hvað tilviljanir geta þýtt fyrir þróun einstaklinga segir Flaherty frá því að Drucker hafi árið 1934 í London leitað sér skjóls undan regni í listasafni. Þar var sýning á japanskri list sem hann heillað- ist svo af að hann hóf að safna japanskri list og ávann sér gott orðspor fyrir þekk- ingu á listinni og á japanskri menningu. Bretland varð þó ekki endastöðin hjá Drucker. Árið 1937 fluttist hann til Banda- ríkjanna og gerðist sjálfstæður pistlahöf- undur fyrir nokkur bresk blöð. Drucker skrifaði m.a. um efnahagsmál, stjórnmál, félagsmál og menntamál. Drucker settist að í Bandaríkjunum og helgaði sig ritstörfum, kennslu og ráðgjafastörfum. Ritverk Peters F. Drucker Ritverk Druckers má flokka á ýmsan hátt. Gróflega má skipta verkunum í þrennt, um samfélagið og þróun þess, um fyrirtækið og stjórnun þess og svo um einstaklinginn og árangur hans. Peter F. Drucker var mjög afkastamikill höfundur. Eftir hann liggja tugir bóka og mörg hundruð greinar. Heimildir eru um að bækur eftir Drucker hafa selst í yfir fimm milljónum eintaka. Fróðlegt er að skoða listann yfir bækurnar. Við gerð listans hér til hliðar var stuðst við samantekt Johns Flahertys sem nær til 1999 og frá þeim tíma er bætt við listann þeim bókum sem grein- arhöfundur hefur upplýsingar um. Einföld leit á veraldarvefnum stað- festir að Drucker hefur haft mikil áhrif. Menn eins og Jack Welch, fyrrum forstjóri Fáir eiga að baki eins langan og glæstan feril og Peter F. Drucker. Nafnið hans er vel þekkt um allan heim og oft er vitnað til hans sem föður nútíma- stjórnunar. Hann skilur eftir sig mikið ævistarf sem margir munu njóta um ókomin ár. Peter F. Drucker náði 95 ára aldri. Hann lést þann 11. nóvem- ber 2005. Í þessari stuttu grein er að finna yfirlit yfir helstu ritverk Druckers og vikið að ferli hans og fram- lagi til stjórnunarfræðanna. TEXTI: RUNÓLFUR SMÁRI STEINÞÓRSSON, PRÓFESSOR Dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor í stjórnun og stefnumótun við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.