Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 71
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 71
væntingum sem gerðar eru til okkar sem
kerfisstjóra og öflugs flutningsfyrirtækis.“
Hvað varðar raforkuverð til notenda í dag
þá hefur orðið breyting á með tilkomu Lands-
nets. „Stjórn Landsnets tók þá ákvörðun að
hækka gjaldskrá til dreifiveitna um þrjú og
hálft prósent í ársbyrjun. Jafnframt tókust
samningar við Landsvirkjun um verulega
lækkun svonefndrar kerfisþjónustu, sem er
hluti gjaldskrárinnar. Nemur lækkunin alls
um 21% og heildarniðurstaðan er því sú
að flutningsgjaldskrá dreifiveitna lækkar að
nafnvirði milli ára. Áætlanir okkar miðast
við að þessi þróun haldi áfram á komandi
árum.“
Nýframkvæmdir
Á vegum Landsnets er einnig unnið að marg-
víslegum nýframkvæmdum í flutningskerf-
inu til að uppfylla samninga um aukna raf-
orkuflutninga. Þessi uppbygging flutnings-
kerfisins er sú umfangsmesta frá upphafi
og mun hafa töluverð áhrif á starfsemi Landsnets í náinni framtíð.
Hér er fyrst og fremst um að ræða nýbyggingar sem tengjast ann-
ars vegar nýju álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði og hins vegar stækkun
álvers Norðuráls í Hvalfirði. Þá berast fréttir af áformum um fleiri
álversstækkanir og stórframkvæmdir sem gerir það að verkum að
verkefni Landsnets verða næg á næstu árum.
Landsnet er eina fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi. Sam-
anburður við íslensk fyrirtæki er því ekki til staðar í þeirri kjarna-
starfsemi sem fyrirtækið annast. Þar af leiðandi eru erlend sam-
skipti Landsnets umtalsverð og eru þau einkum fólgin í þátttöku
í samtökum norrænna flutningsfyrirtækja,
NORDEL, og í verkefnum sem miða að því
að innleiða umbætur í starfsemi flutnings-
kerfa, með hagræðingu að leiðarljósi. Á
þeim vettvangi hefur Landsnet átt í víðtæku
samstarfi við National Grid í Englandi og
Statnett í Noregi. Þetta samstarf er mikil-
vægt, bæði fyrir starfsemi Landsnets og
starfsmenn þess því þeir verða sér úti um
yfirgripsmikla kunnáttu á mikilvægustu
þáttum í kjarnastarfseminni með þátttöku
í sérfræðinefndum sem Landsnet hefði ekki
fjárhagslegt bolmagn til að koma upp á
eigin vegum.
Landsnet gegnir í dag mikilvægu hlut-
verki í aðgangi landsmanna að raforkukerf-
inu og frelsi þeirra til að eiga viðskipti með
rafmagn. Framtíðarsýn Landsnets er að vera
ábyrgt og framsækið þjónustufyrirtæki með
öfluga liðsheild, sterka samfélagsvitund og í
fremstu röð í alþjóðlegum samanburði.
Krókhálsi 5C • 110 Reykjavík • Sími: 5639300 • Fax: 5639303
Netfang: landsnet@landsnet.is • Heimasíða: www.landsnet.is
LYKILHLUTVERK Í MARKAÐS VÆÐINGU RAFORKUMÁLA
Hlutverk Landsnets er að reka
flutningskerfi raforku og annast
kerfisstjórnun með því að:
• Tryggja og viðhalda hæfni
flutningskerfisins til lengri tíma
• Tryggja rekstraröryggi
raforkukerfisins
• Viðhalda jafnvægi milli framboðs
og eftirspurnar rafmagns á
hverjum tíma
• Annast uppgjör orkuflæðis á
landsvísu
• Efla virkni raforkumarkaðar
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets.