Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 72

Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 R akið kjaftæði! - Bullshit! Plain bullshit!“ Jan Petter Cour- voisier Sissener, forstjóri Kaupþings í Noregi, talar í upp- hrópunum og blandar saman móðurmáli sínu, norskunni, og ensku kauphallarslangi. Hann bandar frá sér til vinstri og hægri, tekur bakföll, rennir augabrúnum uppí hársrætur og niður og aftur og hlær strákslega. „Kjaftæði!“ Já, svo mikið gengur á þegar Kaupþingsforstjórinn er beðinn að svara spurningunni: Hvað er hæft í þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á íslenska banka í norrænum fjölmiðlum, að þeir geti allir hrunið samtímis eins og spilaborg? Thore Johnsen, prófessor í hagfræði við verslunarháskólann í Björgvin, hélt þessu til dæmis fram á síðasta ári í álitsgerð til norska fjármálaeftirlitsins. Jan Petter Sissener er ekki hlutlaus í málinu því hann er einn fjölmargra Norðmanna sem íslenskir bankar hafa ráðið til starfa þar í landi síðustu tvö árin. Við getum kallað þessa Norðmenn „málaliða íslensku bankanna“. Sissener er forstjóri Kaupþings í Noregi og hefur það hlutverk að byggja upp starfsemina í Ósló með það að markmiði að Kaup- þing verða leiðandi fyrirtæki í verðbréfaviðskiptum. Og það á einnig að koma upp almennri bankastarfsemi fyrir lok árs. Öfund, hrein og klár öfund Um gagnrýni manna eins og Thore Johnsens prófessors segir Sissener: „Maðurinn veit ekki um hvað hann er að tala. Hann hefur ekki lært fræðin sín. Ha, ha, ha!“ Sissener hlær og bætir við: „Gagnrýni á íslenskar fjármálastofn- anir byggir á tvennu: Á öfund, já hreinni og klárri öfund. En einnig á því að menn skilja ekki af hverju íslenskir bankar stækka bara og stækka þegar aðrir bankar standa í stað eða eiga í erfiðleikum. Skýringin á þessu liggur í hugsunarhætti Íslendinga. Þeir eru fljótir að taka ákvarðanir, ferli ákvarðana eru styttri en til dæmis hér í Noregi og skriffinnskan minni. Af því stækka bankarnir og af því líkar mér vel í þjónustu Íslendinga. Mér líkar ágengnin og sókn- dirfskan. Ég þoli ekki bullshit!“ Það er enginn vandi að fá Jan Petter Sissener til að tala. Orðin streyma upp úr honum og oft fylgja enskar upphrópanir með. Norskir blaðamenn vita þetta og því eru Sissener og Kaupþing oft í fréttum viðskiptablaða hér. Annars vegar hefur það vakið athygli blaðanna að Sissener sækir jafnt og þétt starfsfólk til annarra fyrirtækja. Það er talað um að hann geri strandhögg hér og þar. Hann er nánast búinn að tæma skrifstofuna hjá fyrri vinnuveitanda sínum. Meðal viðskiptablaða- manna í Noregi er sagt að Jan Petter þurfi bara að taka upp símann og segja: Viltu koma að vinna fyrir mig? Þá stendur viðmælandinn upp, tekur hatt sinn og staf og flytur sig til hins fræga Sisseners. „Ég á eftir að næla í fleiri,“ segir hann og glottir strákslega. Talar í fyrirsögnum Hin ástæða þess að Sissener er oft í fréttum er að hann talar í fyrirsögnum. Hann segir umsvifalaust álit sitt á því sem er að gerast á markaðnum. Vanti uppslætti á viðskiptasíðurnar er bara að hringja í Sissener. „Ég er ekki feiminn maður,“ segir forstjórinn og við trúum þeirri fullyrðingu. „Ég hef ekkert á móti því að vera í sviðsljósinu. Ég hef Norski Kaupþingsforstjórinn, Jan Petter Courvoisier Sissener, er þjóðsagnapersóna í norsku viðskiptalífi og þekktur fyrir að segja skoðun sína afdráttarlaust um menn og málefni. „HEF ÁÐUR BYRJAÐ AFTASTUR OG TEKIÐ FRAM ÚR!“ TEXTI OG MYNDIR: GÍSLI KRISTJÁNSSON Í ÓSLÓ N O R S K I K A U P Þ I N G S F O R S T J Ó R I N N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.