Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 74

Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 74
N O R S K I K A U P Þ I N G S F O R S T J Ó R I N N Ráða til sín heimamenn Bæði Íslandsbanki og KB-banki hafa valið þá leið að ráða til sín heimamenn til að stýra þessum stofnunum. Jan Petter Sissener, forstjóri fyrir starfsemi Kaupþings í Noregi, segir að þetta sé skynsamlegt því heimamenn njóti alltaf mest trausts á heimamarkaði. Hann segir einnig að mikilvægasta fjárfestingin í fjármálaþjónustu liggi í mannaflanum en ekki í húsnæði eða afgreiðsluborðum bankanna. Núna skipta Norðmenn í þjónustu íslensku bankanna tugum og á eftir að fjölga. Íslandsbanki hefur töluvert forskot á KB-banka og hefur mun fleiri málaliða í sinni þjónustu. Jan Petter Sissener hjá Kaupþingi segir á hinn bóginn að hann sé rétt að byrja að kaupa menn. Hann er rétt að byrja að koma sér upp herdeild áður en „Kaupthing Norge“ verður að fjár- festingabanka. Af norskum málaliðum Íslandsbanka eru þessir kunnastir: Frank O. Reite, for- stjóri fyrir umsvifum Íslandsbanka í Nor- egi. Hann var áður mest þekktur fyrir að vera hægri hönd Kjell Inge Rökke í fjármálum. Síðar varð hann bankastjóri Kreditbankans í Álasundi og á síðasta sumri settur yfir alla starfsemi í Noregi. Gunnar Jerven, bankastjóri BNbank í Ósló og Þrándheimi. Hann er bóndasonur af Austurlandinu og stýrði BNbank þegar Íslandsbanki keypti. Sagður varkár maður í peningamálum en hefur fengið hrós í norskum fjármálablöðum fyrir vinnu sína í þágu nýrra húsbænda. Þrátt fyrir ríka foreldra er Sissener sjálfur ekki talinn ríkur. Honum hefur haldist illa á fé. Hann segir að þetta sé rétt og komi af því að honum þykir meira gaman að nota peninga en að safna þeim. Það er líka fullyrt að hann hafi lánað vinum sínum fé en ekki fengið það alltaf til baka. Örlætið hefur kostað hann peninga. Þó fréttist í lok janúar að einn vina hans hefði greitt upp lán eftir fjögurra ára vanskil. Það voru víst jafnvirði 100 milljóna íslenskra króna. „Já, svona er þetta. Ég hef nóg fyrir mig en ég telst ekki sérstak- lega ríkur maður,“ segir Sissener. Hann er kvæntur og á þrjú börn sem eru um og yfir tvítugt. Í hóp hinna stóru Metnaður Sisseners fyrir hönd Kaupþings er mikill. Hann hefur lýst því yfir að fyrirtækið verði eitt fimm stærstu á sviði verðbréfamiðlunar í Noregi. Þegar hann tók við í september hafði Kaupþing 1,3 prósent af markaðnum og var - og er enn - langt frá því að vera í hópi hinna stóru. „Við erum á uppleið en ég hef á margan hátt orðið að byrja frá grunni,“ segir Sissener. „Ég vil ekki gangrýna fyrri stjórnanda hér en ég tel að hann hafi verið á rangri leið. Ég hef reynt að marka aðra stefnu og endurnýjað hóp viðskiptavina fyrirtækisins.“ Hann leggur mikla áherslu á að byggja upp liðsanda innan Kaup- þings. Hann talar um að fólk eigi að vera stolt af að vinna fyrir fyrir- tæki sitt. Metnaður og vilji til að sinna þörfum viðskiptavinanna eru lykilorðin í því sem hann segir. „Ef viðskiptavinirnir eru ánægðir þá vöxum við, annars ekki. Þetta eru einföld sannindi en sígild,“ segir Sissener. Banki á árinu Hann talar um að byggja upp sigurlið og þess vegna ræður hann til sín menn sem hann þekkir. Og hann talar um að Kaupþing hafi það að markmiði að verða að fjárfestingabanka á norskum markaði og sinni litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Bankinn á að hefja starfsemi síðsumars - í ágúst, segir Sissener. Ég spyr hvort hann verði bankastjórinn og Sissener hlær hátt. „Ha, ha, nei ég er ekki bankastjóri! Við finnum bankastjóra. Það er alltaf hægt að finna menn sem kunna til slíkra verka,“ segir Sissener. Ég spyr þá hvort hann ætli að sækja bankastjóra til keppinaut- anna hjá Íslandsbanka. Þeir eru núna tveir hjá bönkum í eigu Íslandsbanka í Noregi. „Já, því ekki. Ef þeir eru nógu góðir,“ segir Sissener og hlær enn hærra en áður. „Nei í alvöru: Við finnum bankastjóra.“ Íslandsbanki hefur forskot En er Íslandsbanki helsti keppinautur- inn á norska markaðnum? ,,Einn af keppinautunum,“ segir Sissener. ,,Ég hugsa þó að yfir- mönnum mínum í Reykjavík þætti vænt um ef við yrðum stærri 74 F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 5 Sókn íslenskra inn á norskan fjármálamarkað hófst með kaupum Íslandsbanka á Kreditbanken, tiltölulega litlum banka í Álasundi, síðla árs 2004. Eftir það hafa bæði Íslandsbanki og KB-banki keypt nokkur velvalin fjármálafyrirtæki með það að markmiði að ná fótfestu sem fjárfestingabankar í Noregi. „Málaliðarnir“ í þjónustu íslenskra banka í Noregi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.