Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 75

Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 75
N O R S K I K A U P Þ I N G S F O R S T J Ó R I N N Jostein Sætrenes, banka- stjóri Kreditbankans í Álasundi. Hann tók við af Frank O. Reite á síð- asta ári en vann áður einkum í olíunni og kom úr stöðu framkvæmda- stjóra hjá þjónustufyrir- tæki við olíuiðnaðinn í Álasundi. Kjetil Fröland, yfirmaður gjaldeyrisviðskipta hjá Kreditbankanum. Ráðinn til bankans um áramót. Reyndur bankamaður og sérfræðingur í gjaldeyris- viðskiptum. Var áður hjá Den Norske Bank, stærsta banka Noregs. Stig A. Rognstad, áður aðaleigandi og framkvæmdastjóri verð- bréfamiðlunar Norse Securities í Ósló. Íslandsbanki keypti hann og fyrirtækið fyrir jólin. Vinsæll miðlari í Ósló en talinn félítill. Kurt Inge Sandnes, sérfræðingur í fjárfest- ingum í olíuvinnslunni. Ráðinn til Kreditbank- ans í upphafi árs. Á að baki áþekkan feril og bankastjórinn, Sætrenes, og var áður fjár- málastjóri hjá einu af þjónustufyrirtækjunum í olíunni í Álasundi. Jan Rune Hurlen, framkvæmdastjóri fjármála- ráðgjafarinnar FactoNor í Álasundi. Kredit- bankinn átti hlut í fyrirtækinu en keypti það allt ásamt framkvæmdastjóranum á síðasta ári. Kaupin voru talin styrkja stöðu Kredit- bankans í fjármálaþjónustu við minni fyrirtæki í Álasundi og nágrenni. Bjørn Richard Johan- son, almannatengill Íslandsbanka. Hann var áður í fjögur ár aðstoðarframkvæmda- stjóri hjá Burson-Mar- steller kynningarfyrir- tækinu og tók að sér verkefni fyrir Íslands- banka þegar Kreditbankinn og BNbank voru keyptir. Var í framhaldi af því ráðinn til Íslandsbanka. Hann var áður almannatengill hjá verslanakeðjunni Haakon Gruppen og þar áður fréttamaður hjá norska ríkisútvarpinu. Ove Aagard Erichsen. Ráðinn í janúar til Kredit- bankans eftir að hafa áður starfað hjá Eksport- finans, sameignarfyrir- tæki norsku bankanna og ríkisins. Sérfræðingur á sviði lána til útflutn- ingsgreinanna, m.a við útflutning á skipum. en Íslandsbanki í Noregi. Íslandsbanki hefur forskot. Þeir hafa keypt banka í fullum rekstri, styrkt þá og reka nú undir sömu nöfnum og áður. Ég á von á að við reynum að byggja upp eigið vörumerki, gera Kaupþing að nafni á banka hér.“ En á útibú frá banka á Íslandi einhverja möguleika á að ná fótfestu í Noregi? „Auðvitað, auðvitað,“ svara Sissener umsvifa- laust. „Markaðurinn hér mótast af því að Den norske Bank - DnB - er langstærsti bankinn. Síðan eru margir tiltölulega litlir bankar. DnB getur bara minnkað héðan af og litlu bankarnir vaxið og þar eigum við að minnsta kosti sömu möguleika og aðrir og meiri möguleika ef við höldum framsækninni og sókndirfskunni. Ef við erum fljótari en keppinautarnir náum við lengra. Ég hef byrjað aftastur áður og tekið fram úr!“ En kemur til greina að kaupa banka? „Kaupa hvaða banka?“ spyr Sissener til baka. „Það er enginn banki til sölu. Banki er heldur ekkert merkilegt fyrirbæri. Það er hægt að ráða fólk sem kann til verka og búa til banka. Traust er það sem skiptir máli. Traust við- skiptavinarins á bankanum. Hæfir menn geta byggt upp slíkt traust.“ Enn þá hungraður Sissener talar með ákafa og því spyrjum við hvort hann hafi hér ratað í draumastarfið. Hann hugsar sig um, veltir vöngum um stund og segir síðan: „Eins og staða mín í líf- inu er í dag þá er þetta að mörgu leyti drauma- starf. Ég hef alltaf unnið langan vinnudag. Ég gæti ekki farið heim á miðjum degi og sagt vinnudeginum lokið. Að minnsta kosti ekki enn. Ég tel mig hafa mikla starfsorku og verð að nýta hana. Núna er ég fimmtugur en síðar á ævinni langar mig ef til vill að slaka á og hætta þessu ati. En núna er ég til í slag. Ég er ennþá hungraður, ha, ha!“ segir Jan Petter Sissener og slær saman hnefunum. F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 5 75 Sissener á til ríkra að telja. Móðir hans var einn erfingja að lyfjafyrirtæk- inu Alpharma, sem afi Jans Petters átti og rak. „Málaliðarnir“ í þjónustu íslenskra banka í Noregi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.