Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Qupperneq 77

Frjáls verslun - 01.01.2006, Qupperneq 77
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 77 Á R N I P É T U R Í N Æ R M Y N D Y firlýsingar Árna Péturs Jóns- sonar, forstjóra Og Vodafone, um að gera félagið að stærsta fjarskiptafélagi Íslands innan tveggja ára, vöktu að vonum athygli. Árni Pétur tók við starfinu sl. haust. Hann vann áður hjá Baugi og Högum og þar áður var hann framkvæmdastjóri Toll- vörugeymslunnar í nokkur ár. Árni Pétur hefur gaman af stangveiði og mikinn áhuga á mynd- list. Hann málar sér til skemmtunar. Bolvíkingur Árni Pétur Jónsson er fæddur í Bolungarvík 11. desember 1966. Hann er sonur hjónanna Jóns Eðvalds Guðfinnssonar og Guðbjargar Hermanns- dóttur. Árni ólst upp í Bol- ungarvík og gekk í skóla þar. Eftir að skyldunámi lauk fór hann í Verzlunar- skóla Íslands en að loknu stúdentsprófi lá leið hans í Háskóla Íslands þaðan sem hann lauk prófi sem viðskiptafræðingur árið 1991. Þeir sem þekkja til Árna Péturs segja að hann sé keppnismaður í eðli sínu, hörku- duglegur og fljótur að hugsa. Hann hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu og hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri Skipa- afgreiðslu Jes Zimsen hf., sem forstjóri Tollvörugeymslu Zimsen hf. og sem fram- kvæmdastjóri markaðssviðs heildsölu Olís. Frá árinu 2001 starfaði Árni sem fram- kvæmdastjóri matvörusviðs Baugs og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Haga hf. Í því starfi fólst umsjón með öllum versl- unarrekstri Haga hf. á Íslandi, í Danmörku og Svíþjóð. Hann hefur setið í stjórnum allmargra fyrirtækja, s.s. Skeljungs, Húsa- smiðjunnar og Lyfju þar sem hann var stjórnarformaður frá 2001 til 2004. Árni Pétur hefur einnig látið til sín taka í skólamálum og var formaður skólanefndar Ísaksskóla um nokkurra ára skeið og barð- ist hart fyrir því að skólinn fengi þá viður- kenningu sem hann á skilið. „Mér finnst að maður verði að leggja eitthvað að mörkum til samfé- lagsins og ég hef reynt að stilla mínu framlagi þannig að það komi börn- unum mínum til góða og vinna mín fyrir Ísaksskóla tengist því. Þegar dóttir mín fór í Ísaksskóla þá setti ég mig svolítið inn í gang mála þar og fór að berjast fyrir tilverurétti einkaskóla. Mér finnst að þeir eigi að minnsta kosti að eiga tilverurétt eins og aðrir skólar. Ísaksskóli hefur átt mjög erfitt upp- dráttar á þessum tíma og það vantaði fólk til starfa þannig að ég bauð mig fram og starfaði þar í mörg ár.“ Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla, sem vann náið með Árna Pétri í skólanefndinni, segir að hann sé ekki ein- hamur til verka. „Það prýða hann margir kostir. Hann er skipulagður, hvetjandi, hug- myndaríkur, einlægur, raunsær og vill sjá árangur. Hann er yfirlætislaus og einstak- lega lipur í mannlegum samskiptum. Þegar Árni tekur að sér verkefni sinnir hann því daga og nætur þar til því er lokið. Hann er einn þeirra sem virðist hafa fleiri klukku- stundir í sólarhringnum en aðrir.“ Með græna beltið í karate Að sögn Árna finnst honum gott að stunda líkamsrækt. „Ég spilaði fótbolta í eina tíð og mín lið eru Manchester United og Valur.“ Á Verzlunarskólaárunum og á meðan Árni var í háskóla lagði hann stund á karate og keppti á Íslandsmeistaramótum. Hann er með græna beltið. „Í dag finnst mér gaman að veiða og ég fer einstaka sinnum í golf.“ Sú saga er til af Árna Pétri að einu sinni hafi hann verið á leið í veiði ásamt fleirum og að miklu hafi skipt hver myndi veiða stærsta laxinn og vinna þannig til verð- launa. Árni hlær þegar hann er spurður hvort það sér satt að hann hafi keypt stóran lax fyrir ferðina til að auka möguleikana á að vinna. „Já, það var búin að vera svo mikil pressa á mér að veiða stærsta fisk- inn að ég kiknaði undan því og keypti mér risastóran lax áður en ég fór úr bænum. Ég faldi laxinn í poka og blóðgaði og allt á bakkanum og þóttist hafa veitt hann. Þegar kom að verðlaunaafhendingunni varð ég að viðurkenna svindlið því ég gat ekki hugsað mér að taka við verðlaununum á þessum forsendum. Þessi leikur olli mikilli kátínu hjá viðstöddum.“ Árni hefur mikinn áhuga á myndlist og málar sér til ánægju. „Mér finnst gaman að mála og teikna og hef gert það lengi. Ég fer oft á myndlistarsýningar og er í ágætu sam- bandi við myndlistarmenn og mér finnst gaman að velta fyrir mér og tala um mynd- list.“ Þegar Árni er spurður hvort hann hafi einhverja formlega menntun í myndlist svarar hann því neitandi. „En það er draum- urinn að gera það þegar ég finn tíma til.“ Eiginkona Árna Péturs heitir Guðrún Elísabet Baldursdóttir og er hárgreiðslu- meistari. Þau eiga tvö börn, Daníel Orra sem er 6 ára og Hildu Elísabetu sem er 11 ára. MÁLAR SÉR TIL SKEMMTUNAR „Og satt besta að segja urðum við allir virkilega pirraðir á honum og þurft- um að taka hann til hlið- ar til að eiga við hann nokkur orð um að hætta þessu dekri við konuna sína. Okkar konur voru farnar að gefa okkur hornauga vegna þess að við stæðum okkur ekki í stykkinu,“ segir veiði- félagi Árna Péturs. TEXTI: VILMUNDUR HANSEN MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.