Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 78
78 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 Á R N I P É T U R Í N Æ R M Y N D „Gef honum toppeinkunn“ Egill Ágústsson, framkvæmdastjóri Íslensk- ameríska, hefur þekkt Árna Pétur í ein fimmtán ár að eigin sögn. „Við kynntumst þegar hann var framkvæmdastjóri hjá Skipa- afgreiðslu Jes Zimsen hf. og svo forstjóri Tollvörugeymslunnar.“ Egill segir allt sam- starf sitt við Árna Pétur mjög farsælt og gott. „Sérstaklega þegar við vorum að opna útibú frá Tollvörugeymslunni hér hjá Íslensk-ameríska. Að mínu mati er hann hjálp- legur og það stenst allt sem hann segir. Hann er drífandi, útsjónarsamur og laðar það góða fram í fólki. Hann nær að sjá hlutina í víðu ljósi og ég gef honum toppein- kunn.“ Egill segist einnig hafa kynnst Árna utan við vinnu og það sé í raun allt á sömu lund hjá honum. „Hann er að stíga sín fyrstu skref í stangveiði og er þegar orðinn mjög áhugasamur í veiðinni. Hann hefur alltaf unnið mikið og ég held að það sé ekki fyrr en á allra síðustu árum sem hann hefur farið að sinna einhverjum áhuga- málum.“ „Virkilega pirraðir“ „Við Árni kynntumst í gegnum viðskipti,“ segir Knútur G. Hauksson, for- stjóri Heklu, sem hefur þekkt hann í nokkur ár og bætir við: „Hann er eitthvað yngri en ég þótt hann líti út fyrir að vera eldri. Hann er heiðarlegur, það er hægt að treysta honum hund- rað prósent. Þá finnst mér hann þægilegur í umgengni, léttur og skemmtilegur.“ Fyrir utan að hafa unnið saman að við- skiptum eru Knútur og Árni Pétur persónu- legir vinir. Hann segir að einhverju sinni hafi þeir Árni Pétur ásamt fleirum farið í hjónaferð að veiða. „Og satt besta að segja urðum við allir virkilega pirraðir á honum og þurftum að taka hann til hliðar til að eiga við hann nokkur orð. Árna er mjög eðl- islægt að hugsa vel um konuna sína og hann var alltaf að athuga hvort henni væri nokkuð kalt eða vanhagaði um eitthvað. Konurnar okkar hinna voru alveg komnar með stjörnur í augun yfir því hvaða hann hugsaði vel um Guðrúnu og farnar að gefa okkur hinum hornauga og velta því fyrir sér af hverju við værum ekki svona góðir við þær líka. Okkur körlunum fannst þetta bara hreint óþægilegt og sáum okkur ekki annað fært en taka Árna til hliðar og biðja hann um að hætta þessu. En þetta lýsir honum afskaplega vel að mínu mati.“ „Mér finnst gaman að mála og teikna og hef gert það lengi. Ég fer oft á myndlistarsýningar og er í ágætu sambandi við mynd- listarmenn og mér finnst gaman að velta myndlist fyrir mér.“ Árni Pétur hefur mikinn áhuga á myndlist og málar sér til ánægju. Hér málar hann af kappi á vinnustofu Tolla. Nafn: Árni Pétur Jónsson. Fæddur: 11. desember 1966. Maki: Guðrún Elísabet Baldursdóttir. Börn: Daníel Orri, 6 ára, og Hildur Elísabet, 11 ára. Menntun: Viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.