Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 82

Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 82
82 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 F K A V E R Ð L A U N I N Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, fékk FKA-viðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri árið 2006 og jafngildir það því að hún sé kona ársins í atvinnulífinu, að mati félagsins. Ásdís Halla var ráðin for- stjóri BYKO snemma á síðasta ári. Rakel Olsen, forstjóri og stjórnarformaður Sigurðar Ágústssonar í Stykkis- hólmi, fékk þakkarviðurkenninguna fyrir einstaklega árangursríkt ævistarf, en hún hefur stýrt fyrirtækinu um árabil. Þá sat hún í stjórn SH um langt skeið. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, fékk hvatningarverðlaun FKA fyrstur karla. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jón og Frjáls verslun fá verð- laun vegna skrifa um þátt kvenna við stjórnun fyrirtækja. Síðastliðið haust fékk blaðið sérstaka viðurkenningu Jafn- réttisráðs fyrir umfjöllun og samanburð á stöðu kvenna og karla í atvinnulífinu. Skrif Frjálsrar verslunar um þátt kvenna í stjórnun íslenskra fyrirtækja hafa verið umtalsverð á síðustu tíu árum en fyrir tveimur árum var ákveðið að helga eitt tölublað konum í viðskiptalífinu og velja 70 áhrifamestu konur viðskiptalífsins. Þetta var endurtekið sl. vor. Í þessum tölublöðum hefur verið gerð ítarleg úttekt á hlut kvenna í stjórnum 150 stærstu fyrirtækja landsins sem og hversu mörgum fyrirtækjum þær stýra af 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Samanburður af þessu tagi hefur ekki verið gerður áður af fjölmiðlum og vó hann þyngst við úthlutun viðurkenninganna tveggja. Verðlaunahátíðin var haldin í Súlnasal Hótel Sögu. Bryndís Schram var kynnir kvöldsins og voru um tvö hundruð gestir viðstaddir, langflestir konur úr atvinnulíf- inu og stjórnmálum. Hjörleifur Valsson lék á fiðlu fyrir veislugesti og boðið var upp á léttar veitingar. Margrét Þóra Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff-Borgarljósa og formaður Félags kvenna í atvinnu- rekstri, setti hátíðina og kynnti verðlaunahafana. Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra afhentu síðan viðurkenningarnar. „BYKO-drottningin“ Ásdís Halla, sem er stjórnmálafræð- ingur og með mastersgráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvardháskóla, tók við glæsilegum verðlaunagrip eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur, myndarlegri leirmynd sem hlaut nafnið „BYKO-drottningin“. Að mati dómnefndarinnar hefur Ásdís Halla sýnt mikla leiðtogahæfileika og þó hún hafi ekki stundað hefð- Í annað sinn á skömmum tíma fær Frjáls verslun verðlaun vegna skrifa um þátt kvenna við stjórnun fyrirtækja. Síðastliðið haust fékk blaðið verðlaun Jafnréttisráðs. TEXTI: JÓHANNA HARÐARDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON GLÆSILEG HÁTÍÐ FÉLAGS KVENNA Í ATVINNUREKSTRI: Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, fékk þennan for- láta verðlaunagrip eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur listakonu og hlaut hann nafnið „BYKO-drottningin“. Margrét Þóra Kristmannsdóttir afhenti henni gripinn. FKA -VIÐURKENNINGARNAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.