Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.01.2006, Blaðsíða 83
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 83 F K A V E R Ð L A U N I N bundin viðskipti um langan tíma hafi hún stýrt rekstri eins af stærstu bæjarfélögum landsins og sé núna for- stjóri eins af stórveldunum í íslensku viðskiptalífi. Ásdís varð bæjarstjóri í Garðabæ árið 2000. Hún hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi, m.a. á stjórnmálasviðinu, er konum hvatning og fyrirmynd og því vel að viðurkenn- ingunni komin, að mati Félags kvenna í atvinnurekstri. Ásdís Halla sagðist hafa lært að hægt væri að ná hvaða árangri sem er, ef manni væri sama hver fengi þakkirnar fyrir það, en hún væri nú himinlifandi yfir þessari við- urkenningu. Hún sló á létta strengi í ræðu sinni um að „hún væri ekki enn búin að ákveða hvað hún ætli að verða þegar hún yrði stór“. Hún sagði að það skipti sig meira máli að gera eitthvað sem væri skemmtilegt en „að verða eitthvað“. Fátt væri þó skemmtilegra en þegar ungar stelpur kæmu til sín með spurningar um framtíðina og vildu fá að ræða hana. Hún þakkaði FKA góð störf, sem fælust m.a. í að styrkja tengslanet kvenna í atvinnu- rekstri. Alltaf komist vel af í karlasamfélaginu Rakel Olsen, stjórnarformaður Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi, hlaut þakkarviðurkenningu FKA. Að mati dómnefndar hefur dugnaður, áræðni og kjarkur einkennt Rakel Olsen og hún er sönnun þess hversu miklu þessir eiginleikar geta skilað í rekstri fyrirtækja. Hún hefur helgað grund- vallaratvinnuvegi þjóðarinnar starfskrafta sína og gert það á þann hátt að eftir hefur verið tekið. Rakel hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum alla ævi, verið áhugamaður um verndum gamalla húsa og fyrir- mynd margra kvenna í gegnum tíðina. Rakel rifjaði upp breytingar í viðskiptalífinu frá því að hún hóf þátttöku sína, höft, verðbólgu og seinagang og sagði heiminn hafa færst nær og gert yngri kynslóðum lífið auðveldara í viðskiptum. Rakel sagði viðurkenn- inguna ekki verða til þess að hún settist í helgan stein í sjávarútveg- inum, hún hefði alltaf komist vel af í karlasamfélaginu og hvatti konur til að hasla sér völl og taka virkan þátt í íslenskum sjávarútvegi. Fyrstur karla til að hljóta viður- kenningu FKA Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar er fyrsti karlmaðurinn til að hljóta hvatning- arverðlaun FKA. Jón G. er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað við fjölmiðla frá árinu 1982 og fengist mest við skrif um viðskipti og efnahagsmál. Hann hefur verið ritstjóri Frjálsrar verslunar í fjórtán ár eða lengur en nokkur annar í 67 ára sögu blaðsins. Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslands- banka, afhenti Jóni viðurkenninguna. Hún sagði að hann fengi þessa viðurkenningu fyrir mikla, fagmannlega og vandaða umfjöllun Frjálsrar verslunar um konur í stjórn- unarstörfum. Verðlaunahafar ásamt Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra á FKA-hátíðinni. Frá vinstri: Margrét Þóra Kristmannsdóttir, formaður FKA, Jón G. Hauksson, Rakel Olsen, Ásdís Halla Bragadóttir, Valgerður Sverrisdóttir og Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Íslandsbanka. Rakel Olsen, forstjóri Sigurðar Ágústssonar fékk þarkkarviður- kenningu FKA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.