Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 86

Frjáls verslun - 01.01.2006, Side 86
86 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R Ég sá þennan líka himneska Kjarval til sölu í Reykjavík um jólin fyrir rúmar þrjár milljónir króna svo þarna var Hallgrímur allt í einu metinn á við sex Kjarvala. muni búa til góðgerðastofnun utan um fyrir- hugaða Harry Potter alfræðibók. Þeir sem þiggja hjálpina finnst oft ekki síðra að fá fræg nöfn en fé svo það er iðu- lega þrýstingur á gefendur að láta nafns síns getið því það er dýrmæt auglýsing fyrir félögin. Og auðvitað er til góðgerðafélag sem hvetur til góðgerða - og það félag vill að fólk segi frá góðverkunum öðrum til eftirbreytni. Í stöku tilfellum verða nöfnin þiggjendum byrði. Alberto Vilar stráði á sínum tíma 200 milljónum dala í óperuhús og háskóla víða um heim. Þessi 65 ára fjárfestir var í fyrra dreginn fyrir dóm í New York fyrir fals og fjárdrátt. Mikið af loforðum hans voru aldrei greidd - nú munda viðtakendur loftborinn víða til að má nafnið hans af veggjum, meðal annars í Covent Garden - hann var einn þeirra sem vildi nafnið sitt sem víðast. Betra að nota peningana en deyja frá þeim Fyrir utan að flotta sig með góðgerðaballi geta íslenskir auðmenn tekið skoska auðkýf- inginn Tom Hunter til fyrirmyndar. Hvort Hunter hefur sagt fjárfestingafélaga sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, frá stofnun sinni er óvíst en báðir hafa auðgast á verslun og fasteignum. Fyrir tveimur árum lagði Hunter 100 milljónir punda - um fimmtung eigna sinna - í góðgerðasjóð. Hann hefur lagt fé í baráttu gegn fátækt í heiminum og gefið til safna í Skotlandi: kannski opnar bráðum „Jóns Ásgeirs viðbyggingin“ í Lista- safni Íslands. Hunter segist vilja nýta féð til góðs meðan hann sé á lífi í stað þess að deyja frá því. Anita Roddick ætlar heldur ekki að deyja auðug. Stofnandi Body Shop 1976 með bankaláni upp á fjögur þúsund pund á nú tvö þúsund búðir. Hlutur hennar er metinn á 51 milljón punda - sem hún mun leggja í góðgerðastofnun. Dætur hennar, Dam og Justine, báðar á fertugsaldri, fá ekki neitt. Í viðtali sögðust þær fullkomlega sáttar við þessa ákvörðun, mamman hefði ekki spurt þær ráða en þetta kæmi þeim alls ekki á óvart. Justine vann lengi hjá mömmu sinni en býr nú með manni og börnum í Kaliforníu. Sam hefur sjálf sett upp fyrirtæki, Coco De Mer, sem selur kvenundirföt og ýmislegt til að krydda ástarlífið, segist hafa lært mikið af mömmu sinni og fengið góðan stuðning í eigin rekstri. Þær verða þó ekki á nástrái því pabbi þeirra gefur ekki sinn hlut. Stofnun Roddicks mun ljá mannrétt- indamálum lið. Pólitískt gildi góðverka Góðmennsku- hefðin varð auðvitað til löngu áður en velferðarhugmyndir tóku á sig mynd vel- ferðarkerfis nútímans. Það er engin tilviljun að á Norðurlöndum, þar sem ríkið hefur tekið skörulega á velferðarmálum, eru góð- gerðafélög fyrirferðarlítil miðað við hér. Þegar Tony Blair forsætisráðherra ávarpaði NCVO-samkomu 1999 sagði hann að á fyrri helmingi síðustu aldar hefði Bretum lærst að landið næði ekki markmiðum sínum án aðstoðar ríkisstjórna - en síðan hefði ríkisstjórnum lærst að þær þyrftu öflugan sjálfboðaliðsgeira. Margs konar félagsmálum, til dæmis aðstoð við ungt fólk, eiturlyfjaneytendur, svo ekki sé minnst á framlag til menningar- stofnana eins og safna, er haldið uppi af góð- gerðafélögum. Stórmerkt starfið helgast oft af eldhug og reynslu þeirra sem reka þau. Það vekur þó víða áhyggjur þegar stjórn- málamenn benda um of á nauðsyn þess að láta svona félög taka of mikið að sér, líkt og ýmsir íhaldsmenn hafa gert undanfarið með nýja leiðtogann David Cameron í far- arbroddi. Það sem gerir þessi félög oft svo öflug er að þau eru lítil og einbeita sér að svæðum og efnum sem þau gjörþekkja - kannski annað ef þau væru tífalt stærri. Íslendingar mega margt lært af góðgerða- félögum hér - þó ekki sé nema bara hugs- unarhátturinn og afstaðan sem þau sýna. Það er hins vegar oft undarleg tilhneiging til þess á Íslandi að hlutirnir taki á sig fárán- lega tröllslegar myndir, samanber ómálaða málverkið hans Hallgríms Helgasonar - ég sá þennan líka himneska Kjarval til sölu í Reykjavík um jólin fyrir rúmar þrjár millj- ónir króna svo þarna var Hallgrímur allt í einu metinn á við sex Kjarvala. Vísast eng- inn jafn hissa og Hallgrímur. Annars vona ég að Hallgrímur sýni sömu hugmynda- auðgi og venjulega: snúi þessu ofurverð- mæta verki upp í „concept“ list - og afhendi eigandanum innrammaða A4 örk með lýs- ingu af verkinu sem hann hefði viljað mála en væri nú komið út fyrir þann verðramma sem hann lifði annars í... Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Pálmi Haraldsson tilkynna á blaðamannafundi að Baugur Group, FL Group og Fons gefi 135 milljónir til verkefnis UNICEF í Gíneu-Bissá.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.