Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
KYNNING
Á tímum harðnandi samkeppni um ráðstefnugestinn þurfa ákveðin atriði að vera í lagi til þess að Ísland verði fyrir val-inu sem ráðstefnustaður. Þessi atriði eru að sögn Helgu Láru
Guðmundsdóttur, deildarstjóra Ráðstefnuskrifstofu Íslandsferða:
Flugsamgöngur, aðstaða til ráðstefnuhalds, gistimöguleikar, veit-
ingastaðir og afþreying.
„Allir þessir þættir hafa gjörbreyst á undan-
förnum árum ráðstefnuhaldi til framdráttar.
Flugsamgöngur hafa aukist til og frá landinu
með aukinni samkeppni, aðstaða til fundarhalda er
eins og hún gerist best erlendis, veitingastaðirnir fá
toppeinkunn og stöðug hugmyndavinna er í gangi
í afþreyingargeiranum,“ segir Helga Lára og bætir
við:
„Við getum því stolt boðið fram landið okkar í
samkeppninni við aðra áfangastaði.“
Að ýmsu er þó að huga að sögn Helgu Láru til að allt gangi
upp, t.d. þurfa allir að kunna vel til verka og ekkert
má fara úrskeiðis og það er einmitt hér sem
starfsfólk Íslandsferða kemur að málinu. Hjá
Íslandsferðum starfar velmenntað fólk með
langa starfsreynslu að baki sem aðstoðar þá
sem eru í forsvari fyrir ráðstefnunni/fund-
inum við að halda utan um alla þætti. Hjá
Íslandsferðum er líka fyrir hendi þekking
á landi og þjóð, sem ekki er síður nauð-
synleg.
Nauðsynlegt að fylgjast vel með Eftir því sem
tækninni fleygir fram „minnkar“ heimurinn og
auðveldara er að koma sér á fram-
færi, en þeim mun mikilvægara
er að gæta fagmennsku og að
skara fram úr hvað hana snertir. Helga Lára segir að kannski sé
erfitt að svara því hvernig það sé best gert en segir að nauðsynlegt
sé að fylgjast með hvað kollegar í öðrum löndum séu að gera m.a.
með því að fara á ferðasýningar og í heimsóknir.
„Við verðum líka að fylgjast vel með tækniþróun sem er mjög
hröð í þessum geira. Þegar horft er til þess hve ráð-
stefnum hefur fjölgað hér á landi sést að við erum
samkeppnisfær og að Ísland er með í kortunum
þegar kemur að vali á ráðstefnustað. Helstu sam-
keppnislönd okkar um þessar mundir eru sennilega
Eystarsaltslöndin en þar er verðlag enn þá töluvert
lágt. Hið sterka gengi krónunnar hefur auðvitað haft
einhver áhrif, þó ekki eins mikil í ráðstefnugeiranum
eins og á hinum almenna ferðamannamarkaði.
Gestir okkar eru tilbúnir til að greiða meira fyrir
dvöl sína hér ef allir þeir þættir sem ég nefndi hér að framan eru í
lagi.“ Helga Lára bætir við að ráðstefnutímabilið sé stöðugt að
lengjast og vaxandi áhugi á að koma hingað yfir vetrar-
mánuðina en það skipti okkur verulegu máli.
- Hverjir eru kostir og/eða gallar þess að
halda ráðstefnur/fundi utan Reykjavíkur?
„Svar mitt er að stærri ráðstefnur
verður að halda í Reykjavík þar sem ekki
er hægt að koma þeim fyrir annars staðar
á landinu. En alltaf, þegar við mögulega
getum, bjóðum við upp á landsbyggðina
til ráðstefnu- eða fundarhalda. Það hefur
marga kosti í för með sér að halda ráðstefnu/
fund fjarri skarkala höfuðborgarinnar, og má
þar helst nefna að hópurinn er meira saman og
upplifir fegurð landsins oft betur.“
Kostir Íslands sem
ráðstefnulands eru
miklir og erlendum
ráðstefnum, sem hér
eru haldnar, fjölgar
stöðugt.
Helga Lára
Guðmundsdóttir,
deildarstjóri Ráð-
stefnuskrifstofu
Íslandsferða.
RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA ÍSLANDSFERÐA:
Getum verið stolt af
ráðstefnulandinu Íslandi
L á t t u o k k u r
s k i p u l e g g j a
r á ð s t e f n u n a
U
R
R
Á
Ð
S
T
E
F
N