Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2006, Qupperneq 92

Frjáls verslun - 01.01.2006, Qupperneq 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6 RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR KYNNING Á tímum harðnandi samkeppni um ráðstefnugestinn þurfa ákveðin atriði að vera í lagi til þess að Ísland verði fyrir val-inu sem ráðstefnustaður. Þessi atriði eru að sögn Helgu Láru Guðmundsdóttur, deildarstjóra Ráðstefnuskrifstofu Íslandsferða: Flugsamgöngur, aðstaða til ráðstefnuhalds, gistimöguleikar, veit- ingastaðir og afþreying. „Allir þessir þættir hafa gjörbreyst á undan- förnum árum ráðstefnuhaldi til framdráttar. Flugsamgöngur hafa aukist til og frá landinu með aukinni samkeppni, aðstaða til fundarhalda er eins og hún gerist best erlendis, veitingastaðirnir fá toppeinkunn og stöðug hugmyndavinna er í gangi í afþreyingargeiranum,“ segir Helga Lára og bætir við: „Við getum því stolt boðið fram landið okkar í samkeppninni við aðra áfangastaði.“ Að ýmsu er þó að huga að sögn Helgu Láru til að allt gangi upp, t.d. þurfa allir að kunna vel til verka og ekkert má fara úrskeiðis og það er einmitt hér sem starfsfólk Íslandsferða kemur að málinu. Hjá Íslandsferðum starfar velmenntað fólk með langa starfsreynslu að baki sem aðstoðar þá sem eru í forsvari fyrir ráðstefnunni/fund- inum við að halda utan um alla þætti. Hjá Íslandsferðum er líka fyrir hendi þekking á landi og þjóð, sem ekki er síður nauð- synleg. Nauðsynlegt að fylgjast vel með Eftir því sem tækninni fleygir fram „minnkar“ heimurinn og auðveldara er að koma sér á fram- færi, en þeim mun mikilvægara er að gæta fagmennsku og að skara fram úr hvað hana snertir. Helga Lára segir að kannski sé erfitt að svara því hvernig það sé best gert en segir að nauðsynlegt sé að fylgjast með hvað kollegar í öðrum löndum séu að gera m.a. með því að fara á ferðasýningar og í heimsóknir. „Við verðum líka að fylgjast vel með tækniþróun sem er mjög hröð í þessum geira. Þegar horft er til þess hve ráð- stefnum hefur fjölgað hér á landi sést að við erum samkeppnisfær og að Ísland er með í kortunum þegar kemur að vali á ráðstefnustað. Helstu sam- keppnislönd okkar um þessar mundir eru sennilega Eystarsaltslöndin en þar er verðlag enn þá töluvert lágt. Hið sterka gengi krónunnar hefur auðvitað haft einhver áhrif, þó ekki eins mikil í ráðstefnugeiranum eins og á hinum almenna ferðamannamarkaði. Gestir okkar eru tilbúnir til að greiða meira fyrir dvöl sína hér ef allir þeir þættir sem ég nefndi hér að framan eru í lagi.“ Helga Lára bætir við að ráðstefnutímabilið sé stöðugt að lengjast og vaxandi áhugi á að koma hingað yfir vetrar- mánuðina en það skipti okkur verulegu máli. - Hverjir eru kostir og/eða gallar þess að halda ráðstefnur/fundi utan Reykjavíkur? „Svar mitt er að stærri ráðstefnur verður að halda í Reykjavík þar sem ekki er hægt að koma þeim fyrir annars staðar á landinu. En alltaf, þegar við mögulega getum, bjóðum við upp á landsbyggðina til ráðstefnu- eða fundarhalda. Það hefur marga kosti í för með sér að halda ráðstefnu/ fund fjarri skarkala höfuðborgarinnar, og má þar helst nefna að hópurinn er meira saman og upplifir fegurð landsins oft betur.“ Kostir Íslands sem ráðstefnulands eru miklir og erlendum ráðstefnum, sem hér eru haldnar, fjölgar stöðugt. Helga Lára Guðmundsdóttir, deildarstjóri Ráð- stefnuskrifstofu Íslandsferða. RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA ÍSLANDSFERÐA: Getum verið stolt af ráðstefnulandinu Íslandi L á t t u o k k u r s k i p u l e g g j a r á ð s t e f n u n a U R R Á Ð S T E F N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.