Frjáls verslun - 01.01.2006, Page 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
KYNNING
Fyrirtækjaþjónusta Flugfélags Íslands býður þjónustu undir nafninu Fundarfriður. Hún byggist á því að fyrirtæki halda fundi sína á áfangastöðum Flugfélagsins, Ísafirði, Akureyri
eða Egilsstöðum, fljúga þangað að morgni og heim að kvöldi
eða næsta dag, í samræmi við óskir manna. Þessa þjónustu má
greiða með Flugkorti Flugfélags Íslands og halda með því utan um
kostnað við ferðalög, fundarhald og afþreyingu fyrirtækisins og
starfsmanna þess.
Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Fyrirtækjaþjónustu Flugfé-
lags Íslands, segir að Fyrirtækjaþjónustan bjóði fyrirtækjum að láta
starfsmenn fljúga til einhvers þriggja áfangastaða félagsins þar sem
þeirra bíður fundarsalur og fullkomin fundaraðstaða, góðar veit-
ingar, afþreying og gisting vilji menn dveljast lengur
en daginn. „Með þessu móti fæst góður vinnufriður
til að meta stöðu fyrirtækisins og móta framtíðar-
stefnu þess í ró og næði. Yfirleitt er flogið frá Reykja-
vík að morgni og heim að kvöldi en einnig er hægt að
bóka einhvers konar afþreyingu í fundarlok, góðan
kvöldverð og gistingu, og fljúga heim næsta dag.“
Aðstaða er til mikillar fyrirmyndar á þeim hótelum
sem Flugfélag Íslands hefur samning við á Ísafirði,
Akureyri og Egilsstöðum og aðeins tekur um eða
innan við klukkustund að fljúga til þessara staða.
Hótel eru þarna vel búin og með þá tækni sem nútíma-
fundir krefjast og öll aðstaða fyrir fundarmenn til
fyrirmyndar.
Flugkortið gildir innanlands Flugkort Flugfélags
Íslands, sem Fyrirtækjaþjónustan býður, er fínn
kostur á ferðalögum starfsmanna fyrirtækjanna. „Flugkortið er
greiðslukort sem gildir aðeins innanlands og hjá FÍ og samstarfs-
aðilum þess. Með því að greiða með kortinu geta fyrirtæki haldið
saman öllum kostnaði af ferðum innanlands, enda er gefið út
ítarlegt yfirlit yfir notkun kortsins. Sé fyrirtæki í reglulegum við-
skiptum við FÍ með marga starfsmenn getur það fengið Flugkort
skráð á starfsmenn sína, einn eða fleiri, og fengið sundurliðað
yfirlit yfir kostnað hvers og eins. Einnig getur það dregið með því
verulega úr ferðakostnaði þar sem veittur er afsláttur út á kortið af
fullum fargjöldum auk þess sem afsláttur er veittur á bílaleigubílum
og hótelgistingu. Gróa segir að stöðugt aukist kröfur um hraðari
afgreiðslu á öllum sviðum og að sjálfsögðu geti menn bókað allt
flug á Netinu.
FLUGFÉLAG ÍSLANDS:
Fundarfriður og Flugkort
eru þægilegur kostur
Gróa Ásgeirsdóttir
verkefnastjóri.
Árangursríkir og
eftirminnilegir
fundir fást með því
að nota Fundarfrið,
þjónustu Flugfélags
Íslands