Frjáls verslun - 01.01.2006, Síða 96
96 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 6
RÁÐSTEFNUR OG FUNDIR
Kraftmikið umhverfi, einstök náttúra og vel búnir salir bíða funda- og ráðstefnugesta Bláa lónsins,“ segir Heiður Gunnarsdóttir,
sölustjóri hjá Bláa lóninu. Heiður segir algengt
að fundargestir nýti sér einnig aðra þjónustu sem
er í boði. „Eftir árangursríkan fund er tilvalið að
bjóða fundargestum í lónið og slaka vel á. Orkuríkt
umhverfið hreinsar hugann og ferskar hugmyndir ná
að streyma fram á ný,“ segir Heiður.
Fundarsalurinn í Bláa lóninu - heilsulind er á
annarri hæð og rúmar allt að 90 gesti. Eldborg, sem
staðsett er í 5 mínútna akstursfjarlægð frá heilsulind-
inni, er tilvalinn staður fyrir stærri sem smærri fundi,
en þar eru tveir salir sem fella má saman í einn sal
sem tekur rúmlega 200 gesti í sæti og 400 standandi
gesti. Í Eldborg er einnig vel útbúið stjórnarherbergi
fyrir 14 gesti. Salirnir eru skemmtilega hannaðir og
veita gestum útsýni yfir náttúrulegt umhverfið.
„Veitingastaðurinn í heilsulindinni býður upp á
fjölbreyttan hópamatseðil en auk þess er mögulegt
að fá ýmiss konar hlaðborð eða einfaldlega sérsníða
matseðil eftir óskum viðskiptavina. Veitingastaðurinn er einkar
glæsilegur með háum glerveggjum og fallegu útsýni yfir blátt
lónið,“ segir Heiður.
Íslensk fyrirtæki eru í miklum erlendum samskiptum og stað-
setning Bláa lónsins - heilsulindar milli Keflavíkurflugvallar og
Reykjavíkur er því mjög hentug. „Tíminn er dýrmætur og auk þess
að funda með viðskiptavinum og samstarfsaðilum vilja íslensk fyr-
irtæki sýna gestrisni og kynna um leið land og þjóð,“ segir Heiður.
Hún segir það einnig vera algengt að fulltrúar
íslenskra fyrirtækja heimsæki Bláa lónið - heilsu-
lind með gestum sínum, fundi í fundarsal, njóti
veitinga og upplifunar í lóninu.
Söludeild Bláa Lónsins býður einnig upp á skip-
ulagningu sætaferða fyrir hópa og bókun gistingar
fyrir smærri hópa í Bláa Lóninu - lækningalind og
á Northern Light Inn. Hótel Keflavík og Flughótel í
Reykjanesbæ eru góður kostur fyrir stærri hópa.
„Framkvæmdir eru nú hafnar við stækkun Bláa
lónsins - heilsulindar og nýr og glæsilegur veitinga-
og veislusalur, sem mun rúma allt að 250 gesti, er
meðal þess sem tekið verður í notkun. Sá salur
mun bjóða upp á marga spennandi möguleika fyrir
hópa,“ segir Heiður að lokum.
BLÁA LÓN IÐ – HEILSULIND OG ELDBORG:
Kraftmikið umhverfið skilar sér
inn í fundarsali Bláa lónsins
Fundarsalirnir í Eldborg henta vel fyrir bæði stóra og smáa hópa.
Nýjar hugmyndir
verða til í náttúrulegu
og orkuríku umhverfi
Bláa lónsins – heilsu-
lindar um leið og
njóta má veitinga og
upplifunar í lóninu.
Heiður Gunnarsdóttir,
sölustjóri hjá Bláa lóninu.
KYNNING